Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 12
Gufimundur Pétursson: ekki detta í hug að ala svona lagað upp í henni. Drífðu hana bara í sveit, þar hressist hún. Það væri nú mciri fjarstæðan að fara með hana til læknis, alla þá leið.“ Signý renndi í bollan handa systur sinni. „Ég lield, að það geti svo sem átt sér stað, að öll armæðan mín sé ekki búin ennþá. Kannske hún eigi eftir að verða einhver heilsuleysis aumingi,“ sagði hún dapurlega. „Þið mælið líka allt upp í henni, einkanlega hann. Það verður aldrei maður úr þeim unglingum,“ sagði Jóna og svolgraði kaffið af ákafanum, því að hún hafði meira að segja. „Hefurðu heyrt afdrif bátsins hans Bensa?“ Nei, Signý hafði engan fundið að máli. „Það er nú bara svoleiðis, að hann er horfinn frá bryggjunni. Það var rok hvasst í nótt á sunnan, en svo segja nú aðrir að kaðallinn, sem hann var festur með hafi verið skorinn í sundur. Náttúrlega er þetta kennt kaupmannssonunum og Ragnari. Líklega fara ekki prófastsdrengirnir varhluta af þeim aðdróttunum Hannes gamli formaður sagði það nú bara yfir alla í krambúðinni: „Kaupmannssynirnir hafa gert það.“ Þvílík bölvuð ósvífni í karlinum. Svo kom frúin fram og tók svona aðeins til máls. Og hann þá kannske ekki á því að lægja seglin, dólgurinn sá, svo þau bara há- rifust, þangað til frúin var farin að hágráta og sagð- ist ekki mannspilla sér með því að tala við svona svín! Sagðist aftaka, að hann fengi úttekt í verzluninni. En karlinn sagði, að þsð gerði sér víst ekki mikið til, því að hann kæmi ekki þangað, í búðina svo vikum skipti. Allt hefst þetta af strákkjánanum þarna í Bakkabúð Það gekk ekki svona áður en hsnn kom.“ „Stráksvínin! svona eru þeir alltaf andstyggilegir“, sagði Sigga gremjulega. „Ég vona að bátinn reki ein- hversstaðar,“ sagði Signý. „Hallfríði bregður við inn- leggið, sem hún hafði í fyrrasumar og talsvert í vor.“ „Á, ætli það geti skeð, að hana muni um það, en bát- urinn sést aldrei. Það þori ég að hengja mig upp á. Hefur náttúrlega rekið út í hafsauga og mulast þar á einhverjum ísjskanum,“ sagði Jóna, hrifin að sinni mælsku. „Kannske það verði til þess, að þau liafi sig burtu héðan úr Víkinni. Það sæju víst fáir eftir þeim.“ „Áreiðanlrga sæi ég eftir þeim úr nágrenninu,“ sagði Signý.“ Þau bafa verið mér og krökkunum indælis manneskjur. „Þið verðið þá víst einu manneskjurnar, sem látið það í ljós,“ gæti ég hugsað,“ sagði Jóna. Svo var hún rokin í burtu, því að hún ætlaði að þvo þvott fyrir konuna hans Halldórs söðlasmiðs. Næstu daga gekk mikið á í Höfðavík. Strax og Bensi vissi að báturinn var horfinn, þaut hann út allar fjör- ur þangað til sjórinn gekk í þverhnýpt bjarg, þar sem ómögulegt var að komast fyrir framan og ekkert gat fest á fjöruna. — Framh. 10 Svai' við gri'ciiiiniii ,Á irainfæri ÞÍ^mmaiiiiMÍiis. Það er rétt fyrir olckur að kynnast hugsunarhœtti karlmannsins, þess vegna vill blaSiS verSa viS ósk greinarliöf. aS birta eftirfarandi. Ekki munu þó allir karlrnenn tileinka sér hans sjónarmið. Nýlega sáum viS blaSagrcin eftir Theódór GuSmundsson, og þar stendur: „ . . . Vinnudagurinn (húsmœSranna) er lang oftast lil jafnaSar ekki 8 tímar, heldur nœslum tvisvar átta tímar á hvern sólarhring, jafnt helga daga og virka.“ | í „Nýju kvennablaði“ 3. tölublaði 1954, rakst ég á forustugrein, er vekur stóra furðu hjá mér. Nafn greinarinnar „Á framfæri eiginmannsins“, er í sjálfu sér athyglisvert. Það er til fjöldi kvenna, er ég veit, að greinarhöfundur þekkir til, ekki síður en ég, sem hægt er að segja, að séu á framfæri eiginmannsins, konur sem liafa gift sig til að hafa það gott, hirða lítið um heimilið, enn minna um eiginmann sinn og störf hans, en gera þeim mun strangari kröfur til pen- inga hans. Það eru til margar sögur um konur, sem keyptu pelsa, hatta eða annað, einungis vegna þess, að það var nógu dýrt og þær með því töldu sig geta hreykt sér ofurlítið hærra á kostnað eiginmannsins, en hvað slík ráðdeildarsemi lagði mikla aukna vinnu á eigin- manninn, var ekki athugað. Hvað ætli það séu margir eiginmenn, sem hafa orðið að yfirgefa góð störf og hagstæðar aðstæður út á landi, til að þessi ástkæra og fórnfúsa eiginkona hans, gæti komizt í borgina, til að stunda kjaftasamkvæmi annarra eiginkvenna, er ekki höfðu annað þarfara með tímann að gera, en að slúðra um náungann?-------Hvað ætli það sé margt, bæði karlar og konur, er hafa misst æru og heiður yfir rjúk- andi koffibollum giftra kvenna?---Já og slíkt er hægt að telja upp í það óendanlega, en ég vil vera síð- astur til að egna kynjunum saman. Við skulum heldur snúa okkur að greininni sjálfri. Hvað segið þér um þessa klausu: „Þær vinna 12—16 tíma á dag, við barnagæzlu, matargerð, ræstingu og þjónustubrögð. Stundum útivinnu í ofanálag og eru síðan taldar, eins og ómálga börn á framfæri ann- arra“. Mig langar til að spyrja höfund greinarinnar, hvort hún er að slá um sig með slíku orðalagi eða það sé raunverulega nokkur kona á íslandi til, sem stundar NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.