Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Blaðsíða 12
„Mér finnst þú nú hreint ekki koma í neina vinaheim- sókn til frænku þinnar, heldur sem illgjörn naðra, sem reynir að særa hana.“ Sigga Jónudóttir starði alveg forviða á Þorbjörgu, svo snaraðist hún út og skellti hurðinni á hæla sér. Jóna hafði ekki komið* að Bjarna- bæ síðan þau skattyrtust Jónas og hún, en nú kom hún þetta sama kvöld og Signý heyrði að henni var mikið niðri fyrir. Hún gerði Signýju bendingu um að finna sig fram í eldhús. „Ég segi nú bara eins og er, að mér er ekki sama um það, sem ég heyri fólkið vera að hvískrast á um, að Sigga sé bara í rúminu vegna þess að Jónas hafi sagt henni að vera það. Og þetta er haft eftir Grétu í Móunum,“ sagði hún. „Ég vildi óska að það væri sannleikur, en því er nú ver að svo er ekki. Hún er áreiðanlega mikið veik,“ stundi Signý. „Nú er verið að sækja lækni í kaupmannshúsið. Hún er veik gamla frúin, tengdamóðir hans. Mér finnst þú ættir að tala við hann og fá hann til að líla á krakk- ann. Ef hann segir að ekkert sé að henni þá líklega læturðu hana ekki liggja í rúminu, hvað sem Jónas segir. Hann er alltaf með bölvaða sérvizkuna, sem enginn getur liðið. Það var svo sem enginn rosli í Þor- björgu í dag við Siggu mína. Hún er svipuð og hún hefur verið í munninum,“ sagði Jóna með lítilsvirðin- arsvip. Signý fór að taka til í borðstofunni og klæddi Siggu í hreina nátttreyju. Samt var hún hálf hikandi. Hún yrði fátækleg í augum læknisins borðstofan hennar, eftir að hafa verið í kaupmannshúsinu. Hún fór til Þorbjargar í Nausti og spurði hana ráða. Hún sagði að það væri bara sjálfsagt, og það sem meira var, hún bauðst til að fara ínn eftir og biðja lækninn að líta inn til hennar. Signý gekk heim ólíkt hressari en hún hafði verið. Hún hafði dálitla von um að læknirinn mundi létta af henni kvíðanum og áhyggjunum, sem nístu hug hennar og hjarta nótt og dag. Kvíðann fyr- ir að ný þrautabyrgði yrði lögð á sínar veiku herðar. Nokkru seinna sást Þorbjörg fara inn í Vík með slegið sjal og skúfhúfu og glansandi silkisvuntu. Gréta í Móunum kallaði til Signýjar, þegar hún vissi að Þor- björg var komin úr kallfæri. „Hvert er Nausta-kerl- ingin eiginlega að fara í sparifötum. Ætlar lnin kann- ske að fara að gifta sig? Signý fór inn án þess að svara. Hún hafði víst ekki heyrt til grannkonu sinnar. Það leið ekki á löngu þar til læknirinn var kominn inn í baðstofuna í Bjarnabæ. Augun í Siggu litlu voru eins og í hræddum fugli, þegar hún sá hann. Hún þóttist vita, að hún væri komin fast að því að deyja, fyrst læknirinn var kominn. Þorbjörg í Nausti settist á koffortið við rúmstokkinn og hélt um hendina á henni. „Þú skalt nú bara vera róleg, vina mín,“ sagði 10 l'au. iseiii komiist at Fáar vom fremrí henni, * fékk hún manninn þrettán ára, á því enginn virtist vandi. Veizlan bezta hér á landi. BruSurin svo blíS í svörum, bros á hvers manns vörum. Drykkjarföngin: dýrar veigar. Dátt var Gissuri. í skapi, friSarins þó fyrst aS gœta, fyrir allt hann vildi bceta. GJafir, bœSi gull og lendur gaf á báSar hendur. Þar varS lukkan lausbeizláSa lítiS meir en tveggja nátta, kveikt var þá í háum höllum af herranum frá MöSruvöllum. BráSum úti œvintýrí, aska Flugumýri. Af Flugumýrarfjölskyldunni fjögur liurfu í dauSans greipar, en sagan geymir gögnin mörgu um Gissur jarl og Ingibjörgu. Endurminning’ átti sára ekkjan þrettán ára. Til Gissurs enginn œltir rekur úr eldinum þó fimur slyppi. Ef til vill, ef aS því hyggur til Ingibjargar róin liggur. Og ekki vild’ ég á þeim skipta, aum var jarlsins gifta. G.St. hún. „Hann gerir þér ekkert blessaður læknirinn. Seg- ir bara hvað að þér er og hvort þú þurfir að liggja lengi í rúminu.“ „Ég veit að ég þarf að liggja. Ég gæti ekki verið á fótum, þó mig langaði til þess, en mig langar ekki vit- und til þess, bara að liggja og hvíla mig.“ Læknirinn sagði að barnið yrði að liggja minnsta kosti eitt ár án þess að stíga í fæturna. Helzt vildi hann, að hún yrði flutt á sjúkrahús. Þetta væri hrygg- skekkja, sem nú væri nokkuð algeng á unglingum. Hann sagðist líta inn til hennar, þegar hann væri á ferð hér í Víkinni svo fór hann. Signý grét ólán sitt NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.