Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 12
„Þá eltir Hrólfur þig alla leið út í Höfðavík, það máttu vera viss um,“ sagði Bensi. „Segðu henni bara, að þú sért trúlofuð. Þá láta þau þig í friði. Þú getur sagt, að ég sé kærastinn þinn. Það Iief ég alltaf verið og verð það í alvöru bráðlega, ef þú verður ekki eins vond við mig og Hrólf.“ „Er þér þetta alvara, má ég segja kerlingunni það, ef hún annars talar eitthvað við mig?“ sagði Sigga. „Kannske ætlar hún bara að finna Friðriku.“ „Já, þú skalt bara segja henni það óliikað,“ sagði hann og flýtti sér fram. Sigga breiddi sængina upp fvrir höfuð, því að hún heyrði krakkana segja, að konan væri komin. Friðrika húsfreyja stóð úti og tók kumpánlega á móti nágrannakonu sinni, þó að hún væri henni allt annað en kærkomin í þetta sinni • „Það ber nýrra við, að þú ert á ferðinni, Herdís mín,“ sagði hún með upp- gerðar hlýju, þegar kveðjur voru afstaðnar. „Já, það hefur ekki verið þannig nágrennið, að ég hafi þurft að ónotast við ykkur,“ sagði Herdís og mál- rómur hennar var þurr og kaldur. „Fn nú er öðru máli að gegna. Ég þoli það ekki umtalslaust, að sonur minn komi hálfdrepinn heim, eftir þennan skelmi. sem 'þið hafið hér á hejmilinu.“ „Ja, hverslags ósköp eru nú að heyra lil þín,“ sagði I'riðrika. „Fg gæti hugsað mér, að það þyrfti meiri mann en rúmlega tvítugan strák til að hafa hendur í hári sonar þíns. Og það get ég sagt þér. að ekki gátum við neitt gert að því, þó að þeim lenti saman. Vissuni ekkert fyrr en Toni litli kom inn og sagði að þeir væru að fljúgast á. Við héldum það væri í góðu. Nú skaltu koma inn, Herdís mín, og drekka hjá mér kaffi. Ég vona, að þetta valdi ekki óvild okkar á milli. Hann fer af heimili okkar strax og Bjarni treystir sér til að liugsa einn um skepnurnar. Þá vona ég allt verði eins og áður milli bæjanna.“ Það léttist ofurlítið svipurinn á aðkomukonunni. Hún ræskti sig þunglega og færði sig inn í bæjardyrnar: „Ég hef að minnsta kosti liugsað mér að tala við hana þessa Sigríði. Henni finnst hún víst vera eitthvað meira en slétt og rétt vinnukona. Þvílík merkilegheit.“ „Hún sefur nú. Það var vökunótt fyrir þeim vinnu- konunum,“ sagði Friðrika. „Það er nýborið hjá mér.“ „Einmitt það. Heldur Sigríður sig kannske í fjósinu dag og nótt?“ sagði Herdís. „Nei, ónei, það gerir hún nú ckki. Þetta gekk bara svo seint. Það er kvíguskinn,“ sagði húsfrevja. Þær gengu til baðstofu. Herdís leit allt annað en hlýlega til rúmsins, sem óbreytt var yfir. „Skárri er það mann- eskjan að sofa fram undir hádegi, þó að hún vaki eitt- hvað fram á nóttina. IVIig undrar ekki. þó að svona landeyður þyki álitleg konttefni.“ tautaði hún. þegar hún gekk inn baðstofugólfið. Steinunn bóndadóttir var komin heim fyrir nokkrum dögum. Hún hafði fengið vont kvef og ekki treyst sér til að vinna lengur hjá kaupmannsfrúnni. Nú sat hún við gluggann og saum- aði rósir í hvítan dúk. „Hún situr nú hara við sauma, þessi snót,“ sagði móðir hennar hreykin, og tók fram útsaumsdót, sem flestar konur þekktu, sem komið höfðu á þetta heimili. Hún breiddi það á borðið fyrir framan grannkonu sína. Herdís horfði á það stundarkorn og sagði svo: „Fkkert skil ég í þér, að láta telpuna eyða tíma og peningum í þennan bölvaðan óþarfa. Hvað ætlar hún eiginlega að gera með þetta? Blessuð láttu þetta undir pottinn eða ketilinn, sama er mér. Bara það fari frá augunum á mér.“ „Nei, láttu nú ekki svona, Herdís mín,“ sagði Frið- rika. „Þetla ætlar hún að hafa á kommóðum og skáp- um lil prýðis. Það er nú að verða alsiða. Okkur hefði Iþótt gaman að læra þetta, þegar við vorum ungar. „Kannske þér. Þú erl svoddan hégómi, en mér hefði aldrei dottið það í hug. Það þótti gott að læra að sauma algengustu flíkur utan á sig og það var líka heldur skynsamlegra en þetta. Hvað ætlarðu eiginlega að gera úr henni? Líklega verður hún ein frúin í Höfðavíkinni. Ætli þið lendið þar ekki öll á endanum, í þessari Höfðavík? Hún er svo sem nógu blómleg möl- in þar til að lifá á henni,“ rausaði Litlu-Grnndarkonan. „Það er ekki gott að vita, hvar við lendum á end- anum,‘ ‘sagði Friðrika með góðlátlegu brosi. „En nú ætla ég að koma með kaffi handa okkur. Kannske við getum þá talað um eitthvað, sem þér geðjast að. Ég heyri, að það liggur ekki vel á þér núna.“ „Sízt er nú að furða,“ sagði Herdís. „Líklega hefði þér orðið þungt í skapi, þó að þú sért sjálfsagt skap- minni en ég — ef sonur þinn hefði komið heim eins útleikinn og Hrólfur var í gær. Storkinn af blóði, með bólgið nefið og heljar kúlu á enninu. Þvílíkur fantur hann hlýtur að vera, þessi strákfjandi. Viltu ekki láta þessa dóttur þína fara að hella á könnuna og koma með kaffið. Ég þarf margt við þig að tala, svona undir fjögur augu.“ — Heimasætan stóð upp með talsverðum merkissvip. „Ég skil nú ekki í því, að vinnukonurnar séu til annars en gera svo lítið sem það að hella á könn- una,“ sagði hún og fór fram. „Talaðu um það við hana Gunnvöru, góða mín,“ kallaði móðirin á eftir henni. „En hin? Á hún að sofa í allan dag eða hvað? Ég hef hugsað mér að tala við hana, drósina!“ rausaði Herdís gamla. „Þú lætur vinnukonurnar ráða sér sjálf- ar og þarft svq að hafa fullan bæinn af þcim. Hvernig skyldi ég geta komizt af með Brynku eina. Ég sé ekki. að það sé kæfandi ljá hjá okkur.“ 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.