Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAD 16. árgangur, 7. tbl., nóvembcr 1955. INGIBJÖKG I'OBGEIRSDÖTTIB, kennarl: (Vestan Ég hafði nú yfirgefiS hinar breiSu byggSir Aust- foldar meS sínum stóru búgörSum og víSlenda stór- skógi og sat nú hér í Ós í Vestur-Noregi, — þorpi ekki langt frá Björgvin. Liggur það við litla vík og ósa smá- ár einnar í þröngu dalverpi. All-þéttbýlt er í nágrenni Óss. Þó ekki þannig, að byggðin sé ein óslitin, samfelld heild. Ó, nei, sveitir Vestur-Noregs eru yfirleitt ekki þannig, heldur sífellt sundurskornar af sundum og vogum, bröttum skóg- og klettaásum, hæðum og hálsum. og þannig er sveitin umhverfis Ós. En þorpið er sem gefur að skilia aðal- samgöngu- og verzlunarmiðstöðin. Þar býr presturinn, enda er þar myndarleg kirkja með hárri turnspíru, — - álíka rúmgóð og dómkirkjan í okkar höfuðstað. Svo er þar læknir og sjúkrahús og auk þess elliheimili fyrir 20 manns. Lítið, fallegt fyrirmyndarheimili í undur fallegum brekkuhvammi. Skammt þaðan er barnaskólinn. sem Katrín vinkona mín kennir við. i Hann tekur um 300 börn, auk unglingadeildar. Eru skólahúsin tvö. Annað ný og vönduð bygging. Kom ég þangað nokkrum sinnum og heilsaði upp á krakk- ana og kennarana. Ég veitti því eftirtekt. að flest börn- in, einkum drengirnir — voru í fallegum, handprjón- uðum peysum með eins mynztri, — aðallitir hvítt og grátt. Er ég minntist á þennan smekklega og hlýlega klæðnað, fékk ég að vita, að hver byagð hefur sínar eigin jieysur, og drengirnir voru yfirleitt á Óspeysum, sem gefur að skilja. Þannig eru til fjölmargar byggða- peysur í Noregi, treyjur — eins og þar er sagt, líkt og þjóðbúningar stúlknanna. Stúlka, sem bjó í sama húsi og ég, átti t. d. fallega ullarpeysu, háa í hálsinn og hneppta að framan. Sagði hún það vera „Fana- treyju“, þ. e. peysu af Fanasveitar-gerð. Sá, sem þekkir vel inn á þessa hluti, getur því stundum getið nokkurn NÝTT KVENNABLAÐ jjalls.) veginn rétt til um, hvaðan pilturinn eða stúlkan er upprunnin eftir peysunni, sem hann eða hún ber. Er þetta vissulega héraðsrækt, sem við þekkjum lítið til hér heima. Enn halda norsku konurnar tryggð við byggðabúninga sína og nota þá við ýmis hátíðleg tæki- fæii, einkum til sveitanna. Einn dag tók ég eftir því, að óvenju margar konur voru á ferð niðri í þorpinu, sem báru þjóðbúninga. Vissi ég í fyrstu ekki, hverju þetta sætti. Litlu seinna var ég á gangi í námunda við kirkjuna. Sá ég þá ung brúðhjón halda í hægðum sínum að dyrum hennar og hverfa inn um þær. Sjálf- sagt hefur 'þá margt fólk verið fyrir þar inni, og fór mig þá að gruna, á hvaða leið þær hefðu verið, kon- urnar, sem ég þá fyrir stundu hafði mætt á þjóðbún- ingunum. En mér til dálítilla vonbrigða bar brúðurin sjálf ekki hina gömlu brúðarkrónu, heldur hvítan kjól með löngu slöri við, eins og tíðkast við nýtízku kirkju- brúðkaup hér heima. Svo hefu'r veizluborðið beðið þeirra heima, ef til vill með rjómagraut og mjúkum, heimabökuðum kringlum og flísum með af þurrkuðu kjöti, „skerpukjöti", sem þar er kallað. En þessi veizlu- kostur var framborinn í afmælishófi kennara eins, sem ég sat í Hegglandsdal, sem er í nágrenni Ósborps. Margir fagrir staðir eru í námunda við Ós. Þaðan er til dæmis aðeins um hálftíma gangur til Harravíkur. Það er lítil, yndisleg vík með snarbröttum, skógi vöxn- um klettabeltum beggja vegna. I vík þessari stendur þekktur barnaspítali. Mjög glæsileg bygging að sjá og fer orð af sem fullkominni stofnun. Umhverfið er skjóllegt og fagurt, þótt víðsýnið nái aðeins til sjávar- ins. Hefur í landi spítalans verið plantað margs konar trjá-, runna- og blómtegundum — sumum mjög fágæt- um — upp um brekkur og bergsillur, svo að segja má að spítalinn liggi mitt í sérkennilegum „botaniskum“ 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.