Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 7
hvergi í Evrópu sér maður jafn vel klædd börn. Mæð- urnar sauma fötin oftast sjálfar. Fátæk kona neitar sjálfri sér fúslega um miðdegisverð, til þess að geta keypt nælonsilk.borða, sem hún bindur um hár korn- bainsins, þó að hár þess sé ef til vill svo lítið, að því verði tæpast við komið. Vinnukonur á Spáni, sem fara burt frá húsbændum sínum til þess að gifta sig, geta á hverjum morgni allt sitt líf komið og drukkið súkkulaði hjá fyrri húsbænd- um sínum. Fyrir ýmsa, sem orðið hafa fyrir fjártjóni eftir borgarastyrjöldina, er það ekki lítill baggi, að veita öllum beina, sem áður hafa unnið á heimilinu. En frúrnar á Spáni halda fast við þennan sið, þó að þær sjálfar verði að borða þurrt brauðið til þess að geta fylgt honum. Fyrir skömmu spurðf kona ein, sem var blaðamaður á Spáni mig, hvað ég áliti um stöðu konunnar í þjóð- félaginu í landi hennar. Ég sýndi þá léttúð að svara því til, að mér virtist, að í þessu efni væri þjóð hennar hundrað ár á eftir tímanum hér í Evrópu. „Hundrað ár!“ hrópaði hún. „Getur það ált sér stað? — Við böðum börnin okkar að minnsta kosti eins oft og þið, og við höfum pencillin í lyfjabúðum okkar. Siðakröfur okkar eru gamaldags, það er satt. En ef þær skapa okkur hamingjusamt heimilislíf, hvers vegna ættum við þá að færa okkur fram um þessi hundrað ár? Lausl. þýtt. — M.J. ÚR BRÉFI FRA.WINNIPEG i Þrettándi jóla: Það hefur verið ritað um margskonar álfa, þessar undurfögru, áhyggjulausu, glaðværu verur, ástdrukknir af ilmandi jurtum. Þeir húa sér til töfraheim, ósýnilegan og eru dýik ndur og dáendur allra fagurra lista. Með töfrasprota sínum heilla þeir hugi manna og glæða fegurðartilfinninguna hjá þeim, svo að það kemur eigi ósjaldan fyrir að þeir verða fyrir óþreyf- anlegum áhrifum frá þeim.. Álfamir verða snortnir af blóminu, er það hreiðir fegurð sína og ilm móti þeim, en gjöra sér ekki í hugarlund, að það .er ekki blómið sjálft, sem veldur hrifning- unni, heldur hið leynda hugboð, sem það flytur. Þeir verSa skáld um örstutt tímabil, og sælukennd tilfinning hrýzt fram úr fylgsnum hugrenninga þcirra. Teiga sætleikann. Óllkt er mjög meS mönnum og álfum. Menn hænast oft að því, sem daprar geS og gjörir heiminn aS tára-dal. Þeir hafa mikla nautn af raunum slnum og telja sig nokkurs konar píslarvætti hér á jörð, þó að í rauninni séu þeir ekki nema þaS, sem þeir hafa kepnst við að vera, bölsýnis, dapurleika menn. Álfarnir unna fegurðinni meira cn nokkru öðru undir sólinni. Hún er þeirra matur og drykkur. Þeir endurnýjast við fögnuð augna- bl'ksins. Ifefðu þeir ekki fegurð fyrir augunum, mundu þeir smásaman dofna og kulna eins og mennirnir. Þá er að læra af álfunum aS vera glaðlyndir menn. Byggja sér skýjaborgir, þegar myrkrið vill svelgja oss, og um fram allt: glæðum fegurS og þrótt í sálum vorum, þá endist okkur lífið eiliflega. Lovísa Bergþórsdóttir. O/ /P LAUSAVÍSUR Eftir Lilju Björnsdóttur. KULDI Flest í heimi virðist valt, vetrarmörk ei linna, hendur dofnar, hjartað kalt, hvergi yl að finna. Trega eg löngum tíma þann, sem tæra hrifning vakti, þegar mér f blóði brann bál, sem kuldann hrakti. Ef ég frýs og flónsku græt og flestu ísar granda, blessuð dísin drauma mæt döprum lýsir anda. Skáld í Hveragerði 6purði mig oft, hvort ég væri búin að hitta „ástvin minn.“ Þó vegur minn enn sé bjartur, beinn, á betra ei kosið verði. Eg gæti nú fleiri átt en einn „ástvin" í Hveragerði. Á leið til Hveragerðis. ÁnægS burt f frí ég fer, frelsis teyga af brunni. Nú skal ég reyna að skemmta mér í skálda-nýlendunni. EIGNAFRAMTAL Herra sá, er heima skóp og hjálpar þeim, sem líða, hann gaf mér kofa og krakkahóp og kraftinn til að striða. Um stjórnmálaflokka. Frama þann, sem flokknum hjá fyrr var hægt að sanna, láta má sem legstein á leiði hugsjónanna. Þegar ég komst í Sundlaugarnar, í fyrsta sinn eftir stóra læknisaSgerð. Læknar eru listamenn og lífsins mikill kraftur. Lof sé guði, lifi eg enn, f laugina komst ég aftur. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.