Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 11
„Þú hefur svei-mér gert góSan túr núna, Jónas," sagði Gréta. „Þvílík ósköp, sem þú kemur með heim handa konunni og börnunum. Það hefði verið heldur betra fyrir karlinn minn að ráða sig á sjóinn, eins og ég vildi, en fara í kaupavinnu. En hann vill helzt aldrei á sjó koma, þó þar sé heldur mejra í aðra hönd." „Það getur nú brugðizt, sem sjórinn auðgar mann," sagði Jónas. „Hann fær þó alltaf visst kaup á vikuna við heyvinnuna og vinnur þar að auki fyrir fóðri handa kúnni, en ég get ekki hugsað til þess að fara af bátnum meðan svona aflast. Heldur kaupi ég hey." „Ég trúi því, að þú farir ekki að vinna í landi meðan þessi uppgrip eru fyrir hendi," sagði Gréta öfund- sjúk. „Og þú Sigga mín með fallegu klukkuna þína. Það vildu víst margir eiga svona fallega klukku. Það bara bera þig allir á höndum sér, síðan þú fórst í rúmið og það er áreiðanlega fallega gert, en bað sýn- ir það líka, að mamma þín er ekki mjög illa kynnt hérna enda drekka margir kaffi hjá henni." „Eg er nú ekki búin að sýna þér allt það, sem mér hefur verið gefiS síðan ég lagSist," sagði Sigga viS pabba sinn. „Það geri ég, þegar þú ert búinn að drekka kaffið." „Signý er náttúrlega vel kynnt," sagði Jónas glettn- islegur á svip," og ég er nú að vona, að ég sé þaS líka, þó okkur semji ekki sem bezt. Það gerir hvað þú ert fljót að reiðast stundum, og þá gæti ég ímyndaS mér að Jóna mágkona blessaði mig ekki svona fyrst um sinn." „Já, þú segir það satt," sagSi Gréta. „Ég er bráðlynd, en það er fljótt úr mér aftur. Það er nú svona, þegar ástæðurnar eru erfiðar, þá verða skaps- munirnir örari, það ættirðu að vita sjálfur. Reyndar finnst mér þú vera undra hress núna eins og þínar heimilisástæður eru." „Þetta batnar með tímanum, Sigga mín er stillt. Mér kom þetta ekki á óvart. Hún hefði átt að vera komin í rúmið fyrir löngu," sagði hann. Þegar búið var að drekka kaffið sýndi Si.isa beim hvað hún væri búin að sauma út. Strammaklúturinn var næstum búinn. Það var svo gaman að sauma í hann. Pabbi hennar hældi henni fyrir hvað hún væri búin að sauma marga stafi og hvað hún gerði það vel. „Þetta er nú eitthvaS sem gaman er að föndra við," sagði Gréta. „Líklega þætti Jakobínu minni gam- an að eiga svona og hafa tíma til að suma í það, en aldrei hefur hún minnst á það einu orði. Það er ekki til í hennar fari að öfunda nokkra manneskju." „Það er nú varla hægt að öfunda Siggu mína," sagði Signý dauflega. Þá kvaddi Gréta í snatri og hljóp heimleið's. Daginn eftir fór Jónas á sjóinn. Sigga sá hann ganga inn göturnar. Hún þekkti hann frá öðrum, þegar hann var kominn fram á bryggju. Spegillinn sýndi henni þetta. Hann var svo eftirlætislegur. Hún gat horft í hann heilu og hálfu tímana. Nú fóru svo margir inn götuna með marga áburðarhesta, þeir voru að flytja ullina í kaupstaðinn. Einn daginn vissi hún ekki fyrr en spegillinn sýndi henni, hvar Bensi kom hlaupandi innan úr Vík. Skyldi hann ekki líta inn til hennar? Hún hafði varla hugsað þessa hugsun til enda, þegar hann stóð við rúmstokkinn hennar. „Nú finnast mér heldur bágar fréttir, sem heyrast af þér Sigga litla," sagði hann. „Hvað heldurðu að þú verðir lengi í rúminu?" „Sjálfsagt þangað til næsta sumar," sagði hún. „Ég er hætt að kvíða því. Það eru bráðum liðnar 6 vikur síðan ég lagðist. Þetta líSur allt einhverntíma. Mér líður betur núna, en meðan ég var á fótum. Bensi kom með brjóstsykur og fint brauð í bréfpoka handa vin- konu sinni. Svo tók hann nokkuð stóran böggul upp úr tösku sinni og lét hann ofan á sængina. „Þetta bað Sigrún á Sléttu mig að fá þér. Hún sagði að þaS væri frá krökkunum." Sigga varS alveg hissa, þegar hún var búin aS taka brcfin utan af honum kom í ljós svæfill meS fínu milli- verksveri utanum, alveg eins og litlu systkynin á Sléttu áttu. Svo fylgdi annaS ver og hvítt sængurver. Svona var hún góS við hana þessi kona, sem hún hafði hlaup- ið burtu frá. Hún hafSi líka aldrei verið öðruvísi, en góð við hana, nema þegar hún hafði komið með litlu stelpuna rennblauta upp úr læknum. Þá hafi hún stað- ið sig skammarlega þann dag.«Það var hún búin að sjá fyrir löngu. Allt var það Dóru aS kenna. Samt var hún sjálfsagt góS aS einhverju leyti. ÞaS voru víst allir. „Fellur þér vel á Sléttu?" spurSi hún. „Verð- urðu þar í allt sumar?" „Já, ég verð þar fram yf- ir göngur. Hér hef ég ekkert að gera fyrst bátur- inn minn er tapaður," sagði hann. „Kerlingin lætur mig afskiptalausan. Hún fær nú þó nokkuð oft að rölta sjálf eftir kúnum, og þykir það víst ekkert gott, því enga stelpu hafa þau fengið síðan þú fórst." Sigga var alltaf að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að spyrja hann eftir dálitlu, sem hún hugsaði svo oft um og hálf skammaðist sín fyrir. En hún var feim- in við að stynja því upp. Loks afréð hún þó að bera upp spurninguna, þegar hann snéri að henni bakinu. „Hefurðu sagt strákunum frá þv^ að ég kyssti þig þarna um nóttina, þegar við skildum. Ég var víst þó nokkuð sifjuð." Hann brosti glettnislega. „Hvaða strákum ætti ég að segja frá því?" „Það eru víst ein- hverjir strákar þarna á næstu bæjum, býst ég við." „Já, en við þá tala ég lítiS annaS en um kindur og hross. Mér hefur víst ekki dottiS í hug aS fara aS mata NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.