Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 4
ekki. Ég er hallarfrúin. Og svo myndi hún aka áfram. Líklega yrðu þær ekki svo óforskammaðar að gefa henni langt nef, en það væri þó eftir þeim. Jú, það var svo sem auðséð og auðfundið, að ná- grannarnir litu hana öfundaraugum. Einn þeirra kom á dögunum og fór að vara hana við þessum manni. Hún skyldi gæta sín, sagði hann. Hann væri vís til að fara illa með hana. Perlu-Sigga hlustaði á hann. Hana langaði rnest ti) þess að standa upp og gefa honum utanundir. Að hún hlífði honum var eingöngu vegna þess, að hún vissi upp á sína t'u fingur, að kerlingin hans brann í skinninu af öfund. Það var hún, sem hafði sent hann, til þess að læða grun inn hjá henni og spilla friðnum, en það skvldi engum tákast. Hún bar fullt traust til untta mannsins og það mundi hún hráðlega sýira því, hyskinu hérna, sem iðaði í skinninu af öfund. Já, það mátti nú kalla það að fara illa með eina konu, að varjra öllum auð- æfum s'num fyrir fætur hennar. Heimskingjarnir ]reir arna. Ekkert skildu beir. Það var varla hætt að seáia, að heir bæru mannjegar tilfinningar í briósti. Hún gæti bara skyrpt á þá. svo djúp var fyrirlitning hennar á þessu auma og lítilmótlega fólki. Nú fann hún hað fvrst, að hún hafði aldrei átt heima í hópi heirra. Hún hafði alltaf verið hátt vfi*- hað hafin. Því stóð alveg á sara, hvernig allt öslaði áfram og hvað sóðalegt var í kringum hað. Það sýndi betur en annað á hvaða merningarstigi það var. Illgirni þess átti sér hcldur engin takmörk, eins og að fara nú að ætla þessum ágætismanni eitthvað illt, bara af því að það þekkti hann ekki. Ekki gerði hann neinum neitt, blessaður maðurinn, síður en svo. Hann gekk svona út og inn, át og drakk og svaf, og þess á milli lék hann sér við köttinn. Það mundi ætlast til þess að hann genm út á akurinn og plægði. Þetta fólk skildi ekki, að til þess var hann allt of fínn. Mjallahvítar hendur hans sýndu, að hann hafði aldrei komizl í tæri við mold. Þegar hún var að cefa hestinum og kúnni, höfðu nágrann- arnir glott illgirnislega og spurt: Því lætur þú ekki piltinn gera þetta? Það kallaöi hann hara jrilt, ekki herra eða herramann, eins og honum bar þó með réttu. Já, hann hefði vel getaö veriö greifi, barón eða eitt- hvað hví um líkt. Stundum datt henni í hug, að hatin væri það raunverulega. Hann vildi hara ekki láta þess getið af ótta við það, að hún mundi þá hafna honum. Nei, það skildi það ekki, fólkið hérna, að hann var ekki fæddur til þess að púla í mold eða fóðra skepnur. Hún var aftur á móti vön þessum verkum, en auðvitað yrði hún að leggja allt slíkt niður, er hún kæmi í höll- ina. Hún yrði að semja sig að siöum heldra fólksins. Henni mundi veitast það létt. Hún hafði alla ævi verið svo fín með sig. Samt voru skepnur henni til mikils yndis, einkum kýr og hestar. Henni kom stundum í hug, hvort viðbrigðin yrðu ekki mikil, að taka ekki hendi til neins, og hafa ótal þjóna, sem hlýddu boði hennar og hanni alveg skilyrðislaust. Hann hafði sagt, aö þegar þau væru setzt að í höllinni, mætti hún ekki einu sinni beygia sig niöur lil að taka uyjp vasaklútinn sinn. heldur kalla á þjóninn. Hún hét lionum því, en með sjálfri sér var hún dauö- hrædd um að hún myndi stundum gleyma því, og sæist til hennar, mundi verða tekið til þess og álitið að hún væri af lágum stigum. Það var eiginlega það versta. sem gat borið að höndum, því að sízt af öllu vildi hún gera manninum sínum vanvirðu eða varpa skugga á hann. Hún þagði vandlega yfir þessum ólta sinum og hugsaði sér að gæta sín. Það voru líka hestarnir og kýrnar. Erfitt yrði að neita sér um að skiótast út í hest- hús og strjúka hestunum, eða |rá fjósið. Henni hafði alltaf þótt góð fiósalvktin, og að siá júgrin og bukkla á þeim, gæla við kýrnar var yndi hennar. Anðvitað lét hún bann ekki fá grun um þennan veikleika. Hann mundi ekki skil'a bað. Hann var fínn maður og bar engan slíkan veikleika í brjósti. Stundum furðaði hún sig á hví, að hann skvldi nna í litla kofanum hennar, og há gerði hún 'afnan allt til að fegeg Eofann innan og gera sem allra vistlegast. Hún klippti mvndir úr hlöðnm. einkum gömlum almanökum, bví að hær mvndir voru með margs konar litum og einkar falleg- ar. Þessar mvndir límdi hún á vegeina inni í stofunni, sem var eina stolan og bæði setustofa, honðstofa og sve^nherhergi. Það knm í liós, að hau höfðu sama smekk. Hami dáð'St að mvndunum. og há stéð nú ekki á heuni að krækia í fleiri og fleiri og bæta við. Hnn brá sér bara til þorpsins, sem var skammt frá, og bað kunningia sfna um gömul myndaalmanök. Þeir gáfu henni haÖ. sem heir áttu. og loks voru veggirnir inni skrevttir alls konar mvndum svo þétt. sem við varð kom'ö. AS koma inn til hennar var líkt og stína inn í sab sem fullur er af málverkum eftir fræga málara. Á meðgn hún var að líma nnn mvndirnar. var hún alltaf nrnð huorann við höllina. Einu sinni lét hún talið berast að hví, hvort ekki væru málverk í höllinni. Hann virtist annars hugar og gegndi ekki alveg strax. Ivoks sagði hann og á meÖan horfði hann út í bláinn: Jú, rrjaður lifandi, málverk, ])ar var stór salur af málverkum forfeðra hans. Þá brosti hún, en sagði ekkert. Hún þurfti ekki framar vitnanna við. Grunur hennar var þá réttur. Hann var annaðhvort greifi eða harón, algengir menn átlu sér ekki forfeöur. Hún gat ekki stillt sig, en hljóp með fregnina til nágrannanna. Mest þó til þess að sjá, NÝTT KVENNABLAÐ 2

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.