Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 6
Ilelga nótt! Þín fró og friður fyllir gle&i mína sál. Bljág cg -scridi í bjarla heima bœnarinnar þögla mál. Gott er einu sinni. á ári a& eiga þennan sálarfriS. Þó ég leyni litlu tári, lífsins hátí& bí&ur gri&. Allir sofa, ein ég vaki, endurminninganna f jóld koma eins og gó&ir gcstir. Gle&i mín er þúsundföld. ES er barn í anndð sinni uni kertaljósin við heima hjá henni mó&ur minni, í mildum jólanœtur frið. Enn þá brei&a blessuð jólin birtu yfir mína leið. Veigamesta veganestið ver&a þau um œfiskeið. Frá þeirra Ijóma lífs á sló&um Ijósið trúarinnar skín. Af hjarta þakka ég Gu&i gó&um gömlu kertaljósin mín. Gu&rún Jóhannsdóttir, frá Brautarholti. tómstundirnar til annarra þarfa, svo sem efni og ástæð- ur standa til hverju sinni. Slíkur á að vera hugsana- háttur hverrar konu og þá fyrst stefnir að þjóðar- heill, þegar konan gætir þess verkefnis, sem náttúran hefur fengið henni í hendur að vinna — ala börn og annast heimili. Þegar það verkefni þrýtur er hver kona frjáls ferða sinna og vinnur meir að öðrum hugðarefnum og lausn annarra þjóðþrifamála. Það skal áfram verða sem fyrr, að verkamaðurinn jafnt sem ráðherrann þakki móður sinni vel unnið skyldustarf í ræðu og riti — þá er þjóð vor á fram- farabraut. Anna frá Moldnúpi: PílagrímsíerO lil graíar Nighlingale og Stoney-Cross Framhald. Ekki fyrr hafði ég setzt að " kirkj.unni en regnið tók að renna í stríðum straumum. Mcr sýndist nú ekki bet- ur en að það ætlaði heldur að falla á engilásjónu fyrri dagsins. Þó minntist ég þess með bjartsýni, að oft kem- ur glatt skin eftir þunga skúr. Það var um það bil klukkutími, sem ég sat og beið byrjar þarna í kirkj- unr.i. En þar væsti sannarlega ekki um mig. Djúp þögn og margra alda heilagur friður fylltu þetta látlausa stílhreina hús. Aldrei hef ég séð fegurra altarisklæði en þarna var. Þungur og íburðarmikill blómstursaum- ur með skíragull þræði, sem glóði á skarlatrauðu silki. % syndug kona, dirfðist að ganga fyrir altarið og skoða þetta djásn gaumgæfilega. Eftir að ég hafði satt anda minn í kirkjunni, settist ég á bekk úti í hinu fornfálega fordyri, sem að ofanverðu er gjört af tré- bjálkum og minnir meira á verkfærageymslu en kirkju- fordyr, svo að ég gat ófeimin skyggnzt niður í nestis- mal minn og með hressingu þaðan frá undirbúið lík- amann undir gönguferðina, sem fyrir honum lá, þeg- ar skúrinni létti. Sólin kom aftur og hvatti mig til dáða. Ég rann á stað frá grafreit Florence Nightingale og allra hennar nafnlausu sveitunga, sem þar hvíldu með henni í friði og þögn grafanna. Allt var rennvott umhverfis, trjá- krónurnar glitruðu og ilmuðu í sólskininu ný laugaðar úr uppsprettum himinsins. Ég rann hýr og létt í spori undan brekkunni. Þær einu menjar, sem ég gat tekið með mér úr gróðurríku sveitinni hennar Florence, var eitt blað af burknastóðinu, sem óx meðfram veginum. En því miður visnaði það fljótt í töskunni minni. Þegar ég kom niður undir vegamótin, þar sem ég hafði skilið við bílinn, var ég svo Ijónheppin að rekast á fjóra mcnn, sem voru þar eitthvað að dunda við vega- viffgerð. Þá gat ég spurt um, hvaða veg ég ætti að taka til Lyndhurst. Það kom sér líka vel, því að í fljótfærni hafði ég tekið staða feil, og ég hélt að Lynd- hurst væri mikið nær og mikið meira til vesturs en raun varð á. Frá þeim stað, er við stóðum á, töldu þeir vera 8 mílur til Lyndhurst. Ég taldi mig örugga með að ná þangað í björtu. En samt sagðist ég nú heldur vilja vera á þjóðveginum þangað, Jrví að þá gat ég þó tekið vagn seinasta spottann, ef áð knífði. Svona rétt N'Í'TT KVENNABLAÐ 4

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.