Morgunblaðið - 08.07.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.07.2009, Qupperneq 25
Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Þinn tengdasonur Jóhann Helgi Sofðu vinur vært og rótt verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson.) Þinn tengdasonur Davíð Fannar. Elsku Heimir afi, í dag kveðjum við þig með miklum söknuði. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Þín barnabörn Guðný Hildur, Kristinn Helgi og Tanya Rán. HINSTA KVEÐJA ✝ Hjalti Heimir Pét-ursson fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1956. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. júní 2009. Foreldrar hans eru Kristín Gunn- laugsdóttir, fyrrv. símstöðvarstjóri, f. 21.4. 1928 og Pétur Friðrik Pétursson ökukennari, f. 16.8. 1928. Bræður Hjalta Heimis eru Gunn- laugur Hauksson, f. 31.3. 1951, kvæntur Ólafíu Lúð- víksdóttur, f. 13.1. 1954, sonur þeirra er Davíð Axel, f. 9.1. 1974, sambýliskona Berglind Goldstein, þau eiga 5 börn, og Ómar Þröstur Hjaltason, f. 6.12. 1960, d. 15.1. 1983. Hinn 25.7. 1981 kvæntist Hjalti Heimir Guðnýju Adolfsdóttur, f. 7.1. 1958. Börn þeirra eru: 1) Hulda Klara R., f. 2.2. 1978, gift Jóhanni Helga Eiðssyni, f. 14.6. 1973. Börn þeirra eru Pétur Heimir R., f. 26.5. 1999, Guðný Hildur R., f. 16.12. 2004, og Kristinn Helgi R., f. 7.2. 2002. 2) Þóra Kristín, f. 18.5. 1981, maki Davíð Fannar Berg- þórsson, f. 5.10. 1984. 3) Áshildur Margrét, f. 17.8. 1983, maki Carmen Lena Ribas, f. 7.11. 1978, dóttir hennar Tanya Rán Pálsdóttir, f. 31.9. 2004. 4) Ómar Þröst- ur, f. 7.11. 1990, maki Katrín Arndís Magn- eudóttir, f. 4.10. 1992. Hjalti Heimir ólst upp í Sandgerði og gekk þar í grunnskóla. Eftor það var hann tvö ár í Reykholti. Hinn 25 júní 1999 lauk Hjalti Heimir sveinsprófi sem vélsmiður. Hann vann við ýmis verkamannastörf. 1988 hóf hann störf hjá Eldsneytis- afgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli og vann hann þar þangað til hann veiktist í október 2008. Hjalti Heimir verður jarðsunginn frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag, 8. júlí og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Hvalsnes- kirkjugarði. mbl.is/minningar Ég sit hér inni í stofu hjá ykkur mömmu og er að reyna að skrifa minningarorð um þig, elsku pabbi minn, en það gengur erfiðlega þar sem ég er engan veginn tilbúin til þess þar sem þú varst tekinn allt of fljótt frá okkur. Ég átti aldrei von á því þegar þú veiktist í október 2008 að þú yrðir tekinn svona fljótt frá okkur. Ég var alltaf viss um að þú myndir sigrast á þessu. En þú gafst aldrei upp, elsku pabbi, og er ég þér svo þakklát fyrir að þú beiðst þangað til Jói kom til okkar frá Noregi og hann fékk að kveðja þig. Aldrei kvartaðir þú undan neinu, sama hvað gekk á. Ég og Þóra systir vorum hjá þér og mömmu síðustu nóttina þína uppi á spítala, það fannst mér gott þó að það hafi verið erfitt að horfa á þig þjást svona en allt var gert til að þú þjáðist sem minnst. Ég veit að þér líður vel núna og það voru margir sem tóku vel á móti þér og þá sérstaklega hann Ómar Þröstur bróðir þinn sem beið eftir þér með okkur uppi á spítala. Minningarnar um þig hrannast upp núna og gæti ég skrifað heila bók um þær og ætla ég að geyma þær vel í hjarta mínu. Þú varst alveg einstak- ur, elsku pabbi, það var alltaf hægt að leita til þín með allt og þú varst alltaf boðum búinn. Þú kenndir mér svo margt um daginn og veginn. Börnin mín höfðu mjög gaman af því að koma í heimsókn til ömmu og afa, Pétur Heimir nafni þinn og afastrák- urinn þinn saknar þín mjög mikið, þið voruð alltaf að bralla eitthvað saman. Guðný Hildur skilur þetta ekki alveg og það fyrsta sem Kristinn Helgi gerði þegar hann kom heim til ykkar var að fara inn í hjónaherbergið ykk- ar og leita að afa sínum. Þau sakna afa síns mikið og við höldum minn- ingunni um yndislegan afa lifandi fyrir þau. Við munum hugsa um mömmu fyrir þig. Þú varst og ert bestur og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ég mun ætíð elska þig, elsku pabbi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Góði Guð, viltu styrkja okkur öll til að komast í gegnum sorgina. Þín Hulda Klara. Núna ertu farinn frá okkur eftir ekki svo langa baráttu. Samt fannst manni þetta hafa verið heil eilífð, en þú stóðst þig eins og hetja og ég er svo stolt af þér að hafa ekki gefist upp svo auðveldlega, þú ert hetjan mín. Ég sakna þín rosalega mikið, þú gerðir svo mikið fyrir mig og varst alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla. Þú settir alltaf aðra í sæti númer eitt og svo sjálfan þig fyrir aftan og ef að þú náðir ekki að laga hlutina þá var hreinlega ekki hægt að laga þá. Þú varst alveg snillingur í að laga hluti, hvort sem það voru bílar eða annað. Þú varst alveg frábær hlustandi og rosalega gott að tala við þig. Þú varst sko vinur vina þinna og hægt að treysta þér fyrir hverju sem var. Þú varst ekkert að dæma fólk. Svo varst þú svo yndislegur við krakkana hennar Huldu og Pétri fannst svo gaman að fara með þér út að hjóla. Ég gleymi aldrei brosinu á þér þegar þú náðir loksins að sannfæra mömmu um að leyfa þér að kaupa þér mót- orhjól. Þú brostir allan hringinn og varst svo ánægður með að geta loks- ins farið út að hjóla og voru þær ferð- ir nú ófáar. Ég og Davíð ætlum að vera dugleg að taka hann fyrir þig og þú verður með okkur í anda. Svo þeg- ar þið fluttuð á Hringbrautina, hvað þú varst ánægður að fá loksins bíl- skúr, búinn að dreyma um það í mjög mörg ár. Og það sem að þú gast dundað þér þar alveg tímunum sam- an, hvort sem það var að laga bíla eða bara lappa upp á skúrinn, hann var orðinn ekkert smá flottur hjá þér, bú- inn að klæða hann, setja í hann raf- magn og hurðaropnara, rosalega flott hjá þér og þú varst rosalega ánægður með frammistöðu þína, enda máttirðu alveg vera stoltur af því. Það var rosalega gott að hafa fengið að fylgja þér alla leið, pabbi minn, ég veit að þér líður betur núna og ert hættur að kveljast og loksins getur þú hitt Ómar bróður þinn eftir langa fjarveru hvor frá öðrum, ég veit að þið passið hvor annan. Ég kveð þig að sinni, búin að skrifa allt til þín í bréfinu sem þú fékkst frá mér. Mundu að ég mun alltaf elska þig, pabbi minn og halda uppi minn- ingu þinni um ókomna tíð. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð í faðmi þínum. . Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í móti til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar. (Kalhil Gibran) Sofðu rótt, elsku pabbi minn. Þín Þóra Kristín Hjaltadóttir. Í dag kveð ég Heimi afa minn sem fór alltof snemma frá mér. Við áttum eftir að gera svo mikið saman svo sem ganga á Esjuna og Keili. Mamma og pabbi ætla að gera það með mér í staðinn. Það var alltaf svo gaman hjá okkur við vorum alltaf að bralla eitthvað saman. Við gátum dundað okkur tímunum saman í bíl- skúrnum þínum. Við fórum oft að veiða saman og á mótorhjólið þitt. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Góði Guð, viltu styrkja okkur öll til að komast í gegnum sorgina. Þitt barnabarn og nafni, Pétur Heimir. Hann frændi okkar Hjalti Heimir hefur nú látið í minni pokann eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Á tímamótum sem þessum þeg- ar einhver nákominn fellur frá er oft hugsað til baka! Okkar líf og Heimis frænda var svo samtvinnað okkar fyrstu árin að ekki eru margar minn- ingar þar sem hann er ekki! Ein fjöl- skylda tvö heimili og tvö sett af for- eldrum! Af mörgu er að taka í minningasjóðnum okkar. Ferðalög vestur til afa og ömmu, þar sem skipst var á að sitja í bílum oftast þannig að yngri bræðurnir í einum og eldri í hinum. Aðrir á skellitíkum og hinir á hjólum á eftir! Heimir var mjög handlaginn og kom það fljótt í ljós, við viðgerðir á skellitíkunum og hjólunum og bóngóður var hann. Ef einhver þurfti hjálp í fjölskyldunni við eitthvað var hann mættur, hvort það var mamma eða við bræðurnir. Með þrautseigju og útsjónarsemi náði hann oft að gera við bílana hjá okkur þegar við stóðum á gati yfir hvað var að og/eða varahlutakostn- aðurinn var of hár! Alltaf var gaman að hitta Heimi frænda því stutt var í brosið og smitaði það vel út frá sér hvar sem hann var. Að lokum fékk hann verkefni sem var erfiðara en nokkurt annað sem hann hafði tekist á við og þar sem seiglan og þraut- seigja dugði ekki til! Við kveðjum góðan dreng sem við komum til með að sakna mikið. Þegar kallað er í þig yfir, þá ekkert breytir því, en minningin mín, hún lifir mínu hjarta ávallt í. (Höf. ók.) Hvíl í friði og megi guð blessa fjöl- skyldu þína Hjalti og Margeir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ómar Þröstur Hjaltason og Ásthildur Margrét Hjaltadóttir. Látinn er náinn samstarfsmaður minn í 17 ár í Eldsneytisafgreiðslu Olíufélaganna á Keflavíkurflugvelli. Við hófum báðir störf þar í apríl 1987 þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var tekin í notkun. Vart er hægt að hugsa sér betri starfsmann en hann, því honum var strax falið að vera í forsvari fyrir viðgerðum og viðhaldi allra þeirra tóla, tækja og bíla sem tilheyra þeirri starfsemi. Fljótlega komu í ljós hæfileikar hans til að lag- færa og gera við allt mögulegt sem upp í hendur hans kom, þó hann væri að mestu sjálfmenntaður. En seinna meir jók hann menntun sína og rétt- indi samfara fullu starfi. Vinnustaður okkar mótaðist mjög af þeim góða hópi starfsmanna er þar hófu störf og starfa þar margir enn 22 árum seinna. Við vorum nánast eins og stór fjölskylda og allir vissu allt um alla og deildum gleði og sorgum. Ég ætla að leyfa mér að segja að Heimir var perlan í þessum flokki, einstök geð- prýði hans og hjálpsemi í garð okkar verður aldrei fullþökkuð. Mér er mjög minnistætt orðatiltæki sem Heimir notaði oft, jafnvel þegar mað- ur vænti annars svars: „Það er allt í lagi“. Ég kveð með þínum orðum, það verður allt í lagi, Guðný og fjölskyld- an þín munu standa saman nú sem fyrr. Blessun fylgi ykkur öllum, þess óskum við hjónin Edda Karen og ég. Baldur Gunnarsson. Kæri vinur minn. Þá er komið að kveðjustund að þessu sinni. Þú barð- ist eins og hetja við leiðindasjúkdóm sem vann, því miður. Þegar ég hugsa til baka þá er margs að minnast og margt að þakka fyrir. Þú varst góður maður sem lést gott af þér leiða í líf- inu. Ég var svo heppinn að dóttir mín hún Katrín fór að vera með syni þín- um fyrir nokkrum árum, þannig kynntist ég ykkur. Þú varst fljótur að breytast úr tengdapabba yfir í pabba fyrir hana, þú varst sú fyrirmynd sem hún hafði alla daga, fyrir það er ég þér ómetanlega þakklát. Þegar hugsað er til baka man ég eftir þér brosandi og/eða að hjálpa einhverjum og það voru ófá skiptin sem þú hjálpaðir minni fjölskyldu. Aldrei mátti þakka þér fyrir, því þér fannst þetta sjálfsagt. Það er ósann- gjarnt þegar góður maður á besta aldri er tekinn frá okkur, en líklegast hefur vantað góðan bifvélavirkja hin- um megin. Fjölskyldu þinni, Guð- nýju, Ómari, Huldu, Þóru, Ástu, Pétri og Stínu ásamt öllum votta ég mína innilegustu samúð. Þín verður saknað og minnst. Magnea Rán. Hjalti Heimir Pétursson Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009                                      ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÞÓRARINSSON frá Hjaltabakka, Bergstaðastræti 11, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 14. júlí kl. 15.00. Þórarinn Sigvaldi Magnússon, Anna Magnea Ólafsdóttir, Guðbergur Magnússon, Guðný Ragnarsdóttir, Þórir Skafti Magnússon, Matthildur Guðmannsdóttir, Stefán Magnússon, Ása Andersen, Jóhannes Magnússon, Elsa Björnsdóttir, Helgi Magnússon, Sigríður G. Pálsdóttir, Svanhildur Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJÖRNSSON fyrrv. frystihússtjóri, Kirkjubæjarklaustri, andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klaustur- hólum mánudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 11. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Velunnarasjóð Klausturhóla, reikningsnr. 0317-13-771176, kt. 700399-2739. Björn Vignir Jónsson, Þóra Sen, Ásgeir Jónsson, Drífa Ingimundardóttir, Birgir Jónsson, Bryndís Guðgeirsdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Sveinbjörg Pálsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.