Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 10
Nokkur orð uin Hollywood Að segja frá Hollywood er líkt og að spæna vatni úr djúpum brunni. Margs konar verða áhrifin, þar sem loftkastalar eru byggðir án afláts, en hrynja til grunna jafnharðan. Mann sundlar að hugsa til þess. Fyrir 100 árum taldi enginn landsvæðið, sem stórborgin stendur á og skartar nú hinum skrautlegu höllum milljóna- mæringanna, nokkurs virði. Það er erfitt að segja, hvar Hollywood, landfræði- lega, byrjar eða endar. Það mætti segja, að Hollywood væri lítil útborg, en með lengstu götum veraldar. og þessi útborg hefði marga borgarhluta, Beverly Hills, Bcll Air, Westwood, Brentwood o. s. frv., sem hver teldi sinn hluta aðalborgarhlutann. Ibúarnir líta gjarnan niður á sjálfa Hollywood, eins og nokkurs konar skran- markað, sem þeir vilja helzt ekki vera bendlaðir neitt við. Halda sig innan síns bæjarhverfis og lofa sína hýru. En Hollywood er þrátt fyrir allt spegilmynd allrar kvikmyndanýlendunnar, undrunar- og slúður- bæli. „Allt á sér stað í Hollywood“ er orðtak í Cali- forníu. Það er í það minnsta öruggt, að kvikmynda- hærinn hefur sérstakt aðdráttarafl á „allra stétta fólk“. Hér mætast fleiri umboðsmenn fyrir ólíkustu þjóðir en nokkurs staðar annars staðar á hnettinum. Allir koma þangað, bæði þeir, sem eru frægir, þeir, sem hafa verið það, þeir, sem hyggjast vera það, og þeir, sem ala von um að verða það. Frá öllum skaut- um heims koma þeir. Innst inni eru þeir allir líkir hver öðrum. Þeir eru í leit að hamingjunni. Og fyrir þeim öllum, eða minnsta kosti allflestum, er hamingj- an sömu merkingar og góður orstír og frægð. Allt er þar þó breytilegt. í dag er sama kvikmynda- stjarnan allt önnur en í gær eða á morgun. Þess vegna má enginn reiða sig á loforð þeirra eða líta alvarleg- um augum á vinahót. Stjörnurnar verða fyrst og fremst að taka tillit til, hvað þeim sjálfum er fyrir beztu, það er lífsnauðsyn til að standast samkeppnina. Geðfellt er það ekki, en skiljanlegt. Sporvagnar og langferðabílar hafa fastar ferðir, en hálfur og heill klukkutími líður milli ferða. Þess vegna eru menn fullvissir um, að ekki sé mögulegt að lifa nema eiga bíl og það er það heldur ekki, að minnsta kosti þeim, sem ætla að spjara sig í Hollywood og eignast vonina um að komast sólarmegin í lífinu. Það eru tveir hlutir, sem ekki má án vera, fyrst og fremst bíllinn og þar næst falleg íhúð, svo að halda megi samkvæmi. Það er alveg ómissandi, svo að uppgötvast megi, að viðkomandi sé í raun og veru til. En langi þig að komast í kvikmyndastjörnu hóp- inn, skaltu helzt ekki fara til Hollywood, heldur láta 8 Itannveig: Guðnadóttir. Keflcivík í Keflavík er mikil atvinna og mikið fjör. — í starfsflokkum er fólk frá 13 ára aldri og fram yfir sjötugt. Hér sjáum við eina 65 ára og er hún létt og glöð í skapi, þrátt fyrir aldurinn og erfiðar ástæður stund- um. Á vinnustöðvunum gengur útvarpið allan daginn og mikið er sungið. Eitt sinn, þegar allir voru í sól- skinsskapi, bjó hún til erindi við Sjómannavalsinn og hefur það oft verið raulað. Hennar vinnustöð er í dag- legu tali kölluð „Stóra milljón“. Erindið er þannig: l Milljón er masáó og hlegiS og margt er þar jallega sagt. Hann Kalli viS stúlkurnar kátur er, þar kennir ei dramb eSa magt. En viS látum fjölina jljóta og jjörugt er sungiS hvert lag, og þrátt jyrir starjsins ys og önn viS ánœgSar byrjum hvern dag. :|: Fögnum sumri og sól, jögnum sumri og sól og syngjndi byrjum hvern dag. :|:. Það er ánægjulegt að vita fólki líða vel við starf sitt og fullorðnar konur, sem vilja vinna, hafa atvinnu. Enda hefur álit frú Rannveigar Guðnadóttur á vinn- unni verið þetta: Vinnan gerir lífiS létt, leiSindunum jargar, gleSistund, ef gætum rétt, gefur œSi margar. Hollywood koma til þín, því að Hollywood kærir sig aðeins um fólk, sem erfitt er að ná í. Farðu til Afríku og láttu Hollywood uppgötva þig þar. Þá setja þeir himin og jörð á hreyfingu til að ná í þig og borga ferðakostnaðinn. Hollywood kemur flestum fyrir sjónir eins og risa- vaxinn „Karnival“. En þegar litið er upp í lilíðarnar í kring, á hin mörgu fögru fjölskylduheimili, þar sem NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.