Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 2
H. SEVERINSEN Þau voru bæði komin til Kaupmannahafnar utan af landi. Hann ætlaði scr að verða leikari, en hún hugðist verða söngkona. Þau höfðu hitzt, orðið ást- fangin hvort í öðru og gift sig í þeirri gömlu, góðu trú, að hægara væri fyrir tvo að berjast fyrir tilver- unni. Þessi trú reyndist nú að vísu ekki alltaf rétt — og nú voru aðeins þrjár vikur til jóla, og einhverja aukapeninga þurfti til þess að gefa hvort öðru jóla- gjafir. Þetta var mesta vandamál, sem útheimti mikla yfirvegun, en svo dugði ekki að bollaleggja aðeins. Einhvern fyrsta daginn í desember kom hún þjót- andi heim úr söngtíma og tilkynnti hátíðlega,'að fram að jólum væri hún ráðin við Ríóleikhúsið, til þess að skemmta á síðdegissamkomum. Hún var í sjöunda himni' yfir, að öllu væri bjargað með jólagjafirnar. „Það er Ieitt,“ sagði hann hálf óánægjulegur, „að ég g-t ekki komið og hlustað á þig syngja, en ég hef einm'tt f,'rg;ð starf við Globeleikhúsið við eftirmið- dagrl iksýningar til jóla. Það er aðeins lílið auka- hlutverk, en rraður venst þó við að standa á leiksviði. „En sú óheppni,“ svaraði hún. „Þetta eru okkar fyrstu störf, og svo fáum við ekki tækifæri til þess að sjá hvort annað. Þe"ar hún var farin út úr dyrunum, bjó hann sig einnig af stað. I.eið hans lá fram hjá Ríóleikhúsinu, uppljómuðu, hann gekk yfir torgið að stóra verzlun- arhúsinu, sem gnæfði þar í allri sinni dýrð. Hann fór inn um dyr starfsfólksins og tilkynnti komu sína um- sjónarmanni, sem stimplaði komutíma hans á þar til gerða klukku. S'ðan færði hann sig í jakka með gló- fögrum hnöppum og bar nú sitt sérstaka númer. Síðan var farið ireð hann inn fyrir járngrinda lyftu, og út um grindurnar gat hann nú horft með aðdáun á hið dásamaða frelsi, sem öllum listamönnum er talið svo nauðsynlegt, en því hafði hann nú afsalað sér. Atvinna hans var að flytja rosknar, skrafandi konur og þög- ula eiginmenn þeirra frá einni hæð til annarrar. Þeg- ar hann var kominn upp á sjöttu hæð, gat hann séð ]jóra-auglýsin!?ar Ríóleikhússins. Þær glitruðu eins og mar'ílitir flugeldar, og svo varp hann öndinni og hugsaði um konuna sína, sem hefði náð þetta langt á listabrautinni, en sjálfur fór hann upp og niður, niður og upp í lyftunni eins og einkennisbúinn um- skiptingur, það mátti nú segja, vegur listamannsins var miór og erfiður. En nleði endurfundanna var mikil á kvöldin. „Hugsaðu þér!“ sagði hún að kvöldi fyrsta dagsins. Herra Blomkvist, það er leiðbeinandi minn í leikhús- inu, segir, að ég hafi ágætan vöxt og einmitt hæfilega stærð, sem hann geti notað.“ „Ég hélt nú, að það væri rödd þín, sem mestu máli skipti,“ svaraði hann. „Já.“ „Jamm,“ sagði hann. Hlutverk mitt í Globeleikhús- inu er nú mjög ómerkilegt eins og svo margra ann- arra, eiginlega bara eitt númer, en samt sem áður mjög lyftandi. „Það er synd, að við skulum ekki geta séð og heyrt ■hvort til annars í listastörfum okkar.“ „Já, vissulega er það sorglegt/ ‘sagði hann. „En það gleður mig nú samt, að eftir jólin getum við haldið menntun okkar áfram.“ „Já, og svo fáum við peninga til jólanna!“ Aðfangadagur jóla var runninn upp, og þá var mik- ið um að vera og sérstakt annríki í verzlunarhúsinu. Lyftan var stödd uppi á efstu hæð, þegar hópur af fólki þyrptist saman inni í kjóladeildinni, og litlu síð- ar kom einn verzlunarþjóninn með bagga í fanginu inn í lyftuna. Kom í ljós, að þelta var ung kona, sem hafði fallið í yfirlið. „Farðu með hana niður í borðstofuna og nuddaðu á henni ennið úr köldu vatni,“ sagði þjónninn við lyftusveininn. „Þetta er ein af sýningarbrúðunum, sem hefur orðið illt. Deildarstjórinn, herra Blomkvist, er cður og uppvægur yfir þessu nú mitt í jólaösinni. Lyftudrengurinn studdi konuna á lefðinni niður. Síðan bar hann hana inn í borðstofuna og nuggaði höfuðsvörðinn með köldu vatni eins og honum hafði verið fyrir skipað. Konan raknaði brátt við og horfði undrandi á hann. Þetta var þá maðurinn hennar. „Hlutverk þitt hefur verið býsna erfitt,“ sagði hann svo, „og þú hefuT ekki getað haldið það út, þrátt fyrir þinn ágæta vöxt.“ „Ja, hérna,“ sagði hún feimnislega. „Við höfum þá verií hér rétt við hliðina hvort á öðru, án þess að vita það. „Þetta var þá þitt lyftandi hlutverk. „Já, svo var nú það!“ Henni vöknaði um augu. „Getur þú fyrirgefið mér?“ spurði hún. „Elskan mín, hvað á ég að fyrirgefa? Getur þú fyr- irgefið mér?“ „Hvort ég get!“ sagði hún og lagði hendurnar blíð- lega um háls honum. „Ég byrjaði!“ „Við skulum taka þessu eins og sannir Iistamenn,“ stakk haryi upp á. „Líttu út um !rlu°rgann. Það snjóar, nú fer allt að fá á sig reglulegan jólasvip!“ • „Já, og nú hringja kirkjuklukkurnar. Jólahelgin er að byrja, og gjafirnar hef ég handa þér,“ sagði hann. „Og ég líka,“ sagði hún. — ,.Hvað gerir það svo til þó að við höfum leikið svolítið jólaæfintýri. Þetta var saklaus þrella tál þess að geta glatt hvort annað. — M.J.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.