Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 14
Dætur Ólafs Svíakonungs. Tvíburasysturnar hittust efitr 60 ár. Myndin sýnir sænska tví- bura, systurnar Önnu Gott- sen (t. v.) og Kerstínu Karlsson, sem á þessu éri hittust í Stokkhólmi eftir að hafa ekki sézt í 60 á/. Þessi langi skilnaSur staf- ar ekki af utanlandsferS- um. BáSar systurnar hafa alla ævi veriS í SvíbjóS. Þær fæddust fyrir 60 árum á fæSingarheimili af lítt þekktum foreldrum, en voru teknar í fóstur sem kjördætur, Anna af ríku fólki, Kerstín af fátæku fólki, og lífsferill þeirra var þar meS afmarkaSur. Kerstín þurfti aS sjá um sig sjálf aS öllu leyti eftir 19 ára aldur og hefur ekki alltaf „baSað i rósum“. Anna býr í Stokkhólmi, Kerstín í sveit. Það er þrautseigju Önnu að þakka, að systurnar hittust. Hún hefur einskis látiS ófreistað (og síðast gegnum Hjálpræðisherinn) til að finna systur sína, ug í árslokin síðustu tókst henni þaS aS lokum. Kerstín var í vetur í Stokkhólmi í 3 vikur og í sumar vonast hún eftir að geta tekið á móti Önnu heima í Tranés. (Social-Demokraten). ★ ÍFR bréfí. Þá er nú íslenzka fegurðardrottningin komin heim aftur frá alþjóðasamkeppninni i Lundúnum — að vísu ekki með sætum sigri, en sagt er þó, að hún hafi vakið athygli nokkra, komið vel fram og verið þjóð sinni til sóma. Vér élítum, að sigurvænlegra mundi að senda til slíkrar san-keppni bjarthærða og bláeygða mey, sem minnti á Helgu fögru, en um hana segir í sögu Gunnlaugs ormstungu, að hár hennar var fagurt sem gullband. Norræn fegurðardrottning hlýt- ur að vera ljóshærð og norræn í útliti. ★ Þekkingin er dyggð. (Sókrates.) „Eða er það kannske, af því að hann var svona óhepp- inn í spilunum?“ „Ég hefði víst ekki farið að hrygg- brjóta hann, ef hann hefði komið til mín,“ sagði Gunn- vör. „Þær eru svona merkilegar, þessar kaupstaðar- stelpur. Það er þó ekki hægt annað að segja, en hann hafi talsvert konu .að bjóða.“ „Það langar sjálfsagt fáar til að setjast að á Litlu-Grund,“ sagði Vermundur. „Svo er Hrólfur hreint ekki skemmtilegt mannsefni.“ „Ég gæti nú trúað því, að Herdísi þætti Sigga heldur fákunnandi við sveitastörfin,“ sagði Friðrika húsfrevia. Bjarni fór út að fjósinu. Þar var barizt af mikilli heift. Toni fylgdist með, titrandi af æsingi. Frh. 12 Astríður og Ingiger'ður eiga vilja kónginn digra, en taflinu önnur tapa ver'ður takisl hinni karlinn sigra,. Hann vill eiga Ingigerði, erindinw vel fram stillir, en þar er einhver vel á verSí, vilja kóngafólksins spillir. Þessar sœnsku Svíadœtur sœtta vilja gjörvöll ríki, — gefa sig í sáttabœtur. Seint mun finnast þeirra líki. Er ekkert gengur Ingigerdi, Astríðar vex lúmskur grunur, nú skyldir vera vel á ver'öi: „Var svo mikill systra munur?“ Frjálsmannleg til ferða hugSi, dö finna þenna kónginn digra. — AstríSar svo elska dugði IngigerSar biSil sigra. Noregs drottning augaS eygir — Óttars svarta og Stefáns blóma. MikiS okkur sagan segir síSar um þá helgu dóma. Og AstríSar fagna allir sigri — enn til hennar muni felldur — þó illa missti Ólafur digri þá ungfrúna, er hann vildi heldur. C. St. ★ SVÖR VIÐ ÞREMUR SPURNINGUM á bls. 3: 1. Eftir óþekkta stúiku. í Skálholti er sagt, að maður nokkur ætti vingott við stúlku. Bar Brynjólf Sveinsson biskup þnr að og varð að orði: „Fúlt brúðkaup og fámannlegt.“ Stúlkan leit við honum og svnraði: „Og komu þó jlciri en boSnir voru.“ 2. Dr. Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands. Eisenhower, for- seti Bandaríkjanna. Friðrik 9. Danakonungur. 3. Ljóðið er eftir Steingrím Thorsteinsson, lagið eftir Helga Heligason. Anna Kerstín NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.