Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 13
útivinnu eftir 12—16 tíma strangan vinnudag á heim- ilinu? En ef hún á sér stað, þá væri mér og fleirum mikil forvitni í að vita,*á hvaða tíma sólarhringsins þessi útivinna fer fram og hver er hún? Ég veit ekk- ert hliðstætt dæmi, er gæti komizt neitt nálægt þessu. En hitt get ég fullvissað greinarhöfund um, að vinnu- dagur flestra reykvízkra kvenna, er langt innan við 8 stundir á dag. Tökum dæmi: Kona með tvö börn, maðurinn vinn- ur úti. Flestir eiginmenn hita morgunkaffið sitt sjálf- ir og borða hádegisverð á vinnustað, sem nú er orðið algengt. Hvað gerir konan? Koma börnunum á fætur. I flestum tilfellum er annað barnið það stórt, að það getur séð um sig sjálft. Gefa þeim morgunmat og koma þeim í skólann. Taka til í íbúðinni með ryksugu og öðrum nýtízku tækjum, sem eru nú á hverju heimili. Hugsa um hádegismat fvrir börnin, fara í búðir o. s. frv. Það þætti lélega á haldið hjá karlmanni, ef hann á vinnustað kláraði ekki, sem svaraði þessari vinnu fyrir hádegi, og eftir hádegi liggja ekki svo mörg störf fyrir til kvöldmatar, enda er það líka oft sem eiginmennirnir hjálpa konum sínum við uppþvott eft- ir kvöldmat. Með kæliskáp og rafmagnseldavél, heitt rennandi vatn, ættu þessi störf ekki að taka samanlagt marga tíma á dag, ef konan hefur snefil af verksviti, en það held ég að vanti mikið á víða. Flest allur fatnaður er nú orðið keyptur tilbúinn, sömuleiðis maturinn að bálfu leyti. Stopp í sokka og bætingar eru að hverfa úr sög- unni. Hvað þvottunum viðkemur, láta margar þvo í þvottahúsi, jafnvel þó að þær eigi þvottavélar og önn- ur þvottatæki, en aðrar nota þvottatækin, er gera þvottadagana létta og tíniann sem fer í bvott stuttan. Það er til stór hópur kvenna, sem bókstaflega hafa ekkert um annað að liugsa en sjálfa sig, bárnlausar konur manna sem eru á siónum os: manna sem vinna fjarri heimilum sínum. Ef slíkar konur eru ekki á frar"færi eisrinmanns síns, bá veit ég ekki. hvað hug- takið „framfæri“ merkir. Ég veit ekki, hvers vegna konur reiðast því, að sagt sé. að þær séu á framfæri manna, sinna, bar sem menn þeirra hafa reiknað með því. er þeir giftust þeim og verið fúsir til að greiða: þetta verð fyrir að njóta þeirra. Eða eru þær ekki þess virði ? Islenzkar konur, sem eru giftar. gera vfirleitt lítið að því að vinna úti. þó hær hafi góðar ástæður til hess, gagnstætt við giftar konur nágrannabióða okkar. Þeim finnst með giftingu. bær vera komnsr á framfæri manna sinna og siá ekki ástæðu til að vinna úti. Hvað viðvíkur barnmörgum heimihim, þá get ég upplýst, að 4. hvert harn sem fæðist á íslandi, er fætt fyrir utan hjónaband. Ef þessi börn hefðu ekki fæðst, þá mundi fæðing barna hjá giftum konum, ekki gera betur en halda í horfinu, hvað fólksfjölgun snertir og sé þess gætt að giftar konur í sveit eiga venjulegast mörg börn, þá mun víða verið þunnskipað af börnum á heimilum giftra kvenna í kaupstöðum. Það eru fleiri gullkorn. sem hægt er að tína úr þessari grein „Dóttur Fjallkonunnar“.-------„Heyrzt hefur um húsbónda, sem sat ráðalaus við matborðið, eftir að konan dó, hún hafði rétt houum allt upp í hendurnar, smurt brauðið og valið fyrir hann bitana“. -----Ég veit ekki upp úr hvaða blaði þessi fyndni hef- ur'verið tekin, en vafalaust hefur það blað verið sótt út fyrir landsteinana. En ef að höf. trúir þessari fyndni, þá sé ég ekki ástæðu til annars en að hún geti líka trúað eiginkonu- og tengdamömmu fyndninni, er gengur líkt og rauður þráður í gegrium fyndni allra blaða um gervallan heim. • Ummæli höf. um, að giftar konur hefðu ekki næg- an svefn, vegna barna og eiginmanna. hafa við lítið að styðjast. Hvað hörnunum viðkemur, halda þau vöku fyrir margri giftri konu fyrsta árið, en það er skamm- ur tími yfir hjúskapartímabilið hjá borgarstúlkunni, því þær eiga venjulegast ekki svo mörg börn, en hvað eiginmanninum viðkemur, þá er það algjörlega til- hæfulaust, nema um veikindi sé að ræða. „Hvíldu þig, hvíld er góð“ er ágæt hók, er konur hafa ekki siður haft tækifæri til að lesa en karlmenn. Ummæli höf., um að þær hefðu ekki tíma, vegna þess að þær væru svo svefn-þurfi, er nokkuð sem hljómar líkt og öfugmæli. En hitt er aftur annað mál, að giftar konur hafa mikinn áhuga fyrir eldhúsreyfurum og standa undir fyrir fé eiginmannsins, útgáfu fjölda vikurita. sem eru gefin út. Það er frekar vegna lesturs reyfara, vikurita og áhugaleysis, sem þær komust ekki yfir að lesa bókina, enda á hún ekkert erindi til flestra giftra kvenna á íslandi — því af hvíld og svefn hafa þær meir en nóg. • Til minningar um misheppnaðan tónsnilling orti Steinn Steinar: Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk. Hun laumost, inn í lag’S og lœtur hátt viS slagiS. 0g þafi er svo serri sama, hve vor sál er músíkölsk. NÝTT KVENNABLÁÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.