Nýtt kvennablað - 01.11.1954, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.11.1954, Blaðsíða 10
„Systurnar í bátnum“ Eftir MALINU ÖBMANN Ég gekk í hægðum minum eftir bugðóttum gangstig í gamla garðinum. Þarna lá steinveggurinn hálf brot- inn niður og bak við hann var limgirðing í kringum grasi gróið svæði, þar sem búsmali, hestar og kýr voru á beit. Sólin var tekin að lækka á lofti og sætur ilmur barst mér að vitum. I fjarska heyrðist hljómur kúabjöllunnar og lambajarmur í grasinu. í litlu, opnu rjóðri undir stórvöxnu tré, gnæfðu hvítar og rauðar stokkrósir á stönglum sínum og var líkast ]»vi, að þær væru í fcgurðarsamkeppni við nokkur risastór kónga- Ijós, er uxu einnig þarna í rjóðrinu. Ilmur frá nætur- fjólum kom á móti mér. en þær uxu nokkuð fjær i skugga dökkra grenitrjáa, en skammt þar frá var ung einmana ösp, sem leitaði skjóls hjá stórum mosavöxn- um steini. Blöð asparinnar titruðu og skulfu eins og af kulda, þótt vindurinn bærðist varla, og mér kom í hug sögn, sem ég hafði heyrt um espitréð, þegar ég var krakki. Ég hafði eitt sinn spurt, hvers vegna blöð asparinnar aldrei gætu verið kyrr, og hvernig á því stæði, að svo einkennilegir rauðir blettir væru á þeim. Mér var þá sagt, að krossinn, er Jesús hefði verið negldur á, hefði verið gerður úr aspartré, vegna þess, að ekkert annað tré hefði viljað láta við sinn til þeirrar notkunar, og þess vegna titri og skjálfi öspin alla tíð af sorg og skelfingu út af synd sinni, en rauðu blettirnir á blöðum hennar séu dropar af blóði Krists, er drupu á krossins tré. Ég staðnæmdist ósjálfrátt frammi fyrir litlu ösp- inni. Ég fann til meðaumkunar með henni eins og hún hefði verið lifandi mannvera og gældi við blöð henn- ar, sem titruðu eins og í angist. Á næsta augnabliki hló ég að barnaskap mínum og heimsku og hélt áfram sð steingarðinum, eða rústum hans, sem voru mosagrónar og burknastóð óx inni á milli steinanna. Hér lá mjór stígur niður að sólglitr- andi vatninu. Aðeins fáein skref í viðbót og nú stóð ég á flötum steini, sem skagaði langt út í vatnið. Ég sett- ist niður með velþóknun og bjó mig undir að njóta náttúrufegurðarinnar og kyrrðarinnar, sem drottnaði svo að seaja einvöld. Það var engu líkara en að maður væri útilokaður frá umheiminum. Inn til landsins mynduðu þéttir álmviðar- og pílviðarrunnar grænan múr. Við bakkana var hávaxið sef, og vatnið blikandi fyri^ framan mig. Ég tók fram bók og bvriaði að lesa. En það gekk því miður illa. Þegar sólin hvarf. fannst mér ég vera einmana, og mig tók að syfja. Ég lokaði augunum og hlustaði á lágan vindþytinn í sefinu. Ég veit ekki, hversu löng stund leið. En skyndilega heyrði ég ára- glamur frá vatninu. Hver gat verið úti að róa um þetta leyti. Undarlegt máttleysi greip mig. Ég gat hvorki hreyft legg né Hð, en varð að liggja kyrr og hlusta með hverja taug þanda. Báturinn nálgaðist. Ég heyrði hin reglulegu áratök og lágt skvampið í vatninu fyrir stefni bátsins. Nú rann hann inn í sefið. Það skrjáfaði í hávöxnu gras- inu, er það slóst við borðstokkana. „Þú hefur þá verið trúlofuð honum síðan í gær?“ Það var skær og köld kvenmanns rödd, er mælti þessi orð. „Já, Elma, síðan í gærkvöldi, og við ætlum að gifta okkur strax í vor.“ Sú, sem svaraði, hafði blíðan og elskulegan málróm, rödd, sem maður fékk ósjálfrátt undir eins samúð með, og vakti traust. Ég hlustaði alveg gagntekin og beið eftir svarinu. Það varð augnabliksþögn. En svo hló sú, er fyrr talaði, stutt og háðslega. Það var óvið- feldinn og óheillavænlegur hlátur, og ég titraði af undarlegri angist. „í vor?“ hrópaði hún fyrirlitlega. „Svo að þú ert svo heimsk að halda, að ég leyfi það .... Ætti ég að láta fífl eins og þig stela frá mér hamingjunni? Nei, ó,nei ....“. Mig verkjaði í höfuðið, og suða fyllti loftið, há- vær og yfirgnæfandi. Það var eins og ég félli langt niður með geysihraða. En í gegnum þytinn, sem fyllti loftið, heyrði ég mikið skvamp og buslugang í vatn- inu og kveinandi rödd, er hrópaði: „Elma, Elma.!“ Ég hrökk upp, og það var sem ég heyrði enn þetta óhugnanlega óp fyrir eyrunum. Ég var ekki almenni- lega vöknuð. Sólin var nú alveg horfin og himininn var gráleitur og kaldranalegur. Ég skalf af kulda. „Halló“, var kallað til mín frá pílviðarrunnunum á vatnsbakkanum, og frændi minn ungur, kátur maður og hávaxinn, kom skyndilega í ljós. „Sem ég er lifandi maður, þú hefur þó ekki legið hér og sofnað? Ég er búinn að hrópa og kalla. svo að ég er orðinn hás. Hvernig getur manneskja með réttu ráði farið að sofa hér á steini úti í vatninu. Þeg- ar orðið er svona kalt? Það vantaði nú ekki annað en að þú hefðir ofkælst." Ég reyndi að koma með mótmæli, er hann fór úr frakkanum og færði mig í hann, en árangurslaust. „Þér veitir held ég ekki af að fá hressandi kaffi- sopa. Þú lítur helzt út svo, að maður gæti haldið. að þú hefðir séð vofurnar okkar, — systurnar í bátnum á ég við.“ „Systurnar í bátnum?“ endurtók ég forviða. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.