Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 HÁSKÓLI Íslands ákvað í gær að falla frá innheimtu 15% álags á skráningargjald þeirra nemenda sem greiddu gjaldið eftir 10. júlí. Þeim sem höfðu borgað álag á skrán- ingargjaldið verður endurgreitt álag- ið. Kristín Jónasdóttir, skrifstofu- stjóri nemendaskrár HÍ, sagði að ákveðið hefði verið að fella álagið nið- ur vegna þess hve margir misskildu greiðsluseðlana sem sendir voru út. Nemendur hafa frest til að greiða skráningargjaldið til 10. ágúst. Eftir það er litið svo á að vilyrði um skóla- vist falli niður. Kristín sagði að fyr- irkomulagið hefði verið þannig í fyrra að vilyrði um skólavist féll nið- ur hjá þeim sem ekki greiddu fyrir 10. júlí. Þeir sem ekki höfðu greitt skrán- ingargjaldið fyrir þann dag fengu nýja greiðsluseðla með 15% álagi, enda voru þeir að skrá sig utan venjulegs skráningartímabils. Þetta olli þá mikilli óánægju nemenda. Nú var farin önnur leið og innheimtufyr- irkomulagið útskýrt á seðlunum. Engu að síður misskildu margir greiðsluseðlana. Kristín sagði að uppsetning seðlanna yrði endurskoð- uð fyrir næsta ár. Arnþór Gíslason, formaður fjár- málanefndar Stúdentaráðs HÍ, sagði nemendur mjög ánægða með ákvörð- un nemendaskrár háskólans. Þetta væri sigur fyrir stúdenta enda mun- aði þá um hverja krónu. Fjármála- nefndin hafði krafist þess að 15% álagið yrði fellt niður og vefengdi að það ætti sér stoð í lögum um opin- bera háskóla. gudni@mbl.is Fallið frá 15% álagi á skráningargjald í HÍ Stúdentar eru mjög ánægðir með ákvörðunina » Álagið fellt niður vegna þess að margir misskildu greiðsluseðlana ÞAÐ er mikil óvissa um verðmæti eignanna í dag þó að markaðir séu að taka við sér, segir Gísli Garðarsson, lögmaður eign- arhaldsfélagsins Atorku Group. Þó sé ljóst að kröfuhafar muni fá um- talsvert upp í kröfur sínar. Þegar tekið sé mið af skráðum félögum í eigu Atorku þá hafi þau hækkað um tugi prósenta. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að skynsamlegast sé að vinna að því áfram að hámarka virði eigna eign- arhaldsfélagsins. Þetta sé nið- urstaða sérfræðinga sem unnu verðmat á eignasafni Atorku og lík- legri þróun verðmætis þess á næstu árum. Í ljósi þess að eigið fé félagsins telst neikvætt hafi lán- ardrottnar gert kröfu um að hlutafé núverandi hluthafa verði fært niður. Það verði gert samhliða yfirtöku á félaginu á grundvelli nauðasamninga. Þetta þýðir að 4.000 hluthafar Atorku hafa þá tap- að hlutafé sínu að fullu. Ekki rétti tíminn til að selja eignir Atorku Hlutaféð alveg tapað hluthöfum GÍSLI H. Friðgeirsson kajakræðari lagði af stað frá ósi Kúðafljóts í gærmorgun og tók land við Dyrhólaey kl. 19.30 í gærkvöldi. Dagleið gær- dagsins var 46 km. Gísli hefur nú lagt að baki um 1.700 km róður frá því hann lagði upp í hringferðina um Ísland einn síns liðs frá Geldinganesi hinn 1. júní síðast- liðinn. Ferð hans er lýst á vef Kayakklúbbsins. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið aðstoð bænda í Álftaveri við að flytja bátinn til sjávar og við sjósetninguna. Skilyrði til róðurs með sendinni ströndinni höfðu batnað mjög frá því Gísli tók land við Kúðafljótið. Þegar hann kom vestur undir Vík í Mýrdal var ekki lendandi þar vegna brims. Honum var leiðbeint úr landi um að lending væri fær við Dyrhólaós. Þegar þangað var komið hafði bætt í vind og öldu. Lendingin tókst vel þrátt fyrir brimöldurnar. GÍSLI ER BÚINN AÐ RÓA 1.700 KM Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson KULDA og norðanátt með rigningu, einkum norðanlands, og slyddu eða snjókomu til fjalla er spáð í dag. Veðurstofan spáir því að hiti verði á bilinu 3-12 stig í dag og að mildast verði sunnanlands. Samkvæmt spá- kortum Veðurstofunnar verður úr- koma og napurt veður til fjalla næstu daga. Ragnheiður Grétarsdóttir, land- vörður í skála Ferðafélags Akureyr- ar í Drekagili í Dyngjufjöllum, sagði í gærkvöldi að þar hefði verið kalt undanfarið, hitinn ekki nema um 5°C í gær. Hún sagðist finna að umferð ferðamanna væri minni nú en þegar veðrið er gott. Útlendingar kæmu gjarnan og spyrðu um veðurspá og væri þeim sagt að von væri á snjó- komu. Björgunarsveitin Hérað er nú með bækistöð í Drekagili og sinnir hálendisgæslu þaðan. Björgunarsveitin Víkverji er nú með hálendisgæslu á Sprengisandi. Einar Bárðarson, formaður Vík- verja, ræddi við sína menn í gær- kvöldi. Þá var ekki farið að kólna og var 8-10°C hiti og ágætis veður. Nokkurt mistur hefur verið vegna mikilla þurrka undanfarið. Liðsmönnum Víkverja þótti um- ferðin á Sprengisandi hafa verið óvenjulítil undanfarið. Ferðafólk virtist velja að halda sig í blíðunni á láglendinu. gudni@mbl.is Kuldi, rigning og jafnvel snjókoma í kortunum Morgunblaðið/Eggert Veðrabrigði Blíða eins og var í Nauthólsvík í gær virðist vera búin í bili. Óvenjufáir ferðamenn eru nú á Sprengisandi og í Drekagili Kuldakast Blái liturinn sýnir svæði þar sem spáð er kulda undir frostmarki í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.