Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 12
þá á því þó kærastan mín kyssi mig,"„sagSi Bensi. Sigga kafroðnaði. „Ég vildi helzt að þú segðir engum það," sagði hún lágt. „Þú þarft hvorki að skammast þín fyrir að kyssa mig eða óttast að ég segi frá því. Það er ekki annað en það, sem öll kærustupör gera, að kyssast öðru hvoru. Og þú mátt vera viss um að það verðum við einhvern- tíma, raunvenileg kærustupör. Og vertu svo sæl, Sigga mín. Hafðu það gott." Svo fór hann út hlæjandi. Bína í Móunum mætji honum í dyrunum. Hún leit oft inn til Siggu og sagði henni það markverðasta, sem bar fyrir augu og eyru inn í Víkinni. Þar var hún í vist og passaði tvo htla krakka. Henni sár lciddist, en það var þó mikil bót að fá að sofa heima hjá mömmu sinni. Nú hafði hún þær fréttir að færa, að prófasts- strákarnir væru komnir úr sveitinni. Þeim hefði leiðst svo mikið. Svo höfðu þeir strítt Siggu Jónudóttur svo mikið, að hún vildi ekki vera þar lengur. Nú væri hún farin að salta fisk með mömmu sinni og væri heldur vesældarleg, greyið litla. „Jæja," sagði Sigga. „Jóna þarf þá 'ekki mikið að rausa yfir mínum vesældar- hætti, fyrst Sigga hennar hljóp úr vistinni líka." Henni þótti næstum vænt um þessar fréttir. Svo leið að því, að Signý færi í sveitina. Hún ætlaði með kúna með sér og Munda litla. Náttúrlega ætlaði hún sér að vinna fyrir töðu handa kúnni, því maður hennar var á sjónum ennþá og kæmi sjálfsagt ekki í land til að fara í kaupvinnu, eins og hann var vanur, því aflin var svo góður. Sigga var borin ofan að Nausti. Þar var rúmiS hennar látið við gluggann. en útsýnið var ekk; eins gott og í Bjarnabæ. Það sást ekki inn í kaupstaSinn. Samt kunni hún vel viS sig þar. Eftir hálfan mánuSu var mamma hennar komin heim aftur, hálfu armæðulegri en vanalega. Hún sagSist hafa fundiS, aS hún væri engin manneskja til að standa á blautum engiunum. Sér hefði IiSið sæmilega meðan unnið var heima á túninu. Svo hefSu krakkarnir verið svo hlálegir við drenginn, að hún hefði hreint ekki getað átt við þetta lengur. „Ekki spyr ég að dugnað- inum og þrautsegjunni," heyrði Sigga að Þorbjörg sagði við Hallfríði í BakkabúS. Hún vissi, að hún var að tala um mömmu hennar, en reiddist samt ekkert við hana. Hún hafði verið henni svo góð og dekrað svo við hana í mat, að hún hafðí fitnað mikiS. Hún var borin heim aS Bjarnabæ aftur, og nú stytti spegillinn henni oftar stundirnar en í Nausti. Nú fóru dagarnir aS styttast. Hún hlakkaSi til haustsins, þá kæmi pabbi heim og sæti hjá henni og segSi henni sögur. Hún var búin að lesa allar bækur, sem Hallfríður í Bakkabúð átti. ASrir áttu ekki bækur þar i nágrenninu. Pabbi hennar átti eitthvað af riddarasögum, en hún hafði Hildur Högnadóttir Hefndin sat i öndvegl og aldir iiðu hjá. Hildur Högnadöttir sat os horfði upp á. Snemma rænd að heiman, en Högnl sverðl brá. Hildnr Högnadóttir sat og horfði upp á. A móti barðÍBt Héðin, svo hvinu eggjar bla. Hiidur Högnadóttir sat og horfði upp &. l'iiu, föstbræðranna einvigin fleiri en telja má, Hildur Högnadóttir sat og horfði upp á. Er Kjartan henti sverðinu og siðan veginn lá, hún táraðist, hún Hildur, og aldrei nema þá. Vist kjarkmikil var Þorgcrður og kveið ei hefndum ná. Hildur Högnadöttir sat og horfði upp á. Lagt gegnum Bolla sverðinu og Guðrúnu sagt fri. Hildur Högnadóttir sat og horfði upp &. Enn, kappann Helga Harðbeinsson hirtinguna fá Hildur Högnadöttir sat og horfði upp a. Og s&ran, Þorgils Höllnson svikin goðans hrjá. Hildur Högnadóttir sat og horfði app á. Siðu-Hall að lokum fyr' sjónlr hennar brá. I/oksins Hlldur Högnadöttir horfið gat i'rá, Siður iiýr i Iandi og lftið til að sja. O.St. litla skemmtun af þeim. I þeim vöru bardagar og manndráp. Það fannst henni hræðilegt. Einn morgun- inn í hálfrökkrinu vaknaði hún við, að einhver kom inn í baSstofuna og tautaSi um, aS hér væri þó bless- aSur vlur. Þetta var Jóna frænka. Hún hafði ekki litið inn til systur sinnar allt sumarið. Signý kom inn með vegglampa í hendinni. Jóna heilsaSi systur sinni með kossi. ,.ÞaS pr nýtt aS sjá þig hér, Jóna mín," sagSi Signý ...Ó-iá, ég sagði manni þínum þaS í sumar, að ég skyldi ekki troSa hans heimili um tær á næstunni. ViS töluSum saman hérna inn í Víkurkróknum. ÞaS 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.