Nýtt kvennablað - 01.11.1954, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.11.1954, Blaðsíða 6
\okkiir orð 11111 uppeldi§iiiál Smágrein kom út í Nýju kvennablaSi 4.—5. tbl. þ. á. með þessari fyrirsögn. Þótti mér greinin góð, og þýddi að gamni mínu úr norsku tímariti eftirfarandi grein, þar er niðurstaðan í raun og veru sú sama. Af hverju eru sum börn einurðarlaus og brædd? Það þarf ekki mikið til, að sum börn fari bjá sér eða verði hrædd. Ókunnugt andlit er nægilegt til þess, að barnið feli sig í pilsi móður sinnar. „Snemma byrjar þaö,“ hugsar mamman. Á blessað barnið að dragast með feimnina alla ævi? En það er einmitt móðirin, sem stundum verður til þess að gera illt verra, ala á feimni barnsins. Segi hún við einurðarlaust barn: „Stattu ekki þarna eins og umskiptingur, komdu og heilsaðu gestunum fallega!“ hefur hún það af í einu augnabliki, að gera barnið ennþá einurðarlausara og margfalda klípuna fyrir því. Fyrst voru það ókunnu gestirnir, sem það var einurðarlaust gagnvart, nú verður það hikandi gagnvart sjálfu sér líka. Og komist þessi hugsun að hjá barninu, geta liðið vikur og ár, að hún hverfi aftur. Athyglinni er ómótmælanlega beint til barnsins sjálfs, og minnimáttarkenndin leggst á með tvöföldum þunga. Barnið er hindrað í að koma fram blátt áfram eða sér eðli'lega, það hugsar óaflátanlega um eigin persónu. Það á að láta barnið í friði, unz það sjálft kemur til gestanna af eigin bvötum. Smám saman, er það sér móður sína bera traust til gestanna eykst traust þess til þeirra líka. Það er hin rétta eðlis- ávísun. sem fær bsrnið til að sjá hlutina í réttu ljósi. Og þar eð allir krakkar þrá að gera eins og full- orðna fólkið, læra þau fljótar þjóðarsiði og venjur með því að herma eftir, heldur en af aðkasti og að- finnslum. Það er fyrsta skylda móðurinnar að vera tengiliður milli barnsins og gestanna, gefa því traust- ið til þeirra með umgengni sinni. Þetta er nauðsyn- legt svo að uppvaxtarárin verði því ekki kvalræði. Traust til annarra vekur einnig sjálfstraust. Það eign- ast barnið aftur á móti ekki við að heyra þessa setn- ingu, sem er svo algeng enn í dag: „Vertu nú ekki svona heimsk. Eins og greindin fáist með viljafestu. Auðvitað á hver móðir að leiðrétta barnið sitt stöku sinnum, en ekki að láta ókunnuga beyra það og ekki þannig að ásaka það fyrri heimsku. Fyrir nokkru var ég stödd á heimili, þar sem börn- in áttu einmitt hið nauðsynlega traust og öryggi, sem gerði þau svo eðlileg gagnvsrt umhverfinu, og gerir samveruna með öðrum að leik. Eitt barnanna, 10 ára telpa kom askvaðandi með kettling í fanginu, og setti hann á öxl pabba síns, þar sem hann í pólitískum samræðum sat hjá gestunum. Margir feður hefðu kannske sagt: Ekki að trufla pabba, sérðu ekki að hann er að tala við fullorðna fólkið. Farðu og leiktu þér. Eða réttara sagt: Hafðu þig á burtu krakki. En barnið. skilur það, hvort sem það er sagt svona, eða hins,'gin. Þessi pabbi sagði ekki neitt af þessu. Hann tók kettlinginn niður af öxl sér, strauk yfir belginn og sagði: „Nei, ert það-þú, kisi. Ertu að punta upp á mig með skinnkraga í dag? Hann rétti kettlinginn aftur til dóttur sinnar, sem hló og hlióp fagnandi með hann burt. Ótruflaðar héldu pólitísku samræðurnar áfram. Litla stúlkan losnaði við allar umvandanir í áhevrn gestanna. Gestirnir sluppu við alla misklíð, en urðu þess í stað aðnjótandi þeirrar vellíðanar, sem á sér stað, er menn eru gestkomandi á samstilltu heimili. Tvísýnin er mest fyrir óframfærna æsku er breyt- ingaraldurinn stendur yfir, frá barni til fullorðins. þá ættum við að vanda umgengni hvað mest. Stundum verður barn, sem hvorki hefur verið dult eða ófram- færið allt í einu klaufalegt og hugsunin snýst ein- göngu um það siálft. Sumir foreldrar, af misskildu siðgæði, særa börnin, t.d. ef ókunnugir fara að tala til þeirra eins og fullorðinna. „Hann, eða hún er bara krakki.“ segia fore!drarnir. „Þérið bann ekki bað er ástæðulaust.“ Þeir skilja ekki. að með þessu auðmýkja þau barnið og fiarlægja sér það. Þetta er einmitt tím- inn til að unglingurinn fái ábyrgðartilfinningu og vaxi traust í eigin brjósti. Það má ekki fara með hann eins og krakka. Einhver vill ksnnske spyrja: Verða börnin þá ekki of borginmannleg. Allt of roggið fólk er hvorki við- feldið né gott að umgangast það. I rauninni er mjög borginmannlegt fólk einmitt feimið innst inni. Þeir reyna að derra sig til að hafa sig upp úr feimninni. Reyna að telja sér trú um, að þeir séu meiri en hinir. Það er léttir í því að finna sig því umhverfi fremri, sem hefur þjakað hann uppvaxtarárin. Sjálfsvirðing og gagnrýni verður sjálfsvörn. Skynsamlega uppalinn piltur eða stúlka finna sjálfsöryggi án þess að vera sjálfbyrgingsleg. Og barn. sem ekki er sífellt nudd- að um nasir minnimáttarkennd, er hægara að latra en feimið barn. Það er engin vogun, að segja því með varkárni til syndanna, ef það skyldi fá heldur báar hugmyndir um sig. En komi samt sem áður, þrátt fyr- ir skynsamlega meðferð, tímabil með feimni og upp- urðarleysi, má ekki gera sér ásakanir af þeim sökum, 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.