Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Blaðsíða 13
fram í búri, þegar læknirinn var farinn. En þar var enginn friður fyrir forvitnum nágrönnum. Gréta í Móunum hafði séð til ferða læknisins. Hún kom hlaupandi ofaneftir. Þegar hún sá Signýju útgrátna datt henni í hug, að eitthvað hefði komið fyrir. „Hvaða erindi átti læknirinn til þín, góða mín. Hefur eitthvað komið fyrir ykkur. Ég meina slys?“ sagði hún og stóð á öndinni af ákafanum. Signý sagði henni eins og var. „Skárri eru það ósköpin, að liggja í heilt ár. Hef ég nú aldrei heyrt annað eins. Þeir gera nú líka úlfalda úr öllum mý- flugum þessir læknar. Aumingja manneskjan, þú. Náttúrlega hefur hún verið pýnd af þrældómi þarna fram frá. Svoleiðis fer það með alla unglinga í sveit- inni. Ég ætti að þekkja það.“ „Hún var farin að kvarta um í bakinu lÖngu áður,“ sagði Signý. „Bara að ég hefði aldrei látið hana fram eftir.“ Gréta fór heim aftur dauf í hragði. Rétt á eftir kom Jóna inn til Signýjar. „Jæja, hvað sagði þá læknis- skepnan?“ spurði hún. Signý varð að segja henni sömu tíðindin. „Ég á nú bara engin orð yfir þessa armæðu. Ætli hann né nú ekki einhver bullu kollur þessi lækn- ir. Annars ætti maður nú ekki að segja það. Þetta er svo hálærður maður, en það er tæplega að hægt sé að trúa því, að svona lagað sé satt,“ sagði Jóna og fór inn í baðstofu, lil að sjá með eigin augum hvernig Sigga litla liti út. Hún lá þarna föl og mögur í tá- hreinu rúminu. Það hefði verið hægt að hugsa sér, að hún væri dáin, ef augun hefðu ekki verið opin. Þor- björg sat enn við rúmstokkinn. „Þetta líður allt ein- hverntíma, Sigga mín,“ sagði Þorbjörg, þegar Jóna kom inn á gólfið. „Maður þarf svo sem ekki að sækja það til neinna spekinga,“ hnusaði í Jónu. „Dagarnir verða líklega frekar langir fyrir aumingja Nýju. Það eru meiri ósköpin, sem lögð eru á hana, að þetta skvldi nú koma fyrir á eftir hinum ósköpunum. Ég skil nú bara ekki í, að nokkur manneskja eigi við annað eins iað stríða og hún. Ég veit eina manneskju, sem kennir í brjóst um hana, aumingjann.“ „Mér fannst nú meiri ástæða til að kenna í brjóst um Siggu litlu,“ sagði Þorbjörg stuttlega. „Þú þykist víst vera að því,“ sagði Jóna. „En heldurðu, að það séu ekki dálítil vonbrigði fyrir Nýju, þar sem hún var nú búin að hugsa sér að fara fram í sveit með Munda litla og kúna og vera þar í sumar, fyrst hún losnaði við Jóa litla.“ „Hún getur víst farið það, ef hún hef- ur löngun til þess,“ sagði Þorbjörg. „Ég skal hugsa um Siggu litlu og Jónas, ef liann kemur í land, meðan hún er í burtu.“ „Það kalla ég vel gert af þér,“ sagði Jóna og flýtti sér fram til Signýjar til að segja henni NÝTT KVENNABLAÐ fréltirnar. Signý bjóst við, að það mundi hressa sig mikið, ef hún gæti farið burtu einhvern tíma. Það var eins og allir gerðu sér að skyldu að sýna Sig- nýju og dóttur hennar samúð og vinarhót. Jónas kom sjaldan heim, því báturinn, sem hann var á lagði upp hinum megin fjarðarins, þar var fiskigangan meiri. Sjó- mennirnir í Víkinni kölluðu til Munda litla í Bjarna- bæ, þegar þeir voru að koma af sjónum og köstuðu til hans fiski í soðið handa mömmu hans. Hallfríður í Bakkabúð kom með stóran strammaklút og fínt alla- vega litt garn.“ í þetta áttu nú að sauma stafi. Sigga mín,“ sagði hún. „Ég get sýnt þér aðferðina. Þó þú saumir ekki nema einn á dag, verða þeir orðnir sjö eftir vikuna. Það verður svolítil dægradvöl fyrir þig.“ Einn daginn kom gamla prófastsfrúin. Hún hafði með- ferðis tvo áteiknaða hvíta dúka ásamt fínum kökum og súkkulaði. Svo var frænka hennar hjá henni, sem ætlaði að SPgja Siggu til við útsauminn. Hún kom tiplandi út eftir annan hvern dag þessi „salla fína fröken“, eins og nágrannakonurnar á Tanganum köll- uðu hana. Þá kom Þorbjörg í Nausti með tvær fínar nátttreyjur, sem hún gaf henni. „Það er bara svona,“ sagði Gréta í Móunum, „það bera þær allir á höndum sér. Það hefði varla komið með þetta heim til mín, þó dóttir mín hefði lagst í rúmið. En það er nú kannski ekki óhreystin í börnunum mínum. Kenna sér aldrei meins.“ Jóna frænka sagði, að prófastsfrúin væri ekki að h.afa fyrir því, að gefa henni Sigríði sinni hvorki eitt né annað, þó hún þrælaði hjá henni fyrir ekki neitt. Þáð yrði líklega helzt aðfinnslurnar og jagið, sem hún fengi í kaup. Það var alltaf að dofna hljóðið í Jónu yfir veru Siggu í prófastshúsinu. Jónas kom heim einn daginn. Jóna frænka kom á móti honum inni í Vík og heilsaði honum með hlýjum kossi. Það var í samúðarskyni, því ekki voru tengda- ástirnar svo miklar að kossar væru vanalegir. Hann tók þessari hlýju kveðju liálf kuldalega eins og vant var. „Nú eru bágar ástæður í Bjarnabæ, Jónas minn! Það á ekki úr að aka- fyrir aumingja Nýju, og aumingja þér!“ sagði Jóna. „Nú, hvaða hrakföll ertu nú með í fréttamalnum,“ sagði hann. „Það er nú bara svoleiðis, að læknirinn kom hingað í Víkina um daginn. Ég dreif í því, að hann væri látinn líta á Siggu litlu. Hann bara segir, að hún verði að liggja rúmföst í heilt ár. Herra minn góður! Þú getur nú nærri hvort Nýja er ekki eyðilögð. En það er nú ekki alveg víst, að hún þurfi að vera svo lengi í rúminu.“ „Þú álítur þá kannske ekki lengur, að hún liggi í uppgerð. Kannske hefði hún ekki verið svona illa komin, ef hún hefði ekki farið inn að Sléttu. Það varst þú, sem mest og bezt gekkst fram í því að korna henni þangað.“ Jóna 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.