Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 8
LISTIÐNAÐARSÝNING. Frú Sigrún Jónsdóttir hefur undanfarið haldið lis-t iðnaðaisýningu í Þjóðminjasafninu og hlolið mikið lof. Mun hún byrja kennslu í Handíðaskólanum næsta haust. BLÚNDA UTAN UM DUK EÐA NEÐAN Á PILS. -1 Fitja upp 15 1., 1. umf.: 6 p. 4 1. 5 p. meS einni 1. milli, 2. umf.: 5 1. þrisvar með fastri 1. milli 3 1. 6 p. 4 1., 5 p. með einni 1. milli 4 1. snú. Þá 1. umf. og koll af kolli. Eins og myndin sýnir er brúnin hekluð ú eftir: 2 r. 3 1. 1 p. 3 I. o. s. frv. Senn kemur sólin, syngdu um jólin. Nú er úti hregg og hríS, hvergi sést nú voriS. Samt mun koma á sinni tiS sumar endurhoriS. Ský þó sólu skyggi á, skammt þú sjáir jrá þér, sumarvon og sólarþrá sífcllt vaki hjá þér. Ingveldur Einarsdóttir. Gamla áriS aS kvcðja. MóliUjfBm 1954 Stórhugur andans í loftinu líður og leihur um höfuðból. Hjaltadalurinn hrika-fríður hlaut forðum biskupsstól. Hér gerðist svo margt, sem við munum og vitum, en margt eflaust tíminn fól. Mannlífsins elfa áfram líður við erfið ogf margbreytt kjör. Trúin er orka og: arminn býður í aldanna löngu för. Hér kynti Jón helgi hinn lieilaga vita, hans meðan entist fjör. Hér g:cngu svo margir með mítur og skrúða, sem moldin geymir í dag. Menn hlýddu hér messum og báru til búða blessun lífinu í hag. — En lineykslanir komu, er heimt skyldu völdin með hörðum veraldarbrag. Er tengdu það biskupar kristnu kalli, að kúga sem valdamcnn, I»eir kusu heiminn á freistnis-fjalli. — I»að fer stundum svona enn. Lífið er barátta, örbirgð, auður, — eilíft og skammt í senn. Hér gnæfir einn maður með mítur og skrúða í minningu þjóðar hæst. Hans stórhugur hressir lirjáða og lúða, hann herjaði á ofríki stærst. T>ótt hetjan félli við ofurefli, ber andspyrnan merki glæst. Og margir rísa með mítur og skrúða í minningu þjóðar hátt. Vér lítum í sögunni liðií? prúða, ])ó lítt væri um þjóðlegan mátt. — En Guðbrandur biblíu gaf oss frá. Hólum og glæddi vorn sjálfstæðisþátt. í minninga-leiðslu göngu-gestur um gömlu kirkjuna fer. Víst mun hér gott að vera prestur, — svo voldug minningin er, og hrifningarstund í Hólakirkju hugur í anda sér. Tilveran eflaust er drottins draumur, hver dagur hans sköpun ný. IJrður, Verðandi, æðri og aumur er alföðurhöndum í. Afreksmenn gnæfa sem öldutoppar á örlagahafi þvf. — Staðurinn hefst upp í hærra veldi, þar hugsjónaloginn brann. Umhverfið hlóðst með orku-eldi, livar afburðamaður vann. Og hér gerðu fleiri Hóla fræga en hugurinn reikna kann. HÚSMÓÐIR. 6 NYTT kvennablað

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.