Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Page 10

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Page 10
Guðrún frá Lundi: ÖLDUFÖTL FRAMHALDSSAGAN „Það hefur aldrei orðið til annars en ills eins.“ „Jæja lagsmaður,“ sagði Jóna gul af gremju. „Ég skal ekki troða þig eða þína um iær, það máttu vera viss um. En mér hafa satt að segja fundizt kjör systur minnar svo bágborin, að hún hefði gott af því að ein- hver liti inn til hennar, sem skildi hennar erfiðleika og reyndi svona heldur að lífga hana upp.“ — „Henni hefur víst orð.ð lítið hughægra við þínar heimsóknir,“ ansaði liann jafn úrillur og fyrr. Svo skildu þau án þcss að kveðjast. Signý sat við suðurgluggann og sá til ferða manns síns, en ekki hreyfði hún sig til þess að taka á móti honum. Hún gat svona hér um bil hugsað sér hvernig hann tæki þeim fréttum, sem biðu hans heima. Kenndi henni sjálfsagt um þetta fyrst hún lét Siggu fara i sveitina án hans samþykkis. Þarna mætti hann Jónu. Það losaði hana þá við að segja honum frá heimilis- ástæðum þeirra. Hann bar þó nokkuð fyrirferðar- mikinn pappakassa undir hendinni. Hvað skyldi svo sem vera í honum? Hann var kominn inn á baðstofu- gólf áður en hún lauk við þá gátu. Hann heilsaði konu sinni hlýlega. Það gerði hann alltaf, þegar hann kom af sjónum. Það var búið að færa rúm Siggu inn að glugganum, svo hún gæti notið sólarinnar og útsýnis- ins. Hún hafði sofið, en vaknaði við umganginn og rétti hendurnar í áttina til pabba síns. Hann laut nið- ur að henni og kyssti hana. „Hvernig líður þér núna, blessaða mæðubarnið?“ sagði hann. „Þetta var ágætt að færa rúmið að glugganum, svo sólin geti skinið til þín. Ólíkt eða hafa þig þarna fram í horni.“ „Það var Þorbjörg í Nausti, sem fann upp á því,“ sagði Signý. „Svo gaf hún henni spegil, svo hún gæti séð hvað gerist fyrir utan gluggann, því ekki má hún hreyfa sig, þessi veslingur. Þvílík ósköp, að Drottni skyldi þóknast að leggja þetta á okkur á eftir hinu.“ „Það var ágætt, að Þorbjörgu skyldi detta þetta i hug,“ sagði hann. ,-Það eru margir góðir við hana, síðan hún fór í rúmið,“ andvarpaði Signý“ en það stoðar náttúrlega Iítið. Það eru langir dagarnir fyrii okkur báðar“ bætti hún við. „Það eru nú sjaldan of langir dagarnir hjá þeim, sem þurfa að vinna og gera það,“ sagði Jónas. „Ann- að fyrir þá, sem rúmfastsir eru.“ Hann settist á rúm- stokkinn hjá dóttur sinni tók upp vasahnífinn sinn og skar sundur spottann utan af kassanum. „Ég var víst hérna með eitthvað, sem gæti stytt þér stundirnar ofurlítið, góða mín,“ sagði hann. Það var víst dóttir hans, sem átti þetta ávarp, hugsaði Signý ekki laus við gremju. „Jóna hefur sagt þér hvernig komið var,“ sagði hún lágt.“ „Ég var búinn að frétta það,“ svaraði hann og tók pappakassann upp. Hann hafði eitthvað að geyma, sem var vandlega stoppað. Innan úr öllu stoppinu kom falleg silfurlit klukka. „Þetta áttu nú að eiga og hafa hjá þér, svo þér finnist ekki tíminn eins lengj að líða.“ „Það er gaman, því héðan get ég aldrei séð á klukk- una,“ sagði Sigga og þakkaði pabba sínum innilega fyrir. „Það er nú ekki öll dýrðin, þar sem hún er séð, Sigga mín,“ sagði hann brosandi. „Ef þú lætur þenn- an litla vísir á 2 eins og hún er núna, skaltu heyra hvort hún getur ekki skemmt þér enn betur.“ Og klukkan fór samstundis að spila svo dásamlega fallegt lag að Mundi litli. sem harði komið inn á gólfið rétt í þessu, gleymdi alveg að heilsa pabba sínum en stóð og horfði agndofa á þetta djásn, sem komið var í bæ- inn. „Skárri er það dýrgripurinn, sem þú kemur með banda henn:,“ sagði Signý fálega. Henni fannst hann hefði alveg eins getað glatt sig með bessari giöf. Sigga hefði getað liaft hana hjá sér, þó hún hefði ekki átt hana „Það má'til að gleðia hana, fyrst hún á svona bágt,“ sagði Jónas. Svo tók hann stóran bolta með fall- egum myndum upp úr kassanum. Þá mundi sonur hans eftir að beilsa honum, því auðvitað átti hann að fá þennan bolta. „Þetta er handa þér, og þennan á Tryggvi," sagði Jónas. ,.Þú geymir hann handa bonum Signý“. Það var eitthvað eftir í kassanum ennþá. Þarna kom falleg kaffikanna, sem rétt var i sömu átt og boltinn og þar á eftir kaffikvörn. Hann hafði munað að kvörn- in var fann að mala illa og kannan hafði það til að leka með túðunni. Það hýrnaði líka fljótlega yfir konu hans, og gremjan hvarf algerlega úr huga hennar, þegar fínt bleikt yfirsjal bættist við. Hún kyssti bann fyrir glaðninguna, sem hann hafði komið með handa þeim öllum. Glöðust var þó Sigga yfir klukkunni. Gré‘a í Móunum leit inn, rétt þegar verið var að hella á nýju könnuna fram í eldhúsinu, en innan úr bað- stofunni hevrðist þetta klingjandi fagra lag, sem klukkan spilaði. Hún skellti á lærið af undrun. Skárri var það fínyndis varningurinn, sem kominn var heim í Bjarnabæ. Auðvitað varð hún að setjast inn og drekka kaffisopa, sagði S’gný. Signý var búin að kvíða svo lengi fyrir því að maður hennar kæmi heim, en þá varð heimkoman svona óvanalega ánægjuleg. NÝTT KVENNABLAÐ 8

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.