Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 13
stað að ná drengnum. Sigga fékk snuprur og snoppung fyrir aðgæzluleysið og ekki bætti það hennar málstað, að Dóra kom heim með drenginn og sagði að boltinn væri farinn í lækinn. Stelpan hefði farið að kássast í að skola úr læknum og látið krakkana eiga sig. Svona gat Dóra verið ógerðarleg í sér, hugsaði Sigga, þar sem hún hljóp grátandi niður með lækn- um í þeirri von að finna boltann. Henni fannst allt fólkið á þessu heimili vera það lakasta, sem til væri í veröldinni. Jafnvel strákarnir út í Víkinni fundust henni talsvert skárri þessa stundina. Það var hræði- legt að vera annars staðar en hjá mömmu og pabba. Henni létti tailsvert, þegar hún sá boltann svnda í hring á lygnu viki, sem skarst út í annan bakkann. En hvað drengurinn yrði kátur að sjá hann aftur. Hún var úti með drenginn, meðan litla stúlkan svaf og lét sem hún hevrði ekki. þegar húsmóðir hennar var að kalla á hana í matinn. Hún hafði alls enga matarlvst. Þegar leið að þeim tíma, sem hún hurfti að fara að leita að kúnum, (það átti hún að sjá á því hvar sólin værii) fór hún inn með drenginn. ..Þarna kemurðu bá, vesa- lirgs óláns biálfinn,“ sagði húsmóðirin h'Iæiandi. „Vertu nú bara ekkii svona roluleg á svipinn. Það lít- ur út fyrir að Lillu ætli ekkert að verða meint við bað- ið. Svo ''aritu að fá bér einhevrn bita áður en 'bú ferð.“ En Smga hafði ekkj nokkra matarivst. Grátkökk- urinn kom á nv upp í hálsinn á henni. Það leit út fvr- ir að hann ætlaði aldrei að yfirgefa hana hennan dag. ,.Þú skalt nú reyna að koma kiinum í fiósið á réttum tíma,“ sagði bá gamla konan. „Eg gæti hugsaS mér að Björn talaði eitthvað við þig, ef þú kemur kvrlaus heim ofan á allar skvsstirnar. sem þér hafa orðið á í dag“ ..Maður fer nú varla að greina honum frá því,“ sa"S; Sínnin. ..Eg sá kýmar út 1 Löngubrekku rétt eftir mið’an daginn“. Sig<ra hl’óp út í Lönsruhrekkn, en þar voru engar kvr. Htin varð að revna nð leita lengra, en það varð árangurslaust. Hún var líka svo ókunnug og hafði því Hjd gröfinni. Þú blundar vœrt á beði, en blómin skreyta svör'S, því hann, sem lííiS léSi þig leiddi burt af jörS. Hann einn má sorgir sefa og særSum veita þrótt. Ó, viltu guS mér gefa þinn geisla á sorgarnótt. Sœrún. litla hugmynd um, hvar þær héldu sig vanalega. Hún snéri því heimileiðis. Þarna stóðu þær í túninu og hámuðu í sig, sá hún, þegar hún kom á næsta leiti við bæinn. Hún hljóp eins hart og hún gat og rak þær inn í fjósið. Vonandi að enginn hefði séð til hennar. Sú von brást eins og flestar aðrar. Gamla konan hafði verið lögð af stað til að reka kýrnar úr túninu. Nú jós hún yfir hana nýrri dembu og hótaði að klaga hana fyrir ódugnaðinn og bjálfaskapinn. Það var svo sem ekki undur, þó að svona unglingum væri hælt. Það þætti allt gott handa sveitafólkinu. Húsbóndinn og Bensi voru á leið sunnan af steklcnum. Þeir höfðu ver- ið að rýja nokkrar ær, sem Bensi hafði fundið. Fyrir húsbóndanum átti víst að klaga hana. Hún læddist út í fjárhústóft og tróð sér inn langa, dimma geil, sem í var mikið af lausu heyi. Ur því hlóð hún háan vegg fyrir framan sig. Nú var hún orðin ósýnileg þeim vonda heimi, sem hún þurfti að lifa í. Það væri siálfsagt betra að vera dáin eins og Jói litli. Hún trúði því, sem pabbi hennar hafði sagt henni, að honum liði ósköp vel. En samt vildi hún lieldur vera komin heim að Bjarnabæ en láta bera sig upp í kirkiugarðinn á Höfða og láta sig ofan í mold- ina. Það var svo hryllilegt. Hún hevrði að Dóra var að kalla á sig, en henni datt ekki í hug að geana, heldur skvldi hún sofa hér í nótt, en fara inn. Kannske það yrði búið að fvrirgefa henni óhöppin á morpmn. Það varð hún þó að játa, að það hefði oft veri'ð hlý- legt við hana, einkanlega Siffrún. Hún vafði skvlu- klútnum sínum utan um höfuðið, svo heyið vrði ekki eins óviðfeldið os k’ökraði dálitla stund áður en hún sofnaðí, eftir að hafa lesið allar bænir, sem hún kunni og beðið frá eigin brjósti til bess góða Guðs, að senda sér einhverja hjálp, svo að hún gæti komizt burtu héðan. Hún var btiin að vera hér tæpan mánttð sár óánægð og sífellt lasin, og átti eftir að vera eina tvo þrjá mánuði, áður en haustiÖ kæmi. Hún gat ekki hugsað sér, að sá tími liöi nokkurntíma. Eina vonin var. að pabbi hennar kæmi inn eftir einhvern darinn til að vita. hvernig henni liði, há ætlaöi htin að hiðja hann að lofa sér lieim. Hún vaknaöi við að einhver nefndi nafn hennar, ekki hó míöff hátt. Það var rödd húsmóðurinnar. „Auminaia stelpubjálfinn. hvert skvldi hún hafa fa’iö. Ég heyrði að mamma var að hóta henni að klaga hana fvrir Birni. luin hefur sjálfsagt falið sig mnhvers staðar.“ Svo kallaði hún afttir. Sivga heyrði afJ það var Dóra, sem var með henni. Hún lá á kafi í heybingnum og hreyfði sig ekki. Henni var ekk- ert kalt. Eitthvað voru hær að snúast innanum tóftina og f’árh''siS. Sigrún saCTði: „Það verður eins os fvrr, ómögulegt að hafa nokkra stelpu hér fyrir mömmu. NÝTT KVENNABLAB 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.