Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 15
jEkkjaii á Akri Framh. af bls. 3. stormi örlaganna, hún hrópar til himins og segir: „Al- máttugi guS, hvað meinar þú?" og svarið kom. Þó saltur úðinn skvettist í andlit Auðar horfir hún stöð- ugt á brimgarðinn, þar sér hún einhvern dökkan depil, er hvarf. Nei, þarna kemur hann aftur, og næsta alda þeytir bátnum hennar beint upp í lendingarvíkina. Auður veður fram í þaraflóSiS og þreifar um bátinn, er virðist mannlaus. Loks finnur hún kaldar hendur um fremstu þóftuna og sér Gunnlaug son sinn. Hann er lifandi og ómeiddur. Gat meira að segja staðið upp og faðmað móður sína að sér .Báturinn hafði fokið upp fyrir flóðborð svo lítið þurfti að hækka hann, samt stfc'Svuðu þau hlunnana betur og gátu staulast heim. Þar inni logar ljós, og eldur í ofni, svo Auður getur hitað rúm Gunnlaugs og þurr föt handa honum. BæSi beyttu þau sinni ítrustu orku, að bugast ekki. Minn- ast ekki á ógnir dagsins. Þó vissi ékki einu sinni móð- irin sjálf, hvort hún ætti það aS þakka sljógleikanum í eðli Gunnlaugs eða sterku manndáðinni, er guð hafði gefið honum fram yfir aðra menn. Þegar Gunnlaugur er sofnaður gengur ekkjan að auðu rúmunum og grætur yfir þeim. Reynir þó enn að stilla harm sinn vegna Gunnlaugs. Nú "var um að gera, að s*anda sterk viS hliS þessa þögula manns, er sjálf- ur hafSi reynt þunga síSustu minninganna. ÞaS var hljótt í baSstofunni á Akri þessa nótt, stun- ur ekkiunnar gera engan hávaða. Gunnlaugur má ekki sjá vanmátt hennar og neyð. Auður sefur ekki. Hún kyndir ofninn, blynn:r aS drengnum sínum og hlust- ar á andardrátt hans. Ó. hvað hún þakkar þá sælu, að hafa fengið Gunnlaug lifandi heim, og endilega hann, sem hún barði aldrei skilið né elskað mest barna sinna. Nú var það Guð, sem valdi og vissi meira. SlvsiS á Akri varð harmsaga sveitarinnar, en enginn gat pkiHS. hetiudáð mæðginanna. Ástríki þeirra varð hePagt afl og aukin afköst í öllum störfum. HeimiliS á Akri var enn sem fyrr hiálparstóð nágrannanna, og gift'staður ferSamanna. Svo var það eitt kvöld, að AuSur sa^Si: „Gunnlaugur minn, ég þoli ekki lengur myrkriS viS sióinn, getum viS ekki sett þar liós, sem bátarnir sæju frá miSunum." „0, jú, betta er ekki síSur mitt á^us;arnál." segir hann, „viS hliótum að geta hrurd'S bví fram." Næsta dag byriuðu þau að grafa blett á grandanum, til að steypa stétt að stórri vörðu. Þetta var seint að hausti og kuldanepian frá sjón- um erfiS, en áhugamál beirra var heitt og þoldi enga bið. Mykrið við strendur íslands of lengi búið að verða til tións. Efst í vörðunni steypti Gunnlaugm hólf fyrir stóra lukt, er hann fyllti olíu daglega, og gleymdi aldrei að halda gluggunum hreinum. Sjó- mennirnir horfðu með undrun á þetta ljós og töldu það oft bjarga lífi sínu. Nú er Gunnlaugur giftur, tekinn við búskap á Akri og auðvitað formaður á bátnum. Ekkjan á Akri gengur troðna götuslóð niður að sjó, hún er orðin völt í spori, bogin og hrum. Hár hennar hefur hvítnað og augun breytzt, samt er þetta nú sama góða stúlkan, sem klappaði bátnum hans pabba og var fegurSardrottning sveitarinnar. Nú tyllir hún sér á tóftarbrot, sunnan viS hjallinn, og horfir til hafs. Þetta hyldýpi örlag- anna, sem tók svo mikið frá henni. Auður styðst fram á stafinn sinn og segir: „Þakka þér samt blessaða haf. Þú heillaðir ástvini mína og veittir þeim atvinnu, verndaðir þá um áratugi og skilaðir drengnum mín- um heilum heim. Þú býrð yfir voldugri tign og hlýSir boSum herra þíns." Þarna hugsar AuSur um mann- inn, sem hún hafði elskaS frá æsku, bræSur sína tvo og synina þrjá. Allar þessar minningar standa þó í ljósi haming;unnar, sem hún hafSi notiS svo lengi. En fram yfir allt þakkar hún síSustu heimilissæluna með Gunnlaugi og börnunum hans. Svo er það ljósið á grandanum, blessuð litla týran, sem Guð hafði gert svo bjarta, aS hún varS líftaug sjómannanna, bjargaði þeim heilum heim til ástvina sinna. Aldin móSir, ekkjan lúna, ein og döpur stendur núna, starir fram á sterka hafið, sty-ur sig við boginn staf og V>au ráðin, ér hún gaf. Hjálparsveit í hreinum anda hrópi nú til vorra stranda. Gœtið þess, að gamlar dyggðir geymist enn, og vaxi ört. Luktir stærri, ljósin björt. Það er dimmt á dauðans miðum, dunar ógn í sj'ávarkliðum. Bræður okkar biðja hafið bera sína kveðju heim. Biðjum Guð, að bjarga þeim. Hann er allra orkugjafi, eining hverra dáða. ViS skulum alltaf varast ein. að ráSa. Kristin Sigfúsdóttir. Þegar Agneta sá, i brúSkaupsferSinni, Paris iSandi af feg- urð og fólki, baðaði hún út höndunum og sagði: Líf! og hún áleit að allir væru að hugsa um það sama. — ... Og um hvað? — Um ástina! — (Sá sterkasti). NYft KVENNASlIÐ ¦ 'Afgré^sÍa:'F'iö'[rtisw-g' 7 í Reykjtv&k ¦ Sími 2740 » Rtutj'. og ábnu: GufSrún Stefánsd. » Borgarprent

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.