Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 10
"V ig'ela.rxds-ga.rðuLrinn. (Þœttir frá Noregi.) Einn er sá staður í Osló, höfuðborg Noregs, sem enginn ætti að gleyma að lieimsækja, er þess á kost. En það er Frognerparken eða Vigelands-garðurinn. Er hann fiægasti lystigarður þar í bæ. Þangað kom ég einn dag í maímánuði. Veður var hið fegursta og því ákjósanlegt að litast þar um. Ekki ætla ég mér þá dul að lýsa honum nákvæmlega, til þess munu aðrir fær- ari. Sjálfur garðurinn mun vera geysimikið landflæmi. Blöstu þar við augum vellir víðir og fagrir, h'kt og stærðar tún lreima, og trjálundar til prýðis —- en ekki til þrengsla. En það, sem fyrst og fremst gerir garðinn frægan og er hans höfuðprýði, eru listaverk hins mikla meistara, Vigelands. í hjarta garðsins gnæfir Vige- lands-súlan fræga eins og fléttuð af nöktum manns- líkömum, einkum á bernsku og a;skuskeiði. Alls staðar gægjast fram broshýr og yndisleg barnsandlit, líkt og nýútsprungnir rósaknappar. Á palli kringum fótstall súlunnar er komið fyrir höggmyndahópum. Allt stór mannalíkön og hvortveggja fögur og mikilúðleg. Þarna blasti við meitlaður í stein óður lífsins sjálfs frá vögg- unni til grafarinnar: bernskan, æskan, þroskaárin og ellin; gleðin og sorgin, þroskaþrá og æskuleikur, al- vara og íhyggli, þjáning og dauði — og von —, lífið sjálft í sínum margbreyttu myndum. Ekkert óljóst og „abstrakt11, allt eðlilegt, látlaust, listrænt, stórkostlegt. Skammt frá, en lægra nokkuð liggur gosbrunnurinn með jötnunum fjórum, sem halda uppi gífurlega stórri skál (hálfkúlu). Mér komu í hug frumöflin, sem bera uppi jarðarkringluna. Gosbrunnurinn var gerður af járni og eins stytturnar, sem komið var fyrir umhverfis hann. En „mótívið“ í þeim virtist að mestu hið sama og í verkinu kringum súluna. Þá kemur „Brúin“. Á báðar hendur meðfram henni stendur enn fjöldi högg- mynda. Flest styttur af æskufólki, konum* og körlum, oft í íþróttastellingum — afar falleg verk — af börn- um, glöðum eða hryggum. Er mér sérstaklega minnis- stæð stytta af litlum, organdi snáða. Við báða brúarsporða eru háar súlur. Efst á hverri sýndist mér vera mannslíkan. En einhver ókind í ormsdrekalíki vefur sig um mannveruna og heldur henni í heljarklóm sínum. Snilldarlega gert, en hálf óhugnanlegt. Gæti verið táknrænt fyrir bin lægri öfl, sem maðurinn er svd oft fangaður og fjötraður af. Þegar horft er yfir öll þessi listaverk, hlýtur hver og einn að furða sig á því gífurlega verki, sem þessi hamhleypa og snillingur heíur unnið og eftirlátið þjóð sinni, því að enn (1954) var hvergi nærri lokið við að koma fvrir þarna í garðinum öllum veikum hans. Vigeland og garðurinn hans er einhver dýrmætasta eign og stolt norsku þjóðarinnar. Við íslendingar sam- gleðjumst þeim, en öfundum þá ckki. Við eigum okkar Einar Jónsson. Ingibjörg Þorgeirsdóltir. Jói ALÞJÓÐA-SMÁSAGNASAMKEPPNI. Samlagt, margar meyjar alls mörgu gleyma nú. — Ein því gleymdi auslanfjalls, ar) hún var biskupsfrú. Afirar gleymdu sjálfri sól sumarifi er leifi. — Ennþá komin eru jól yfir höjin brcifi. Jól á vanga, jól á brá, jól í hreysi og höll. Gleymum ekki gufii þá, sem gcymir okkur öll. G. St. Sannsögulegt er, að kona í Sunnlendingafjórðungi gleymdi því, að hún hafði verið biskupsfrú í Skálholti. Árið 1953—1954 efndi stórblaðið New Yark Herald Tribunc til alþjóða-smásagnasamkeppni. Ritstjóri Eimreiðarinnar var fulltrúi nefndarinnar hér á landi. Voru aðeins fjórar sögur valdar úr þeim sögum, sem bárust og sendar í keppnina. Höf- undar áttu að hafa dulnefni, en senda um leið sitt rétta nafn og heimilisfang í lokuðu umslagi. I síðasta hefti Eimreiðarinnar birtist saga eftir Elinborgu Lárusd. rithöfund, sem heitir „Ástin er hégómi“. Ifún er ein af þeim fjórum, sem sendar voru í keppnina. Eftir úrslitin barst frúnni bréf frá formanni nefnd- arinnar hjá New York Hcrald Tribune. Fór hann fram á að fá rétt til þess að birta söguna í væntanlegu smásögusafni, eins að þýða hana á fleiri eða færri tungumál, flytja hana í útvarp og sjónvarp. — Sagan er nú komin út á fjórum tungumálum, ensku, grísku, finnsku og flæmsku. — Mun þetta vera í fyrsta og einasta skipti, sem frú Elinborg hefur tekið þátt í sam- keppni innan lands eða utan, og hefur því í rauninni unnið glæsilegan sigur. Er ánægjulegt fyrir Nýtt kvennablati að geta nú flutt lesendum sínum nvja smásögu eftir frú Eliiibnrgu. Loks má geta þess að verið er að þýða eina af bókuin hennar í Ameríku. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.