Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Qupperneq 4

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Qupperneq 4
4 mílur frá Lyndhurst og líka kannaðist ég við lands- lagslýsinguna. Einhvers staðar hafSi ég lesiS um það, að af hæðum í nánd við Stoney-Cross sæjust hæðirnar á Wight í góðu skyggni. Það var ekki um að villast. Þegar ég stóð og litaðist um mót suðri, þar sem kjarr heiðin breiddi s:g, eins langt og augað eygði, þekkti ég hæðimar á Hvítu eyjunni minni við sjónrönd. Nú skiptist hún í tvennt um lægðina við Fresh-Water-Bay. Ég ákvað að setjast niður og nota mér að sóla mig stund í blíðunni, áður en ég lenti forsælu-me<rin við skóginn. En það er ekki allt gull, sem glóir, þótt allt væri umvafið gróðri og fegurð þá var ekki mjög mjúkt að setjast, því að sannarlega hefur jörðin ekki svikið skapara sinn um að bera þarna þyma og þisla. En þá mundi ég eftir að ég átti þó einn gamlan og góðan vin á þe'sari framandi heiði. Það var nefnilega beiti- lyngið okkar, sem þarna skartaði sínu fegursta skrúði, ásamt heiÖinni, sem er mjög lík því á lit, þótt heiðin sé hævri, blómstærri og heldur litsterkari. Ég settist þá örugg og óttalaus, flötum beinum ofan í blóma- beð beitilyngs’ns míns. Það tók mér líka með mestu blíöu og ekki spillti heiöin, sem bjó með því úr, því að blöð hennar eru mjúk eins og silki. Mér fannst, að hún væri frúin, þar á heim linu. Þar sem ég sat þarna og horfði aödáunaraugum á litlu fögru blómknappana beitilyngsins míns, rifjaðist upp fyrir mér heilgisögn, sem cg hafði einhvemtíma heyrt heima í Ásólfsstaöa- kirkiu endur fyrir löngu. Það var í árdaga, þegar Drottinn skapaði blómin og sendi hau :afn hraðan hvert til síns staöar. Þá var það, að litla beitilyngið sagði: — Ég vil gjarnan fara og reyna að klæða beru klappirnar barna í no<-ðTinrt. Þá brosti Drottinn, kvssti beitilyngið og gaf því óteljandi fjölda smá blóma. Með hessum sömu blómum skanar það enn þann dag í dag, hvort sem maöur mætir því norður á Melrakkasléttu, eða á Suður-Englandi. Eng- inn, sem sér blómstrandi beitiylngið getur gleymt ynd- isþokka þess. Þegar ég hafði dustoð af mér fisiö og var aftur komin út á þjóöveginn, ók lúxusbíll fram hiá mér. Hann snarrtanzaöi þá, og út úr honum leit fríð og brosmild kona, sem spurð' mig um, hvort ég vildi ekki koma upp í bílinn. Maöur, ámóta fríður og hug- þekkur sat við stýrið. Sannarlega langaði mig ekki inn í bíl í þessu fagra veðri og umhverfi. En ég gat ekki fengið af mér að vísa á bug greiöv’kni þessa fallega fólks. sem sýni- l"ga langaöi til hess að geta orðið einhverium að liði. Ég settist umsvifalaust upp í bílinn, en sagði um leið, að ég ætlaði nú til Rufusarsteinsins. „Það ætlum við nú líka,“ sagði maðurinn. Eins og áður barst mér 2 hjálpin á réttum tíma. Ég hefði víst haldiö áfram of langt til vesturs, ef ég hefði verið ein. En nú komum við á vegamót og þar beygði þessi nýi vinur minn aftur til baka, hinum megin við furuskóginn. Það eitt vissi hann, að hann átti að gera, en hann vissi ekki fremur en ég, hvar steinninn mundi vera. Ég sagði þó, að hann hlyti að vera inni í skóginum, því að örin, sem varð konungi að bana, átti að hafa runnið til baka frá eikartré. Það er alveg satt, sagði sá enski. Nú komum við að stóru veitingahúsi við veginn. MaÖur stóð úti. Bíl- stjórinn kallaði til hans og spurði um steininn. Sá vissi ekki neitt, en hljóp inn til þess að spyrja. Aftur komu þær upplýsingar, að næsti afleggjari til vinstri lægi til steinsins. Eftir stundarkom hrópaði ég: „Þarna er þaö.“ „Þú sást það á undan mér,“ sagði frúin. Leiöin lá ofan í djúpt dalverpi. Þar stóð lítill, svartur marmarasteinn, þar sem með gullnum stöfum var sagt frá þeim vof- veiflega atburði, er þarna skeði á síöari hluta 11. ald- ar, er Vilhjálmur Rufus, eða II. eins og hann Iíka er nefndur, fannst örendur á sama blettinum, sem steinn- inn stendur á. Meðan við stóðum og horfðum á stein- inn, kom hópur af fólki, sem líka vildi fá að lesa þetta gullna letur með eigin augum. Við vikum þá til hlið- ar, því nú höfðum við lokið erindi okkar við Stoney- Cross. Þessi góða, enska kona sagði mér í fáum dráttum ævisögu sína. Hún var ættuð frá Norður-Englandi. En hún giftist til Kent og bjó þar, því að þaðan var rraöur hennar. Hún rauk í að klaga Suður-Englend- inga fyrir mér, sagði að þeir væru miklu ógestrisnari og verri en hennar ffömlu grannar. Það væri ekki einu sinni hægt að fá að gera þeim greiða, sér til gleði. Það þýddi ekki neitt að bjóða þeim að lyfta þeim upp í bíl, þótt þeir yrðu á vegi manns. Svo mætti maður bara vera hungraður að flækjast um meSal þeirra, þetta væn ekki neitt, sem þeir létu af hendi rakna fyrir pen- ingana. Hún væri búin að segia manninum sínum, aS þaö þýddi ekki neitt að vera að kaupa mat. Ert þú ekki svöng, hefur þú getað fengið nokkuð al- mennilegt að éta? spurði hún mig loks. Ég lét hið bezta yfir minni vist hjá vinum mínum á SuSur-Eng- landi. Henni létti stórum við þetta. En samt varaði hún mig nú við heiminum, og að ég mætti passa mig að láta ekki svík'a mig, þar sem ég væri ein á ferð. En ég sagði fullum hálsi, að mig hefði dreymt engla áður en ég fór í þessa ferð og ég væri ekki hrædd um að neitt illt henti mig. „Ó, nei hér eru engir englar,“ sagði hún tortryggin. Þegar ég ætlaði að kveðja þau þarna, sögðust þau NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.