Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 6
SVÖRTU AUGUN OG STRANGAR SIÐGÆÐISKRÖFUR Enskar konur eru háar og grannar. Þær hafa fagr- an litarhátt og eru trúar mönnum sínum. Þær hafa lítiS ímyndunarafl. Franskar konur eru litlar, kvikar og liprar, fallega klæddar og mönnum sínum ótrúar. Þær hafa auðugt ímyndunarafl. Hollenzku konurnar eru stórar og luralega vaxnar, vel litkaðar og glaðlyndar. Þýzkar konur eru fyrst og fremst þýzkar. Þær láta ekki klippa hár sitt, en setja það upp í hnút í hnak'k- anum. Sænskar konur eru alvörugefnar og háttvísar. Norskar konur eru innilegar og eldfjörugar. Dönsku konurnar eru orðhvatar og aðlaðandi. En spánskar konur eru fegurstar kvenna. Ljósbrún ávöl andlit þeirra eru yndisleg og töfrandi. Hin svörtu augu þeirra breytast í einu vetfangi. Þau eru stundum þunglyndisleg og dreymandi eins og regn eða óveður sé í aðsigi, en verða svo á svipstundu eins og glamp- andi sólskinsdagur, full af hamslausri kæti. Hárið er svart, én sumar lita það Ijósgult, til þess að líkjast kynsystrum sínum á NorSurlöndum, sem þær öfunda mjög af hinu bjarta hári. Og þegar spönsk kona á von á barni, biður hún þess daglega í kirkjunni, að barniS, sem hún gengur með, verði ljóshært. En sjald- an fær hún bænheyrslu. Líf spánskra kvenna er yfirleitt mjög svipað því, sem gerðist meðal kvenna í Vestur-Evrópu í kringum 1880. Þær eru mjög afturhaldssamar um margt og halda fast við fornar venjur. Spönsk kona á erfitt með að trúa því, að enskir og danskir eiginmenn þykist ekki of góðir til þess að hjálpa konum sínum viS uppþvott- inn, og séu ekkert feimnir við að aka barnavögnum á götum úti. Ef faðir hennar, eiginmaður eða bróðir gerSi eitthvaS svipað, þá myndi hún óðara hætta að bera virðingu fyrir honum, og sjálf verður hún þó oft og einatt að vinna utan heimilis, til þess að sjá fjölskyldu-sinni farborða. Siðgæðiskröfur, sem gerðar eru til ungra kvenna á Spáni, eru mjög strangar. Leiki nokkur minnsti vafi á því, að stúlkan sé að öllu leyti óspillt, er mjög erf- itt fyrir hana að fá gjaforð. í þessu eins og mörgu öðru gætir greinilega áhrifa hinna fornu Araba. ÞaS er andi frá kvennabúrunum, sem enn lifir. Það er ekki fyrr en á allra síSustu árum, aS ungri stúlku á Spáni leyfist aS ganga úti ein meS unnusta 4 sínum, og aSeins fyrir klukkan 9 að kvöldi, er það leyfilegt. Óski þau að vera saman eftir þann tíma, t. d. fara saman í leikhús, en leiksýningar hefjast venju- lega ekki fyrr en kl. 11, þá verða þau að hafa með sér eftirlitskonu. Spánskar konur mega eftir lögum giftast úr því að þær eru 14 ára. Samt eru langar trúlofanir algengar á Spáni, jafnvel svo árum eða áratugum skiptir. Þessi siður virðist eiga nokkurn rétt á sér, því aS hjónabandið varir í raun og veru það sem eftir er ævinnar. Fólk frá Norðurlöndum brosir sjálfsagt með vor- kunnsemi, er það heyrir, að ekkert verra skammar- yrði er t'l á Spáni en að vera kallaður carnudo, en 'þaS þýSir kokkáll. Og ef giftur maður, sem hefur ver- iS svikinn af konu sinni hef nir sín ekki svo að um munar, t.d. drepur konuna og elskhuga hennar, en slíkt er ekki hegningarvert eftir spánskum lögum, þá mun hann óhjákvæmilega verða aS athlægi og vera fyrirlitinn af meðbræðrum sínum til æviloka. Þess vegna líta Spánverjar niður á Frakka, nágranna sína, sem, taka létt á slíkum málum. En eigi að síður fylgja spánskar konur stranglega öllum tízkureglum frá París í klæðaburði. Og óvíða í heiminum mætir maður betur búnum konum en í Barcelona og Madrid. Fyrsta krafa til fegurSar á Spáni, er að yera fót- nettur. Og til allrar hamingju þurfa fáar spánskar konur stærri skó en nr. 34—35. Á skónum eru einatt slaufur, bendlar og bönd, sem þær binda hátt upp á ökla. Þá er það hárið og hárgreiSsIan, sem skiptir miklu máli. Margar konur bera enn hina hefSbundnu greiSslu, skipta hárinu fyrri miSju enni og greiSa þaS slétt niSur með vöngum og hafa stundum fléttu, sem snúin er um hnakkann. Hattur er ekki notaður nema við sérstök tækifæri og krefst þess ,að annar fatnaður sé þá með miklum glæsibrag. En allar konur ,sem eiga þess nokkurn kost, bera stóra og áberandi skart- gripi og gimsteina, og það meira að segja hversdags- lega. MikiS er af börnum á Spáni, fimm til sex hjá hverri fjölskyldu, og væri heilsugæzla í betra lagi, myndi þau vera enn fleiri. Á sv:Si lækninga ríkir feiknamikil hjátrú, sem oft dregur dilk á eftir sér. Spánverjar hafa mesta dálæti á börnum sínum, og NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.