Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 14
Gamanleikinn „Fædd í gær", eftir Gar- son Kanin í þýð. Karls ísfelds, hefur þjóð- leikhúsið sýnt undanfarið. Það er fram- úrskarandi gaman að fyrri þáttum leik- ritsins, og á Þóra Friðriksdóttir, sem nú í fyrsta sinn er falið aðalhlutverk, sinn þátt í því. Má óska henni til hamingju með góða byrjun. En eitthvað skortir á að síðasti þáttur nái til leikhúsgesta. Hvort það er höfundi, þýðanda eða leikendum að kenna eða leikhúsgestum sjálfum, skal ósagt látið. l"6ra Friðriksdóttir sem Billic Dawn og Bcnedikt Ariuison sem Panl Verrall I „Fædd í gær". til að vera í sveitinni og kynnsat skepnunum, en aldrei fengið það fyrr en hún fór að Sléttu. En þá gat hún ekkert kynnst skepnunum, nema kúnum, og 'þær voru svo leiðinlegar að koma ekki heim á kvöldin. Einn dag'nn kom Tryggvi bróðir hennar úr sveitinni, feitur og stát;nn, og sagðist eiga lamb fram í Brekku, og það ætti að fá að lifa og verða stór kind.. „Skárra er það nú ríkidæmið, sem á 'þér er", sagði mamma hans. Þann sama dag sá Sigga, að kona kom ríðandi innan úr Vík. Hún þekkti hana, meðan hún var ennbá laneí í burtu. Það var Hallfríður í Bakkabúð. Hún hafði verið í kaupavinnu langt fram í sveit, seinnipart sumarsins. ,.Nei, mamma", kallaði hún fram í eldhúsið. „Nú er HalKr'ður að koma. Líklega kemur þá Bensi fljótlega heim líka". „Já, ia skárri er það gleðin yfir því að þau koma", hnusaði í Signýju. „Það hlýtur að verða svo mikið skemmtilegra, þegar kunningiarnir koma heim", sagði Sigera. Daginn eftir sá hún Bensa tilsýndar, en hún talaði ekki um það við mö^mu sína. Hún gat víst ekki skilið hað, hvað henni bóni vænt um mæðginin í Bakkabúð. Um kvöld- ið kom Bensi inn og settist við rúm'ð hiá henni. Hann var />Va<Vga elaður vfir 'bví að báturinn hans var konrnn í leitirnar. „Hvenær ætlarðu að sækja hann?" snu^ði Sierga. „Hann er hérna við bryggjuna", sagði hann. ..Á morgun förum við Hannes gamli á færi, það verður Jieldur meira gaman en eltast við rollurn- ar í sveitinni". „Ertu ekki hræddur um, að hann fari aftur?" spurði hún. ..Ekki mikiö", svaraði Bensi. „Þeir eru hægir núna, strákagreyin. Náttúrleffa er sá allra versti ekki kom;nn ennþá úr sveitinni. En ég tók hú svo duglega í hann í vor, að ég vona að hann láti mig í friði". 12 ANANASBÚÐINGUR (fyrir 6). 5 blöð matarlím. 2 egg. 40 gr. sykur. 3 dl. rjómi. 250 gr. ananas (niðursoðið). Safi úr einni sítrónu. í Eggjarauðurnar og sykurinn þeytt saman, egffja- hvíturnar og rjóminn stíf-þeytt sitt í hvoru lagi. Mat- arlímið leyst upp. Ananas bitarnir skornir í sundur og settir út í hrærðu eggjarauðurnar, þá matarlímið og seinast þeytti rjóminn og þeyttu eggjahvíturnar. (Vilji maður nota ananassafann, þarf eitt matarl.blað í við- bót fyrir 1 dl af safa). Örlítið af ananas má taka frá til skreytingar og y^—1 dl af þeytta rjómanum. Sett ofan á áður en fram er borið. KAFFIBÚÐINGUR (fyrir 6). 5 bló'S matarlím. 1 dl sterkt kaffi. 2 egg. 100 gr. sykur. 4 dl. rjómi. Eggjarauðurnar og sykurinn þeytt saman, kaffið sett út í, þá matarlímið. Rióminn og eggjahvíturnar, stífþeytt sitt í hvoru lagi, seinast. Matarlímsplöturnar eru lagðar í kalt vatn. Síðan er það brætt yfir gufu eða í íláti sem haft er niðri í sjóðandi heitu vatni og síðan kælt. Matarlímið er mátulega heitt, þegar ekki finnst velgja með litla- fingri og það drýpur í dropatali. Hræra verður skarpt í meðan því er hellt út í. Sé matarlímið látið of heitt út í búðinginn, getur hann mærnað eða verið of lengi að hlaupa saman. Sé það látið of kalt, fer matarlímið í kekki og búðingurinn skemmist. Þess vegna hefur það mikla þýðingu, að nákvæmni sé höfð við tilbúning allra matarlímsbúðinga. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.