Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 13
fauk dálítið í mig, svona þér að segja en nú er ég orðin sátt við hann, karlgreyið,“ sagði Jóna. „Sagði hann þér frá rimmunni?“ „Nei, það gerði hann ekki, en ég frétti það samt,“ sagði Signý. „Jæja, við tölum ekki um það meir,“ sagði Jóna. „Það er indæl kaffilyktin hjá þér, eins og fyrri, og mér er þörf á kaffi. Ég hef verið að þræla í heyskap, hérna upp á Mýrum, þessa viku. Það var að hirða það seinasta úr engjunum. Svo dreif ég mig á fætur klukkan sex, og hingað er ég kom- in í morgunkaffið hjá þér. Ég þarf nefnilega að taka á móti fáeinum slátrum í dag hjá sveitamanni.“ „Farðu þá að hressa þig á kaffinu, þú ert svo ósköp þreytuleg,“ sagði Signý. „Sízt að furða, ég hef sjaldan þrælað annað eins og í sumar. Þú hefur svei mér haft það náðugra, enda sjaldan litið svona vel út. Það er mik- ill munur fyrir þig að þurfa ekki að hugsa um hey- skapinn. Þú hefur náttúrlega verið bundin við telpu angann í rúminu. Líklega hefði ég nú samt látið hana eiga sig og reynt að puða eitthvað utan heimilis, en það er nú kannski munur að eiga mennina til að vinna fyrir heim:linu.“ Jóna glevpti í sig kaffið. Svo fór hún að heilsa Siggu. „Mér sýnist hún nú hreint ekki þján- ingalfg, blessað barnið. Þetta er nú svo sem ekki hvít- voðungur í reifum. Hvernig er hægt að búast við því, að þú sitjir inni yfir henni alla daga?“ „Það var víst ekki ætlast til þess heldur,“ sagði Signý. „Þorbjörg tók hana til sín, og henni leið har ágætlefta. Ég var bara engin manneskia til að vinna í sveit, það verður náttúrlega dýrt að kaupa hey handa kúnni, en Jónas hefu'- ekki aetað átt við að fara af bátnum. begar svona vel aflast. Svo áttum við talsverðar firningar." ,.Það er líka látið af því, að hann hafi þénað í sumar. Það er ágætt að ykkar hagur vænkast. Hvað, sem karlinn segir, tekur mér alltaf sárt til þín, Nýja mín. Ékki er ómögulegt að krakkakvölin komist til heilsu, sem heilsa heitir. En mér þykir vera fínt í rúminu þínu, Sigríður litla. Hefur Þorbjörg gefiö þér þetta „fína- rí?“ Sigga safrði, að konan á Sléttu hefði sent sér baS. „ÞaS kalla ég einstakt, fyrst bú gekkst í burtu frá henni, en mér fprst víst ekki að tala um bað. har sem mín stelpa gekk í burtu frá prófastsfrúnni. En bað var allt því að kenna, að strákavillidýrin komu heim. Það hefur sjálfsagt ekki verið mikið gagn að þeim þar, og enginn séð eftir þeim. Þeir eru nú fjarska kotrosknir, fyrst Bensi er ekki heima. Það hefur sjálfsagt ekki allt verið honum að kenna, strákgrevinu, þó honum værj kennt um það allt. Og gott er að hevra, að bát- urinn er fundinn alveg óskemmdur, svo ekki þarf að fjandskapast út af honum lengur.“ Svo marg kyssti Jóna systur sína og dóttur hennar og flýtti sér út í kuldann. Signý stundi mæðulega yfir kjörum systur NÝTT KVENNABLAÐ ERNESTINA SCHUMAN HEINK (1861—1936) Söngur gat (kki hindrað það, að heimurinn yrði eitt ófrið- arhál. Menn, sem hlustað höfðu á söng hennar, bárust nú á banaspjótum og bróðir barðist gegn bróður. Elzti sonur henn- ar ba.ðist fyrir keisarann sinn, en hinir fjórir í skotgröfum Bandamanna. En litla gráhærða móðirin þeirra hélt áfram að syngja. Ilenni bnrst fregn um það, að Ágúst, elzti sonur hennar hefði fal'ið. Og hún hélt áfram að syngja. Hún heimsótti hermennina í herbúðunum og sjúkrahúsunum og söng fyrir þá. Áður hafði hún sungið fyrir menn, sem, fögn- uðu henni með dynjandi lófaklappi og fagnaðarópum, en nú söng hún vög',uljóð Brahms fyrir unga pilta, sem lágu hljóðir og þjáðust. Og margir af þeim höfðu engar hendur til þess að klappa með, það voru aðeins augun, sem þakklætiðl guldu. Hún söng Heilög nótt fyrir menn, sem höfðu verið drengir daginn fyrir orustuna. Og þegar hún hafði lokið söngnum, skalf hún af gfðshræri’gu, því að þessir sáru piltar gáfu henni dýrmæt- ustu g öfina, sem henni hafði nokkurn tíma hlotnazt — þeir kölluðu hana „móður,“ sama nafninu og Georg litli. Rorsary, ljóðið um hina eilífu ást, var þeim kærast, því að þeir elskuðu allir. (Frœgar konur). sinnar. Hún fann það allt í einu, að hún hafði sjálf ólíkt betra hlutskipti að flestu leyti. „ Það er gaman að báturinn hans Bensa skuli vera fundinn,“ sagði Sigga. Signý samsinnti því áhugalaust. „Skyldi hann vera kominn heim í Víkina?“ spurði Sigga. „Hvað helduröu að ég viti þaö,“ sagði mamma hennar. „Mér stendur víst líka á sama, hvort hann er kominn eSa ekki.“ Nú komu viðburðaríkir dagar. Margir sveitamenn komu í Bjarnabæ og fengu sér kaffi. Sumir lögðu tvær eða þrjár krónur ofan á sængina hjá Siggu litlu og kvöddu hana brosandi. Þá saug móðir hennar vana- lega upp í nefið og fannst að það hefði verið nær, að þær hefðu komizt í sínar hendur. Hvað hafði krakk- inn að gera viö peninga? IJenni var víst veitt, það sem hún þurfti. Svo voru aðrir, sem létu krónur í hennar lófa. Þá varS hún hýr á svipinn dágóSa stund. Svo færðist mæðublærinn aftur yfir svip hennar. Hvemig skyldi standa á því, aS hún var svo raunaleg á svipinn alla daga, hugsaSi Sigga oft og einatt. Því gat hún ekki veriö eins kát og Gréta í Móunum, sem hafði þó miklu fleiri krakka að þjóna og fæða. Þó var Gréta aldrei raunaleg á svipinn. Spcgillinn sýndi Siggu sífellt nýjar og nýjar myndir. Allir, sem áttu heima fyrir utan kaupstaðinn fóru fram hjá Bjarnabæ, sumir með marga hesta undir roiðingi. Aörir með fáa. Allir hestarnir voru svo feitir og fallegir undan sumrinu. Hana hafði alltaf langaö 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.