Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 29

Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 Nú hefur elsku bróðir minn, Tobbi, fengið hina eilífu hvíld. Ég á eftir að sakna hans mikið þegar ég kem í heimsókn á Sogaveginn. Hann var alltaf kátur og glaður og tók okk- ur alltaf opnum örmum. Þegar ég kom með börnin mín í heimsókn til Íslands var það „uncle Tobbi“ sem fór með þau upp í sveit og leyfði þeim að fara á hestbak og keypti Lego- kubba til að stytta þeim stundir. Enda var „uncle Tobbi“ alltaf uppá- haldsfrændinn. Ég sé Þórhall í anda þegar þrír yngstu bræður mínir voru ungir og ég var unglingur að hjálpa mömmu við að vaska upp og skúra eldhúsgólfið. Ég bannaði strákunum að koma inn í eldhúsið fyrr en mamma væri búin að koma inn og sjá hvað ég var dugleg en Þórhallur tók það ekki í mál! Litlu bræður hans vildu brauð með smjöri og sykri og þeir voru auk þess þyrstir. Hann setti hendur á mjaðmir og tilkynnti mér að hann ætlaði sér ekki að bíða eftir neinum! Allt sitt líf var Tobbi með hugann við að aðrir hefðu nægan mat að borða og þá sérstaklega mamma okkar, systkini, dætur hans og barnabörn. Elsku Tobbi minn, hvíldu í friði. Togga mín og dætur, guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk. Ólína (Olly) Ermert og fjölskylda, Bandaríkjunum. Þórhallur mágur minn og vinur var um margt einstakur maður. Kímnigáfa hans var yndisleg og sá hann hlutina oft í öðru ljósi en aðrir og frásagnargleði Tobba oft á tíðum þannig að það var gjarnan kátt á hjalla þegar Tobbi sagði frá og mikið hlegið. Væntumþykja og umhyggja fyrir fjölskyldunni sinni og reyndar öllum í kringum sig var stór þáttur í lífi hans og gjafmildi hans vel þekkt en alltaf vildi Tobbi vera í hlutverki gefandans en vildi síður vera þiggj- andinn og ekki mátti hafa uppi löng þakkarorð þegar hann hafði gaukað einhverju matarkyns að vinum sín- um. „Þú mátt kyssa mig á kinnina, elska …“ var oft svarið þegar reynt var að þakka fyrir sig. Þegar plastpoki hékk á útidyra- húninum í Birtingakvíslinni með grænmeti, rabarbörum eða jafnvel lambalæri mátti gefa sér að Tobbi hafði verið á ferð og hafði þá oftar en ekki verið í fótaaðgerð hjá Stínu systur og varð að fá að bæta um bet- ur en að borga fyrir fótaaðgerðina á hefðbundinn hátt. En Tobba verður aldrei minnst öðruvísi en að Landsveitin og þá ekki síst Veiðivötnin komi fljótlega við sögu. Svo mikið unni hann þessari sveit og þessari perlu sem Veiðivötn eru. Í áratugi hefur Tobbi stundað netaveiðar og stangveiðar í Vötnun- um. Í 23 ár höfum við mágar og vinir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af áhöfn kapteinsins í net- unum í Veiðivötnum og um þetta leyti árs var löngu farið að hlakka til árlegu ferðarinnar upp eftir og farið að bíða eftir símtalinu frá Tobba um hvaða dag farið yrði í Vötnin. Veiði- ferðirnar hófust í Króktúni með til- heyrandi undirbúningi sem var stór þáttur ferðanna. Í Veiðivötnum var Tobbi skip- stjórinn, fasmikill, einbeittur og út- skeifur á gammósíum og gúmmí- skóm var hann á heimavelli og stjórnaði öllum aðgerðum af festu og þegar hann sagði: „Heyrðu, jæja …“ þá vissum við í „áhöfninni“ að betra var að fara hafa sig til að leggja netin eða vitja þeirra. Hann var kapteinn- inn og sat í stafni, valdi lagnastaðina og lagði netin og var vissara að fara að tilmælum hans, annars fengum við bágt fyrir og vorum við „vélstjór- arnir“ settir af eða í embætti eftir því hvernig tókst til með lagningu net- anna … allt í góðlátlegu gríni „à la Tobbi“. Veiðivatnaferðir verða aldrei sam- ar eftir brotthvarf elskulegs mágs míns Tobba en eftir stendur þakk- læti til hans fyrir að hafa opnað augu okkar fyrir þessari perlu íslenskrar náttúru sem Vötnin eru og vegna þeirrar upplifunar og skemmtunar sem veiðiferðirnar með honum voru. Það eru dýrmætar minningar. Þær eru varðveittar. Þau hjónin Tobbi og Togga hafa stundað kaupmennsku um árabil og ráku Matvörubúðina í Grímsbæ og nú síðustu árin Bláa turninn við Háa- leitisbraut. Þau hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt, ekki bara sem hjón heldur samstarfsmenn og bestu vinir. Tobbi og Togga voru tvíein og stóðu þétt saman í amstri dagsins. Toggu okkar og dætrunum, Þóru Kristínu, Rakel, Berglindi, Helgu Maríu, mökum og börnum sendum við hjónin okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Jóhann P. Jónsson. Fjölskyldan á Sogaveginum er ná- in og samböndin innan hennar falleg. Tobbi var dætrum sínum góður faðir og barnabörnum góður afi og var auðsjáanlegt hversu dýrmæt fjöl- skyldan var honum. Samheldni þeirra sést best á tíðum matar- veislum, miklum samgangi og öllum ferðunum upp að Króktúni sem voru þeim öllum svo kærar. Þegar Elmar kynntist Rakel og hóf með henni bú- skap tók tengdafjölskyldan honum opnum örmum og hann varð strax hluti af þeirra sterku heild. Tobbi skilur eftir sig stórt skarð í þessum heimi. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. Það lýsti þeim sama leiðarstjarnan, en lítið er um þeirra ferðir spurt. allir kusu þeir kjarnann, en köstuðu hýðinu burt. Þeir fræddu hver annan á förnum vegi um forna reynslu og liðna stund og döfnuðu á hverjum degi af drengskap og hetjulund. Þeim fækkar óðum, sem fremstir stóðu, sem fögnuðu vori í grænni hlíð, stríðustu straumvötnin óðu og storkuðu regni og hríð, lyftu þegjandi þyngstu tökum, þorðu að berjast við lífskjör hörð. – Þeir hnigu bognir í bökum að brjósti þér, ættarjörð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Við erum þakklát fyrir góð kynni við mætan mann. Elsku Togga, amma Stína, Rakel, Elmar, Þórhallur Darri, Tristan Marri, Þóra, Berglind, Helga og fjöl- skyldur, megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Jóhanna Kristín, Sigurður, Hilma, Jón Björn og Hólmfríður Eyja. Við systurnar höfum alltaf vitað, að við tilheyrum einstakri ætt, Hóla- torgsættinni. Þar er hver einasti meðlimur einstakur og setur sinn svip á heildina. Tobbi var þar engin undantekning og okkur systurnar langar að minnast hans í örfáum orð- um. Þegar ég (Katrín) var lítil, spurði Tobbi mig eitt sinn að nafni. Ég var ekki altalandi ennþá og svaraði því til að ég héti Kratil. Allar götur síðan kallaði Tobbi mig þessu nafni og þetta var brandarinn okkar. Tilhugs- unin um að hann geri það ekki oftar er svo óskiljanleg og sár. Annað er mér líka svo minnisstætt og það var þegar ég útskrifaðist sem nýstúdent. Ég hafði fengið margar góðar gjafir þá og meðal annars frá Tobba og Toggu. Tobba seinkaði að- eins í útskriftina vegna vinnu, og þegar hann kom, var hann með aðra gjöf. Hann hafði pakkað fimmþús- undkróna seðli og tveimur vænum bitum af reyktum laxi í loftþéttar umbúðir! Utan á þetta skrifaði hann: Til Kratil. Þetta er ein frumlegasta og skemmtilegasta gjöf sem ég hef fengið og lýsandi dæmi um hvernig Tobbi var. Þrátt fyrir að hafa alltaf nóg að gera, gaf hann sér nægan tíma til að gleðja aðra. Ég (Elín) á margar góðar minn- ingar um Tobba, allar tengdar brosi og hlátri. Ég met það einna mest þegar ég var í London fyrir fáeinum árum að vinna, þá hittist þannig á, að Tobbi og Togga voru þar á sama tíma. Þar áttum við yndisleg kvöld yfir kínverskum mat og skemmtileg- um sögum. Ég vona að hann viti hversu mikinn styrk hann og Togga gáfu mér í þessari ferð. Við töluðum oft um að þetta myndum við endur- taka. Því miður verður sú ósk ekki að veruleika, en minninguna mun ég varðveita. Það er sárt að sjá á eftir Tobba, hans verður sárt saknað. Elsku Tobbi, það eru forréttindi fyrir okkur systurnar að hafa fengið að kynnast þér og fyrir það verðum við ávallt þakklátar. Elsku Togga, Þóra, Rakel, Berg- lind, Helga og fjölskyldur, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í gegnum þennan erfiða tíma. Katrín og Elín Stefánsdætur. Elskulegi frændi okkar. „Það er svo auðvelt,“ var okkar svar þegar móðir okkar, systir þín, sagði við okkur að nú þyrftum við að muna eftir góðu stundunum sem við áttum með Tobba. Það er ekki eins auðvelt að sætta sig við þá staðreynd að þær verða víst ekki fleiri. Þegar við rifjuðum upp allt sem tengdist þér var mikið hlegið um leið og tárin runnu niður kinnar okkar í miklum tilfinningarússíbana. Við kynntumst þér öll á okkar hátt, Soffía var mikið inni á Sogavegi á meðan mamma var úti að læra og kemur aldrei til með að gleyma þínu einstaka og fallega göngulagi, straumlínulöguðum og knúsulegu út- línum og síðast en ekki síst þessum fallega manni sem var þar traustur sem klettur. Rebekka var svo mikið með Þóru og var eins og svo margir dolfallinn yfir þessum æðislega pabba sem frænkurnar áttu, en það þykir eng- um skrýtið hve margir ólíkir einstak- lingar hafa kosið að dvelja langdvöl- um með þeim systrum, en líklegast átt þú stærstan þátt í því. Gunni talaði gjarnan um það að hann hefði viljað að Tobbi hefði eign- ast einn strák og reyndi hann framan af að sinna því hlutverki upp að vissu marki, en oft á sumrin lagði hann leið sína á hjólinu yfir á Sogaveginn og átti margar „kósí“ stundir með Tobba að ógleymdum öllum ferðun- um í Króktún og að Skarði þar sem hann hlaut viðurnefnið „Tobbi litli“ hjá heimafólkinu. Höddi var okkur síðastur að njóta ferðanna í Veiðivötn með þér og þinni yndislegu fjölskyldu, en í þeim ferðum sem á öðrum vettvangi gekk hann undir nafninu „Höddi hálfi“ þar sem hann ber millinafnið Þór sem er fyrri helmingurinn í nafni þínu. Þér tókst alltaf að sjá það jákvæða og húmoríska í hlutunum og það sem meira var þér tókst það alltaf á met- tíma. Væntumþykju og hlýju þinni lauk hvergi hjá okkur, heldur leyfðir þú því að fljóta óskipt í börnin okkar. Því tókum við öll eftir og lýsir það þínum einlægu tilfinningum í okkar garð. En það er okkar von að við höf- um gefið þér til baka, þó að ekki væri nema örlítið brot af því sem þú gafst okkur. Við lofum að vera til staðar fyrir ömmu sem þú hugsaðir svo fallega um og vitum við að hennar söknuður er mikill. Einnig pössum við upp á stelpurnar þínar sem þú elskaðir svo mikið og þína yndislegu Toggu sem okkur þykir svo vænt um. Þú skilur eftir stórt skarð í hjört- um allra sem þekktu þig sem enginn mun geta fyllt. En við munum reyna að fylla það af öllum þeim minning- um sem við eigum af þér sem eru margar og fallegar. Með söknuði, systkinin úr Birtingakvísl, Gunnar Örn, Hörður Þór, Rebekka og Soffía. Elsku Tobbi, nú ertu farinn og við eigum svo erfitt með að trúa því að við séum að kveðja þig svona snemma. Þú sem varst alltaf svo góð- ur við alla og tilbúinn að hjálpa öllum sem þurftu á aðstoð að halda. Helgina sem þú barðist fyrir lífi þínu vorum við svo vissar um að þú fengir annað tækifæri fyrir öll þau góðverk sem þú hefur gert í gegnum ævina. Við báðum góðan guð um að hjálpa þér í gegnum þetta og þó að það sé erfitt að sætta sig við það, þá þurfti hann að fá þig til sín núna. Við trúum því að guð taki þá bestu til sín fyrst því hann þurfi að nota þá fyrir önnur stór verkefni. Við erum svo þakklát- ar fyrir að hafa fengið að kynnast þér og allri þinni yndislegu fjölskyldu sem okkur hefur alltaf fundist við vera partur af. Nú sitjum við hérna saman og rifjum upp góðar og dýr- mætar minningar sem við eigum með þér og við munum geyma þær á góðum stað í hjarta okkar. Við eigum ekki bara minningar sem við munum taka með okkur heldur kenndir þú okkur einnig margt. Við erum allar sammála um að það mikilvægasta sem við höfum lært af þér er að loka ekki augunum þegar við getum hjálpað öðrum sem minna mega sín og vera vinnusamar eins og þú varst ávallt. Þú hafðir alltaf trú á okkur og varst til staðar þegar við þurftum á þér að halda og við þökkum þér fyrir það. Það eru ófá skiptin sem þú lán- aðir okkur Króktún sem þú og Togga eruð búin að gera svo heimilislegt og flott, þó að þú hafir sjaldan sjálfur nennt að koma með okkur stelpunum þá hringdir þú oftast til að athuga hvort við hefðum það ekki alveg örugglega skemmtilegt og gott. Við biðjum góðan guð og alla hans engla að gefa Toggu, stelpunum og allri þinni fjölskyldu styrk á þessum erf- iða tíma. Hvíldu í friði, elsku Tobbi. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Jóna María, Anna Maja og María Ósk. Elsku Tobbi, það er okkur alltaf óskiljanlegt þegar ástvinir í blóma lífsins kveðja þetta líf. Þegar ég fékk fréttirnar um það að þú hefðir kvatt þá spruttu margar góðar minningar upp í huga minn um góðan nágranna, vin og vinnuveit- anda. Þessar minningar eru góðar og fengu mig til að brosa. Þegar ég vann hjá ykkur Toggu í Bláa turninum var ég ósjaldan spurð að því, þegar ég kallaði á þig „Tobbi“ hvort þú værir pabbi minn. Án þess að hugsa mig tvisvar um sagði ég: „Já, það mætti segja það“. Heimili ykkar Toggu hef- ur frá því að ég kynntist Berglindi dóttur ykkar verið mér eins og annað heimili. Í hvert sinn sem ég kom í heimsókn var tekið á móti mér með grínröddinni og orðunum „Er þetta Lena lúlú?“ og „Jæja vina mín“. Það var þér mikils virði að þeim sem þér þótti annt um gengi vel í því sem þeir tóku sér fyrir hendur og að þeim liði vel. Þú gafst þér alltaf tíma í að spyrja mig út í námið mitt og hvernig mér gengi. Þú varst alltaf jafn stoltur af mér þegar mér gekk vel í skólanum og hvattir mig til frek- ara náms. Eftir að við stelpurnar komumst á unglingsárin varstu með annað augað á strákamálum okkar og lést skoðanir þínar á þeim óspart í ljós. Þú hélst alla tíð verndarvæng yfir þeim sem þér þótti vænt um og gerir enn. Með þessu ljóði kveð ég þig, elsku Tobbi. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það., Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Minning þín er ljós í hjarta mínu. Lena Rut Kristjánsdóttir. Elsku Þórhallur minn. Mikið er skrítið að þú sért farinn. Þú varst alltaf svo góður og hress í kringum alla. Best var þó hvað þú varst mikill vinur vinkvenna dætra þinna. Ég verð ævinlega þakklát fyrir það að hafa verið heimalningur hjá ykkur Toggu og hvað þið reyndust mér vel. Ég hitti þig síðast uppí Króktúni þar sem alltaf var svo gott að koma og þú varst búinn að gera svo hlýlegt. Elsku Togga, Þóra, Rakel, Blenda, Helga og fjölskylda. Megi Guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Jóhanna Edith Þegar góður vinur kveður er manni brugðið. Þórhalli vini mínum kynntist ég þegar við unnum sameig- inlega að málefnum kaupmanna inn- an stjórnar Kaupmannasamtaka Ís- lands og á vettvangi „Þinnar verslunar“. Þótt hann hafi horfið af þeim vettvangi var ávallt samband á milli okkar. Þórhallur var lengi kaupmaður í matvöruversluninni í Grímsbæ, ég aftur á móti vestur á fjörðum, en þangað átti hann ættir sínar að rekja í föðurætt, til heima- byggðar minnar, Bolungarvík. Fjöl- skylda Þórhalls á hús á Hóli í Bol- ungarvík sem faðir hans festi kaup á. Hefur fjölskylda hans verið að end- urnýja það af mikilli ræktarsemi. Þegar við hittumst bar oft á góma þessi sælureitur fyrir vestan. Þór- hallur hafði oft orð á því hve væri nú gaman að koma sér upp lítilli trillu til að eiga fyrir vestan svona rétt til að fiska í soðið. Þórhallur ásamt Þor- gerði eiginkonu sinni og dætrunum höfðu einnig komið sér upp sumar- húsi í Krókstúni í Landsveit. Hann hafði nýlokið við að stækka það og endurbæta þegar hann féll frá. Þór- halli þótti einstaklega vænt um þennan sælureit fyrir austan og eyddi fjölskyldan þar mörgum stundum saman. Þórhallur rak sölu- turn við Háleitisbraut þar sem fjöl- skyldan starfaði saman. Það var ósjaldan sem ég kom við hjá honum, þegar ég átti erindi til borgarinnar. Við áttum góðar stundir, spjölluðum um allt, vinnuna, lífið og tilveruna, kaupmennskuna o.s.frv. Það geislaði alltaf af honum, alltaf kátur og létt- ur. Vandamál voru ekki að tefja hann, hann einfaldlega leysti þau. Þórhallur bjó yfir slíkri orku að mað- ur fór alltaf léttari og öruggari af hans fundi. Með Þórhalli er genginn mikið góður drengur. Hann var einstak- lega mikill fjölskyldumaður og bar dætur sínar á höndum sér, var af- skaplega stoltur af þeim öllum og síðar barnabörnunum sem voru augasteinar hans. Það er komið að kveðjustund, allt of snemma, en eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Missir Þorgerðar og dætranna, barnabarnanna, aldraðrar móður og fjölskyldunnar allrar er mikill. Það var ómetanlegt að kynnast manni eins og Þórhalli og eiga hann að sem félaga og vin. Manngildið og velferð vina og fjölskyldu var honum ávallt efst í huga. Ég og fjölskylda mín sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð veita ykkur styrk. Benedikt Kristjánsson. Elsku Tobbi minn. Ég er ævinlega þakklát þér og Toggu þinni fyrir alla hlýju og vel- vilja ykkar í minn garð. Ég varð þess heiðurs aðhljótandi að fá að kynnast þér, vera velkomin á þitt heimili og alla þína griðastaði flest mín upp- vaxtarár. Frá þér hefur alla tíð staf- að einstakri hlýju sem snerti ótal hjörtu. Þú varst með eindæmum gjafmildur og mikill húmoristi sem skemmtilegt var að vera nálægt. Þú varst einstakur maður sem vissi vel hverjar hinar raunverulegu gersem- ar lífsins voru. Þið hjónin mynduðuð ástríka, fallega og samheldna fjöl- skyldu sem unun er að fylgjast með. Ég mun ávallt taka þig til fyrirmynd- ar. Þín er sárt saknað og verður minnst á hverjum degi. Með þakklæti í hjarta, Anna Lilja Johansen.  Fleiri minningargreinar um Þór- hall Steingrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.