Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 198. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «LEIKKONAN NOOMI RAPACE BJÓ HÉR SEM BARN OG TÓK ÞÁ ÁSTFÓSTRI VIÐ LANDIÐ « DAGLEGTLÍF Kynna þarf útlend- ingum laufabrauðið! ÞRETTÁN ára stúlka virðist hafa ekið í svefni úr Húsafelli til Keflavík- ur í fyrrinótt. Hún ók í gegnum Hvalfjarðargöngin um kl. 5 í gær- morgun og var þá ein á ferð, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Athugull vegfarandi í Keflavík veitti sérkennilegu aksturslagi jepp- ans athygli og var þá barn undir stýri. Náinn ættingi stúlkunnar sagði við Morgunblaðið að hún hefði átt vanda til þess að ganga í svefni. Stúlkan hefur verið undir miklu álagi undanfarið. | 8 Virðist hafa ekið langar leiðir í svefni                           STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að fjár- laganefnd og Alþingi muni fá þann tíma sem til þarf til að vinna Icesave-málið. Tengingu hollenska utanríkisráðherrans við mögulega ESB-aðild Íslend- inga telur hann vera fráleita og segir ESB og Icesave tvö að- skilin mál. Á fundi Steingríms og Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra með formönnum þeirra þingnefnda sem fjalla um Icesave-samkomulagið í gærkvöldi var farið yfir stöðu mála. Kvað Steingrímur málið myndu halda áfram í sama farvegi og hingað til. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra telur að mynda þurfi breiðari, þverpólitíska samstöðu um málið. „Þetta er einfaldlega mál sem þjóðin hefur ekki efni á að ganga klofin til,“ segir Ög- mundur sem telur málið ekki eiga heima í hefð- bundnum pólitískum farvegi. Inntur eftir því hvort hann vilji mynda þjóðstjórn svarar hann neitandi. Heimildir Morgunblaðsins úr ranni VG herma að aðeins tvennt sé til í stöðunni: Icesave falli í at- kvæðagreiðslu á Alþingi eða verði frestað til hausts. Þá er hermt að allt að fimm þingmenn VG muni fella samninginn. skulias@mbl.is | 4 Lyktir Icesave enn á huldu  Allt að fimm þingmenn VG tilbúnir að fella Icesave  Ögmundur kallar á breiða þverpólitíska samstöðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundarlok Steingrímur á leið úr Stjórnarráðinu. Ögmundur Jónasson ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær til að berjast við sinu- bruna. Kviknað hafði í mosa og öðrum gróðri á milli Helgafells og Vala- hnjúka við Kaldársel í Hafnarfirði. Eldurinn reyndist slökkviliðinu erfiður þar sem svæðið er nokkuð frá byggð og langt upp á veg. ÞYRLA BERST VIÐ SINUELD Í HAFNARFIRÐI Morgunblaðið/ÓSÁ  „ÉG NEITA því ekki að rekstur einstakra embætta er mjög í járn- um. Ég er hins vegar sannfærð um að með samstilltu átaki getum við mætt þeirri hagræðingarkröfu sem gerð er til stofnana ráðuneytisins, það er í raun sá veruleiki sem blasir við; við þurfum að velta við hverj- um steini og hugsa mjög vel út í það í hvað peningarnir fara,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra, spurð út í erfiðleika lög- regluembætta landsins vegna fjár- skorts. Ragna telur þó, að þrátt fyrir erf- iðleika í einstökum umdæmum sé til fjármagn til að halda uppi við- unandi löggæslustigi. »6 Rekstur einstakra lögreglu- embætta er í járnum  ÍBÚI í Leir- vogstungu í Mos- fellsbæ segir svæðið nánast vera „slysa- gildru“ fyrir börn sem þar búa. Uppbygging gengur hægt í nýju hverfunum í Reykjavík og víða má sjá hálfkláruð hús og steypta grunna. Byggingarfulltrúar segja yfir- völd reyna að þrýsta á fólk að ganga vel frá framkvæmdasvæðum enda geti þau verið hættuleg. »14 Leirvogstunguhverfið „slysagildra“ fyrir börn  TÖLFRÆÐIN segir að 7.700 manns, hvort sem er vakandi eða sofandi, séu um hverja verslun sem opin er allan sólarhringinn á höf- uðborgarsvæðinu. Tuttugu mat- vöruverslanir og sex bensínstöðvar eru opnar dag og nótt fyrir þær 200.000 manneskjur sem þar búa. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur hefur enga skoðun á sólar- hringsafgreiðslunni, en á sínum tíma barðist félagið gegn frjálsum afgreiðslutíma. »16 7.700 manns, vakandi og sofandi, um hverja verslun Íslandsbanki hefur fyrstur föllnu bankanna þriggja upplýst gróflega stærð á nýjum efnahag sínum: Hann verður þriðjungi stærri en ár- ið 2003. Íslandsbanki lítur til ársins 2003 Milljarðarnir tuttugu sem Björg- ólfsfeðgar lánuðu sjálfum sér til Lúxemborgar fóru í önnur lán og veðköll, að sögn talsmanns þeirra. Kröfuhafar tapa milljörðum. VIÐSKIPTI Milljarðarnir í Lúx fóru í önnur lán Í mörgum tilfellum hefði ein- staklingum reynst betur að leggja fé inn á sparireikning en að fjár- festa í hlutabréfum félaga í kaup- höll. Rýr uppskera hjá hluthöfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.