Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 16. árgangur, 8. tbl., desember 1955 ELINBORG LÁRUSDÓTTIR: Perlu-Sigga var hún kölluð'. Viðurnefnið hlaut hún af því að hún var mjög skrautgjörn. Hún hjó á slétt- unni og hafði part af heimilisréttarlandi og bjó ein í litlum bjálkakofa. Hún átti hest, vagn og eina kú og nokkur hænsni. Þegar hún ók í vagninum í kaupstað, til kirkju eða í heimsókn lil kunningja, nægði henni ekki að skreyta sjálfa sig. Hún skreytti líka hest og vagn með alls konar perlum og mislitum borðum og valdi sterka og áberandi liti, gula, rauða, græna og bláa. Ef Sigga var á ferð, var hún auðþekkt langt til. Orð lá á, að hún safnaði peningum. Enginn vissi þó, hve miklu henni hafði tekizt að nurla saman. En um það Ieyti, er hún lenti í ævintýrinu, fullyrtu þeir, sem til þekktu, að hún hefði verið vel stæð. Það bar við dag einn, að hún hitti ungan mann á förnum vegi, sem gaf sig á tal við liana. Það fór vel á með þeim. Að lokum fylgdi liann henni heim og sett- ist þar að. Nú hækkaði hagur Perlu-Siggu, og varð nú um hríð ekkert lát á skrevtingunni og var nú öllu tjaldað fram. Á sama tíma var ekkert of gott fyrir gest hennar, og þjónaði hún honum til borðs og sængur, og snerist í kringum hann frá morgni til kvölds. Gæfan hafði loks heimsótt hana. Þetta var auðmaður, stór- auðugur maður. Hann átti mjög stórt hús og miklar landeignir. Þegar hann var að lýsa liúsinu fyrir henni, sat hún grafkyrr og hafði sig alla við að skilia og hlusta. Hún sá í anda gömlu, stóru konungshallimar, sem hún hafði séð á mvndum, en aldrei komið í nánd við. Þetla hús líktist þeim víst. Hann sagði sem sé, að það mundi taka mánuð að ganga í gegnum allt húsið, koma inn í hvert herbergi og skoða hvern hlut. í þessu húsi átti hún að búa og lifa það, sem eftir væri ævinn- ar. Henni hefði nú nægt minna hús, en ekki var hún sú, sem úthýsti gæfunni, er hún loks barði á dyr henn- ar. Hún kom að vísu nokkuð seint og á annan hátt en hún hafði vænzt. Aldrei bjóst hún við að eignast eins konar prins, eða verða eigandi að höll og stærðar landi. Það sýndi sig nú, að lífið launar þeim, sem eru nægjusamir og geia ekki háar kröfur. Aldursmunurinn var töluverður, en slíkt var ekki vert að setja fyrir sig. Spegillinn sagði henni líka, að hún væri enn þá ungleg. Perluskreytingarnar drógu að sér athygli fólksins og gerðu hana enn ásjálegri. Jú, hún lifði um þessar mundir í ævintýraheimi. Pilt- urinn var svo einstaklega geðslegur, og góður var hann við hana, ekki skorti það, ekki var hann heldur tregur á að fræða hana um alla þá dýrð, sem hún átti í vænd- um. Um þessar mundir störfuðu fleiri tugir verka- manna að smíðum við höllina. Skiljanlega varð að gera við ýmislegt, en kostnaðurinn var víst ekki smá- ræði. Sigga, sem var að eðlisfari sparsöm á allt nema skraut, fann vel, hvað dýrt var að lifa í höll, og eiga prins. Mikið varð henni dillað, er nágrannarnir komu. Þeir þurftu að spyrja hana spjörunum úr. Forvitnin skein úr svip þeirra og augnaráði. Nærgöngulastar voru þó konurnar. Þær öfunduðu hana auðvitað. Slík gæfa hafði ekki fallið þeim í skaut. Hvað gat það verið annað en öfund, sem kom þeim til að gera ýmsar at- hugasemdir, hvaðan lrann væri og hverrar ættar? Aldrei fyrr hafði lrún heyrt spurt um ætt í Ameríku. Já, hún skyldi síðar ná sér niðri á þeim. Þegar hún væri setzt að í höllinni, og orðin stórauðug hallarfrú, myndi hún heimsækja gamlar stöðvar. IJún ætlaði að silja skraut- búin í skreyttum vagni og láta ökumanninn vera í ein- kennisbúningi. Hestarnir áttu að bera bjöllur, sem lrringdu við hvert fótmál og kynntu komu hennar. Hvað henni yrði skemmt, er þær kæmu, nágrannakon- urnar, og sæju alla þessa dýrð, sem lrenni hafði hlotn- azt á svo óvæntan en undursamlegan lrátt. Auðvitað myndu þær sperra upp álkuna og hrópa: Nei! Er þetta ekki Perlu-Sigga, sem er á ferð? Þá mundi hún reigja höfuðið aftur á herðar og svara: Ég þekki ykkur NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.