Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 3
NÝTT
KVENNABLAD
16. árgangur.
2. tbl. febr. 1955.
Aniin frá Moldnúpi:
Pílagrímsferö (il grafar Nightingale og Síoney-Cross
Einu lífverurnar, sem ég sá úti í þessu litla þorpi,
voru tveir karlar, sem sátu og ræddu saman í sólskin-
inu og nokkrir kettir, sem flatmöguðu í kringum hús,
þar sem te var auglýst. Ég snéri þangaS. Stór kona
fremur óhrein kom brosandi á móti mér. En þegar ég
nefndi kaffi, hvarf brosið fyrir alvörusvip, því að hún
hafði ekki neitt kaffi.
Rétt neðan við brekkuna sá ég standa mjög voldugt
veitirgahús. En að spyrja þar um kaffi var að fara í
geitarhús að leita ullar.
Ég spurði þá ofur mæðuleg, hvort að hvergi mundi
vera hægt að fá kaffi þar í þorpinu. „Jú, líklega í
gertahúsi Maríu, hérna spölkorn lengra með veginum,"
sagði stúlkan, sem stóð í „barnum" og skenkti tveimur
mönnum freiðandi 81.
Ég ske'ðaði á stað til hennar sankti Maríu minnár,
því þaðan vænti ég mér nú alls þess góða í þessu
þorpi eða þá, að ég skyldi ekki hafa neitt af því.
Þarna stóð þá gestahús Maríu, á vinstri hönd við
veginn, hvítt og yndislegt. umvafið þeim fegurstu og
stærstu blómum, er ég hef augum litið. Þetta Hktist
mest undur-fögru ævintýri. Og þarna kom María sjálf
á mót-' ínér, b'úf og björt eins og liliublóm.
Kaffi skvldi' ég sannaríega fá. Og hún leiddi mig til
stofu, sem ^afði bann vegginn næstum af tómu gWi,
sem út í blóma'ra'-ðinn snéri. Vart hafði ég komið á
fegurri og friðsælli srað, bar sem dauðlegum og synd-
ugum mönnum var ætlað að búa. Eg hafði heldur
aldrei á æfirni smakkað annað eins kaffi eins og bað,
sem hún María mín kom nú með. Ég lét mig hafa að
bið:a um tvo fkarnmta. Eg var ekki komin heim og það
•var ekki víst að slíkt góðgæt-' vrði á vegi mínum fyrst
um sinn. María mín bekkti fólk, sem hafði ferðast um
Island, og það hafði látið hið bezta yfir öllu saman
hjá okkur.
FurSu létt í lund og kvik í spori lagSi ég nú leið
mína gegnum himinháan furuskóg, sem liggur með-
fram veginum milli Emery-Down og Stoney-Cross. Það
vissi ég um þennan skóg, aS furan hafSi verið gróður-
sett þarna fyrir 70 árum og að sumar fururnar voru
sagðar að hafa náð 150 feta hæð. Þær báru nú líka
við heiðbláan himininn. En þaS sá ég brátt, að lang
hæstar voru þær í skjólinu í nágrenni Emery-Down.
Eg var einasta manneskjan, sem rann þarna eftir veg-
inum. En allt umhverfis mig var fullt af iðandi og
suðandi lífi. Skógurinn ómaði af margrödduðum fugla-
söng, baub nautgripa, hneggi hrossa og allar mögu-
legar raddir úr ríki náttúrunnar bárust að eyrum méf.
Ég vissi að í skóginum bjuggu margs konar lífverur,
svo sem svört svín og hirtir, sem þó eru þar orðnir
fágætir. Ég hafði ekki dug í mér til þess að fara út
af veginum og skyggnast um í skóginum, nema þá rétt
utan viS vegar röndina. Alls staSar voru brómberja-
runnar og ég tíndi mér til matar á göngunni. Ég hugs-
aSi um þaS, hve gaman væri aS leggjast út í New-
Forest, dálítinn tíma í september, ef hægt væri aS fá
einhvern samhentan sér til félagsskapar. ÞaS væri, gott
aS hafa aðsetur í einhverju þorpinu. En leggja upp í
könnunarferðir að deginum til, því alb staðar er hægt
að fá vagnferðir milli staða við og viS.
Mörg hús eru hér og þar um heiðina, það sá ég, því
áður en langt leiS varð skóglaust mér á vinstri hönd.
Eg þóttist viss um, að ég væri senn komin til Stoney-
Cross, bæði af því, að ég vissi að þangað voru tæpar