Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 4
ErÍMdi flutt á kvennréttindafiindi 22. nóv. 1954, af Guðrúnu Guðlaugsdóttur HeiðruSu hlustendur! Þess hefur verið farið á leit við rnig, að ég segi hér nokkur orð um hað, hver væri æðsta oí helzta skvlda konunnar, frá mínum hæjardyrum séð. Mér er það sönn gleði að verða við þessari ósk og enda hótt ég þykist þ"ss viss fvrir fram, að skoðanir muni verða all skiptar um þetta málefni, þá er ekki nema e'ott eitt til 'þess að vita, að fram komi ooinberlega raddir eldri og vngri kvenra um meginskvldur konunrar. siónar- mið og markmið. Ég fagna hví af alhug að efnt hefur verið til slíks fundar. sem hessa. og hað er von mín og tWí. að einmitt hessi fundur verði upnhaf fnálsra og óháðra umræðna kvenhióðarinnar um hlutverk hennar og starf í íslenzku híóðfclagi og að hær rnn- ræður megi leiða tii farsællar samrýmingar ólíkra sjónarmiða æsku og elli. Ós:alrlan hevrir maður æskufólk vanmeta vilía og gerðir hípna eldri og íafnvel halda hví fram. að eldri kvnslóðin hafi ekki ve”ið Mlilega vanda smum vax- in í upeldismálum hi'óðarinnar, en hað er tákn allra tíma, að æskan mikli fvrir sór framtíðina með bví að líta smáum augum á fort'ð feðranna — enda Vmtt svo fari yfirleitt að lokum, þe<rar aldur og ár heimsækja æskumanninn, að hann viðurkenni þá staðTevnd — það ungur n°mur sér gamall temur eins o.g mábækið segir. Hvað sem þessu annars líður, þá tel ég mig hafa ful't leyf; til hess. að Ivsa hví hér vfir. að ég hafi á liðinni æfi minni öðlast þann reynslutíma. sem hefur sýnt mér og sannað, hver sé í raun og sannleika æðsta og heleasta skvlda hverrar konu og mun ég rekja það nánar hér á eftir. Sú kynslóð, sem nú lifir og bvggir þetta land. erfði í raun og veru auðæfi úr hönd fátæktar. Á þessari öld einni hafa lífsk'arabrevtingar orðið örari og meiri, heldur en á mörgum öldum samfleytt áður fyrr. Við sem nú erum að komast á efri ár munum tímana tvenna. Það er ekki í einu, heldur hókstaflega öllu, sem nýtt hefur gert gamalt úrelt. Tæknin hefur siglt hraðhyri inn í hvert starf, menntun þvkir nú iafn sjálfsögð fyrir konur og karla, enda viðfangsefnin fjölþættari og frelsi einstaklingsins stórum aukið ut- an dyra sem innan. Ekki skal ég samt leggia dóm á það hvort hamingjan sé fylgispakari nútímakonunni með alla sína menntun og frjálsræði, heldur en hún 2 var ungu konunum á fyrri árum menntunarskorts og ófrelsis. Þar verður hver að dæma fyrir sig. Erindi mitt hingað var, eins og ég gat um ii upphafi máls míns, að segia hvað ég teldi helztu og æðstu skyldur konunnar. Ég hika ekki við að svara: Það er móðurskvldan, sem er háleitust og helgust. Næst er skyldan við eiginmann og heimili. Ég hef rætt hér um breytilega tíma og brevtt lífs- kiör, en ekkert, envin tækni, engin menntun, ekkert frelsi má eða getur umhreytt móðurskyldunni eða móðurkærleikanum. Móðurskylda er frumskvlda kon- unnar og frumréttur barnsins. Aður fyrr hvíldu að vísu meiri rkyldur á konunni. heldur en nú í dag, hún gætti ekki einungis sinnar frumskyldu, móðurskvld- unnar. heldur einnig hlutverki prests og skóla. Hún leiddi harnið fyrsta sporið, eins og hún gerir enn, en hún ee-ði meira, hún kenndi hví alla iafna að lesa og sáði fvrstu frækornnm trúar og kristindóms í hug- arheim hess. Saga hióðarinnar á fvrri tímum. hvort heldur í l'ósi farsældar ellegar mvrkn örhir.gðar og fátæktar, ritar skýrum stöfum, að móðursk’ddan var ávallt hin sama, hvort heldur i lágreistu koti smæl- ing’ans eða háreistu sloti aðalsmanns. Öndvegismenn þl’óðar vorrar á öllum tímum telia hver um sig. að móðirin hafi með umhvggiu sinni og kærleika lagt undirstöðuna að framtíðarverkefni þeirra. Ahð skul- um líta um öxl og virða fyrir okkur eftirmæli skálda, presta og athafnamanna um móður sína. Matthías Jochumsson, þjóðskáldið fræga, segir: Því hmfl er ástar og hróSrar dís, og hvaS e.r engrll úr Paradís lijá góSri’ og göfugri rnóSur? Og snillingurinn, örn Arnarson kveður ljúft og milt: Flýó' ég til hín, móSir mín, því mildin hin grát og glcSi shildi. Fyrir nokkrum árum var gefin út bók, sem hlaut nafnið „Móðir mín“. Margir þjóðkunnir menn rita þar um mæður sínar og allir á einn veg. Fram úr hverri setningu streymir lotning og ást til móðurinnar, sem bjó yfir afli brautryðjandans og vísaði veginn til NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.