Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 8
vitum mér, gerðist ég svo skáldleg og frjó í andanum, að ég sagði þessari litlu ensku konu, að ég væri píla- grímur utan af íslandi, komin til þess að heimsækja gröf Florence Niglilingale. Þetta fannst henni alveg afbragðs gott tiltæki af mér. Sannarlega held ég, að þessi pílagríms hugmynd mín hafi átt rót sína að rekja lil mjög merkilegrar garr.allar bókar, sem Kata vinkona mín á Isle of Wight hafði gefið mér til þess að lesa mér til sálu- bóta. Mér voru víst manna dæmin, þótt ég notaði „Pilgrims Progress", mér ofurlítið til framdráttar. Konan fór víst og sótti móður sína, til þess að hún gæti einnig fengið að sjá þennan merkilega gest. Það skeði víst hvort eð var ekki á hverjum degi, að píla- grímar frá íslandi vitjuðu nýbýla þeirra. Og áður en langt leið var þar komin 3ja konan, en víst af tilviljun, úr nágrenninu. Þessar konur voru allar málreifar og skemmtilegar. Ég gleymdi því í bili, að ég var að ferð- ast um hálfgert útilegumannaland. Þarna tók ég nú upp kortið mitt og sá nú að Lyndhurst var æði langt undan. Samt kom málið á vegalengdinni hjá þessum konum heim við það, sem vegavinnumennirnir liöfðu sagt mér. En áður en ég lagði af stað aftur, sagði hús- freyjan við mig, að í því tilfelli, að ég kynni að verða seint fyrir skyldi cg hérna niður frá, þar sem ég sæi pó tboxið við veginn snúa til vinstri á veg til New- Bridge, þá kæmi ég á aðalveginn og gæti þá tekið mér vagnfar, ef mér sýndist svo. Þetta sýndist mér mesta þjóðráð og lofaði cg hátíðlega að notfæra mér það. Ég var létt í spori eftir að ég hafði fengið kaffi og blandað geði mínu við góðar og ráðhollar kynsystur. Þessi vegur minn reyndist ekki fjölfarinn, sú einasta vera, sem ég mætti þarna var kona, sem kom á móti mér á reiðhjóli. Loks rakst ég þó á nokkrar beljur, sem stóðu á veginum og gerðu sig líklegar til að elta mig af einskærri forvitni. Hefði ég ekki verið gamal- kunnug þessari dýrategund, hefði ég mátt hræðast nærgöngli þeirra. Þarna voru nokkur bændabýli í þyrpingu rétt við veginn og nú blasti við mér stór rauður stöpull, sem auðvitað var póstboxið, þar sem ég átti að leggja leið mína lil vinstri handar. Leið mín hafði legið um skó- laus heiðaflæmi, þar sem trjálundir voru aðeíns á stöku stað, en víðsýnið breiddi út marglitan töfra- faðm sinn í allar áttir. Eftir að ég hafði tekið stefnu mína til New-Bridge fór að þyngja í lofti og ekki leið á löngu, að Iogn-regnið fór að seytla yfir mig. Ég trúði á upprofið og dró mig undir laufkrónu stórs lims, sem var rétt við veginn. Ekki þurfti ég að bíða lengi, því að þetta varð aðeins stutt skúr. Þegar ég kom til New-Bridge, var ég svo heppin, 6 að rekast þar á karl, og þótt mér sýndist hann fremur útilegumannalegur og fáskiptinn, réðist ég í að spvrja hann um þjóðveginn til Lyndhurst. Kail þessi var mjög skýr og skorinorður. Hann sagði, að þjóðvegurinn væri annar vegurinn hér frá, en ég kæmi eins vel á hann, þótt ég tæki þennan næsta, því að hann lægi yfir á þjóðveginn. Ég tók það ráðið, sem vænna var, því að það bar mig meira í rétla átt að taka þennan næsta veg. Eftir stundarkorn var ég svo kominn lil Cadnam, sem er smá þorp, þar sem 4 aðalvegir um New-Forest mætast. Þarna sá ég þó nokkuð glæsilegt veitingahús, svo að ég hugði mér gott til að fá mér te og brauð, áður en ég legði út í aðal þykkn skógarins, sem liggur á milli Cadnam og Lyndhurst. Ég fékk þarna sæmilega vol útilátið eftirmiðdagste, og hjóst nú við að hafa skóginn í einum áfanga, þótt það séu um 4' mílur. Það hafði rignt, meðan ég stóð við, og þegar ég kom að skógarjaðiinum hrikalegum og drungalegum af væt- unni, hrulu mér af munni orð skáldsins, er sagði: „Drottinn leiði drösulinn minn, drjágur verdur síSasti ájanginn“. Hér mátti þó lesa á einum vegvísi krossgölunnar, „Lyndhurst". Þann arminn tók ég fegins hugar og hraðaði mér inn í skóginn, sem umlukti veginn og myndar víða hvelfingu yfir honum. Nú var auðséð að ég var komin á þjóðbrautina, því að luxusbílarnir þutu fram lijá mér hver um annan. Ég var hálf slæpt og lúin og renndi til þeirra löng- unaraugum um leið og þeir geystust áfram. Og allt í einu átti ég nú að detta í lukkupottinn. Herramaður einn bremsaði bíl sínum og kallaði til mín, sem rölti hinum megin við veginn; hvort ég ætlaði langt að ganga? „Til Lyndhurst“, svaraði ég umbúðalaust. „Það er langur vegur“, svaraði sá mæti maður. Bauð mér að koma inn í bílinn og verða sér samfeiða. Það lét ég ekki segja mér tvisvar, þvi að ég vissi vel að skógurinn var drjúgur og tekið var fast að halla degi. Ég hélt að karlinn ætlaði hreint að rifna af undrun, þegar ég sagði honum þjóðerni mitt og þar ofan í kaupið, að ég væri nú í dag að koma gangandi frá gröf Florence Nigthingale. — „Hvað varstu að fara? Komstu með blóm?“ Ég mátti láta mér lynda að nota þctta ljó'a og stutta orð, nei. Þótt ég hefði fegin viljað geta haldið dálitla ræðu um það, að einhver fín sam- bönd sóma kvenna hefðu kjörið mig til þess að heiðra minningu Iíknarsysturinnar, með því að leggja blóm- sveig á leiði hennar. Framliald á bls. 8. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.