Nýtt kvennablað - 01.10.1955, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1955, Blaðsíða 6
Jules Sandeau í litla íbúð' í París, en skildi börnin eftir á Nohant. Þau skrifuðu saman — en ritstörfin voru aðeins henni ómótstæðileg ástríða og lífsköllun. Hún dvaldi í sumarleyfum hjá börnum sínum á Nohant, en þráði jafnan kvistíbúðina í París. Árið 1832 fór hún aftur til Parísar og hafði með sér dóttur sína, þriggja ára gamla (í drengjafötum), og langa skáldsögu, sem kom út undir dulnefninu George Sand. Aurore vildi ganga undir karlmannsnafni, svo beizk var hún yfir kúgun kvenna. í báðum skáldsögunum, „Indíönu“ og „Valentine“, komu fram nýjar, djarfar og byltingarsinnaðar skoð- anir á hjónabandinu og karlmönnunum. Söghetjurnar í þessum bókum eru tilfinningaríkar konur, sem leita eftir fullkominni ást, en eiginmenn þeirra láta ævin- lega fremur stjórnast af hégómagirnd eða holdsfýsn en ást. Frjálsleg sjónarmið í þjóðfélagsmálum og hrífandi landslagslýsingar stuðluðu enn fremur að því að afla höfundinum frægðar, sem náði hámarki með bókinni „Lelíu“, er vakti þó einnig gremju sums staðar. „Lelía“ (í fyrstu útgáfunni, seinna breytti G. S. henni) er djörf og hreinskilin Iýsing á sorglegum örlögum kaldrar konu. Lelía skundar frá einum manni til annars af því að enginn veitir henni fullnægingu. Hið sama gerði George Sand, þegar hún var um þrítugt, og hún varð æ vonsviknari. Hún komst að raun um, að hin frjálsa ást gat alveg eins farið út um þúfur og hjónabandið, og miklir rithöfundar gátu sem menn bæði verið lítilsigldir og grimmir. En hún hélt áfram að leita, og dag nokkurn rakst hún á skáldið Alfred de Musset. Hann var sex árum yngri en hún, grannvaxinn og glæsilegur sýnum. Hann varð ástfang- inn af henni og orti til hennar kvæði, þar sem hann lofaði hina rafgulu húð hennar, en George var hikandi. En þegar hann loks skrifaði henni: „Verið þér sælar, George, ég elska yður eins og barn . .. . “ lét hún til- leiðast. Musset flutti heim til hennar. Hún þurfti alllaf að hafa einhvern til þess að tala við, meðan hún mat- aðist, matreiða fyrir og hjúkra. Elskhugum sínum var hún í senn móðir og ástmey. Um stund voru þau hamingjusöm í herbergiskytr- unum í París. Síðan fóru þau til Feneyja. Þá fór að ganga ver. Þó að þau væru á yndislegu ferðalagi, var ógerningur að fá George ofan af því að vinna átta tima á hverri nóttu að skáldsögu, sem hún hafði lofað útgefanda sínum að ljúka við. Hún stakk upp á því við Musset, að hann ynni líka, en hann var ekki á því. „Ég hef setið við heilan dag, og um kvöldið hafði ég lokið við átta erindi og drukkið úr heilli koníaks- flösku, en á sama tíma hafði hún drukkið einn lítra af mjólk og skrifað helminginn af skáldsögu,“ sagði / hann eitt sinn hlæjandi. George fékk hitasótt, og Mus- set leitaði athvarfs hjá öðrum konum. Þegar hún var orðin hress, lagðist Musset fárveikur, og meðan hann lá, tók George saman við ungan ítalskan lækni, sem stundaði hann. í hinni gagnkvæmu afbrýðisemi þeirra Georges og Mussets blossaði ást þeirra aftur upp um stund. Einu sinni klippti George af sér hið síða, dökka hár og sendi Alfred það í umslagi. Hann grét og sneri heim til hennar einu sinni enn. Yndisleg ljóð og skemmtilegar skáldsögur urðu til í hinni stormasömu sambúð þeirra. Aftur átti það fyrir George að liggja, að ferðast með skáldsnillingi. í síðara skiptið var það tónskáldið Chopin. Þá liafði hún skilið við Casimir að lögum og fengið Nohant til eignar og umráða. Meðan á hjóna- skilnaðinum stóð varð hún innilega ástfangin af mála- flutningsmanni sínum hinum ófríða, en gáfaða stjórn- málamanni Michel de Bourges. I fyrsta og síðasta sinn hitti hún fyrir mann, sem var sterkari en hún sjálf. Hann kallaði hana heimskingja og hafði megnustu fyrirlitningu á ástasögum hennar. Hann vildi fá hana til þess að vinna að málefnum byltingarinnar, og hafði djúp áhrif á skoðanir hennar. En samband þeirra slitnaði eimiig, og olli það þeim báðum miklum sárs- auka. George Sand og Chopin bjuggu saman frá 1837 til 1848. Margir hafa ritað um sambúð þeirra, en enginn á jafn hrífandi hátt og Maurois. Það sést bezt á dag- bókum þeirra, hversu gerólík þau voru. Chopin skrif- aði oft að morgni: „Það er alls ekki hægt að una við þetta lengur,“ en að kvöldi sama dags: „Þetta er sann- arlega æðsta hamingjan.“ Það verður ekki hrakið, að með móðurlegri umhyggju fyrir hinum fíngerða lista- manni og óvenjulegum skilningi á tónlist studdi og hvatti George Sand Chopin til þess að semja tónverk, sem hann hefði annars tæplega gert. En fyrst gerði hún reyndar það, sem hún gat til þess að sálga honum ... Árið 1838 flutti hún með Chopin lil Malorca, því að loftslagið þar var talið hollt bæði fyrir hann og Maurice, son hennar, sem þjáðist af hósta. En undir eins og íbúarnir þar fengu grun um, að Chopin væri með tæringu, vildi enginn leigja þeim húsnæði, og þau urðu að setjast að í mannlausu, hrörlegu klaustri uppi í Valdemosefjöllum. Stormurinn næddi um hús- ið og það rigndi stanzlaust. Chopin sat í auðum klefa og samdi prelúdíur meðan hann hlustaði á hljóm regnsins, sem féll á’tígulsteina Karteuser-klaustursins. George tók til óspilltra málanna, gekk langar leiðir yfir vott lyng, gil og gljúfur til Palmas til að verzla, eldaði mat og kenndi börnum sínum grísku, og börnin runnu upp eins og fíflar í túni. 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.