Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 8
INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „LÍKLEGA getum við ekki fengið neinn til að skýra það vegna þess að við vitum það ekki, að því ég best veit. Þetta gerist í djúpum svefni og satt að segja þá er engin ein ástæða þekkt,“ segir Júlíus K. Björnsson sál- fræðingur, inntur eftir því hvers vegna fólk gangi um í svefni. Eins og rakið er hér á síðunni ók 13 ára gömul stúlka í svefni að talið er frá Húsa- felli til Keflavíkur í fyrrinótt. „Ég get svo sem ekki neitað því að ef raunveruleikinn hefur verið sá að blessuð stúlkan hefur rankað við sér í öðrum landshluta, eftir að hafa ek- ið alla þessa leið, er svo sem ekkert hægt að efast um það. Mér finnst þetta ótrúlegt. Ég hef aldrei heyrt um svona áður. Maður heyrir um að fólk gangi um í svefni heima hjá sér en það vaknar þá iðulega. Það þyrfti að skoða málið nánar ef menn eiga að geta sagt eitthvað um það. Þetta er afskaplega óvenjulegt.“ – Stúlkan var fjórum árum frá bíl- prófsaldri. Eru dæmi þess að fólki geti gert hluti í dásvefni og svefn- göngu sem það getur ekki alla jafna? „Nei, ekki svo ég viti til. Þetta er ekki ósvipað og dáleiðsluástand, segja sumir, og ég sel það raunar ekki dýrara en ég keypti það. Það er ekkert sem fólk getur eða gerir í svoleiðis ástandi sem það getur ekki vakandi. Venjulega ef fólk gerir eitt- hvað sem það vill ekki sjálft þá vakn- ar það.“ Skynfærin virka eðlilega – Augun eru þá væntanlega opin? „Þegar fólk gengur í svefni virð- ast skynfærin og úrvinnsla þeirra skynboða sem frá þeim berast virka eðlilega. Það væri raunar hættulegt ef fólk gengi í svefni með lokuð augu og myndi að líkindum leiða til slysa.“ Engin skýring á svefngöngu Akstur 13 ára stúlku í svefni „algert einsdæmi“ Júlíus K. Björnsson LÁTIN er í Reykjavík Sigurveig Hjaltested óperusöngkona, 86 ára að aldri. Hún var fædd árið 1923 og lands- mönnum að góðu kunn fyrir störf sín í þágu tónlistargyðjunnar. Sigurveig var meðal brautryðjenda ís- lenskra óperusöngv- ara, tók m.a. þátt í óp- eruflutningi í Þjóðleikhúsinu á ár- unum 1951-1966 og söng víða sem ein- söngvari bæði með kórum eins og t.d. Karlakór Reykjavíkur og Fóst- bræðrum eða í samstarfi við aðra söngvara. Þá nutu landsmenn söngs hennar bæði í Ríkisútvarpinu og sjónvarpinu. Sigurveig söng nokkr- um sinnum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og tók þátt í tónlistarhaldi víða um land og hélt einsöngs- tónleika. Þegar um hægðist í söngn- um sneri hún sér að tónlistarkennslu og kórstjórn, tók m.a. þátt í uppbyggingu Söng- skólans í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes og æfði kóra hjá Þjóðkirkjunni. Síð- ustu starfsárin kenndi hún við Tónlistarskóla Árnessýslu og stjórn- aði Hörpukórnum á Selfossi. Eiginmaður Sigurveigar var Ólafur Beinteinsson og varð þeim fjögurra barna auðið. Ólafur studdi komu sína með ráðum og dáð í tónlistinni enda tón- listarmaður sjálfur. Sigurveig Hjaltested naut mikillar hylli sem óperusöngkona og hlaut margs kon- ar viðurkenningar fyrir tónlist- arstörf sín, m.a. Fálkaorðu íslenska lýðveldisins árið 2007. Útför Sigurvegar fer fram frá Fossvogskirkju nk. miðvikudag. Sigurveig Hjaltested Andlát 8 Fréttir Eftir Guðna Einarsson og Guðrúnu Hálfdánardóttur ÞRETTÁN ára stúlka tók jeppa traustataki í Húsafelli í fyrrinótt og ók honum til Keflavíkur. Svo virðist sem stúlkan hafi verið í fastasvefni þegar hún tók bílinn, sem er Toyota Land Cruiser-jeppi, en hún á vanda til að ganga í svefni. Að sögn eiganda bílsins virðist sem stúlkan hafi gengið dágóðan spöl í svefni í Húsafelli, úr sum- arbústað sem hún dvaldi í að húsi þar sem bíllyklarnir voru geymdir. Þar skrifaði hún kveðju til bíleigand- ans „frá næturröltaranum“, tók bíl- lyklana og ók af stað. Segir hann enga ástæðu til annars en að taka orð föður stúlkunnar trú- anleg um næturgöngur hennar í svefni en engin verðmæti voru tekin og engar skemmdir unnar á heimili bíleigandans. Lögreglan í Borgarnesi staðfesti við vefritið smugan.is í gær að stúlk- an hafi ekið í gegnum Hvalfjarðar- göng kl. 4.59 í gærmorgun og verið ein í bílnum. Borgarneslögreglan vildi ekki tjá sig um málið við mbl.is. Samkvæmt heimildum mbl.is var það athugull vegfarandi í Keflavík sem tók eftir sérkennilegu aksturs- lagi jeppans. Þegar betur var að gáð reyndist barn vera undir stýri. Ekkert sá á jeppanum eftir næt- urævintýrið annað en að honum hafði greinilega verið ekið ítrekað utan í kantsteina á leiðinni frá Húsa- felli til Keflavíkur. Hefur verið undir miklu álagi Náinn ættingi stúlkunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að mestu máli skipti að útvega stúlkunni þá hjálp sem hún þarfnaðist. Farið var með stúlkuna í læknisskoðun í gær og viðtal við lækni er bókað í dag. Ættinginn sagði að stúlkan hefði ekki verið í neinum vandræðum til þessa og hún sé ekki á neinum lyfj- um, eins og læknisskoðunin í gær hafi staðfest. Hún hafi þó verið undir miklu álagi undanfarið. Stúlkan lenti í bílslysi á liðnu hausti og fékk þá höfuðhögg og heilahristing. Í framhaldi af því fékk hún oft höfuðverk og bakverk sem rakinn var til slyssins. Fyrir fáein- um vikum munaði litlu að stúlkan yrði fyrir bíl og fékk hún talsvert áfall við það. Nýlega varð dauðsfall í fjölskyldunni og missti stúlkan þar náinn ástvin. Stúlkan var hjá föður sínum og fjölskyldu hans í sum- arbústaðnum í Húsafelli. Hún er ekki vön að aka bíl, að sögn ættingj- ans. Það er einnig algjörlega á huldu hvers vegna stúlkan ók til Keflavík- ur. Hún hefur aldrei átt heima þar og hefur engin sérstök bein tengsl við Keflavík. Á vanda til að ganga í svefni Stúlkan hefur átt vanda til að ganga í svefni nokkuð lengi, að sögn ættingja hennar. Svefngöngurnar hafa þó ekki vakið sérstakar áhyggj- ur til þessa. Stúlkan hefur ýmist far- ið að fá sér vatn eða á snyrtinguna í þessum svefngöngum. Upp á síð- kastið hefur þó orðið breyting á. Fyrir stuttu munaði minnstu að stúlkan ylli eldsvoða heima hjá sér. Þá fór hún og matreiddi eitthvað úr furðulegum hráefnum. Svo virðist hún hafa kveikt á kerti áður en hún fór aftur í rúmið. Skömmu síðar rumskaði stúlkan og var þá kviknað í. Hún slökkti eldinn með slökkvi- tæki og vakti móður sína. Stúlkuna rámaði ekkert í hvað hún hafði verið að sýsla í eldhúsinu en taldi sig hafa dreymt að hún kveikti á kertinu. Ættingi stúlkunnar sem rætt var við í gær sagði atvikið í fyrrinótt hafa verið fjölskyldunni mikið áfall og valdið henni þungum áhyggjum. Virðist hafa ekið sofandi Þrettán ára stúlka, sem á vanda til svefngöngu, tók jeppa traustataki í Húsafelli í fyrrinótt Ók honum ein síns liðs til Keflavíkur þar sem aksturslagið vakti athygli Morgunblaðið/RAX Löng leið Stúlkan gekk góðan spöl í Húsafelli áður en hún tók jeppann og ók honum alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Tempur – 15 ár á Íslandi Frábær afmælistilboð í júlí Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i RÚM 90 þúsund tonn af makríl hafa nú veiðst í íslenskri lögsögu en þar hafa íslensk skip verið við makríl- veiðar í júní og júlí samkvæmt upp- lýsingum frá LÍÚ. Íslensk skip við veiðar á norsk-ís- lenskri síld langt norður af Mel- rakkasléttu hafa fundið mikið af makríl en síðustu daga hafa borist fregnir af miklu magni makríls við landið. Stutt er síðan fréttir bárust af kraumandi sjó af makríl við Vest- mannaeyjar og þá hafa Ólafsvíking- ar fengið góða makrílveiði á stöng í höfninni. Einnig hefur verið sagt frá því að makríll hafi gengið inn í Breiðafjörð. Samkvæmt LÍÚ hefur mest veiði verið út af Austfjörðum og Suðaust- urlandi. Þá hafi Faxi RE-9 og Lund- ey NS-14 fengið verulegt magn mak- ríls við síldveiðar í byrjun vikunnar. Sjávarútvegsráðherra hefur heim- ilað veiðar á allt að 112 þúsund tonn- um á makríl á þessu ári. Veiðar á makríl hófust fyrir alvöru árið 2007. Makríllinn mokveiðist „… flókin hegðun eins og að matreiða, borða og drekka, leika á hljóð- færi og að aka bíl getur komið fyrir í svefngöngu.“ International Journal of Neuropsychopharmacology (2009), 12, 141-142. Það getur komið fyrir fólk á öllum aldri að ganga í svefni, en er al- gengast á aldrinum 8-12 ára. Flest börn vaxa upp úr svefngöngu. Þeir sem ganga í svefni geta sýnt venjubundið atferli eins og að klæða sig, útbúa snarl – jafnvel að aka bíl. Stundum tengist svefnganga lík- amlegri eða andlegri heilsu, t.d. áfallastreitu, að því er fram kemur á vef Mayo Clinic-sjúkrahússins. www.mayoclinic.com „Fólk getur gert ýmislegt meðan það sefur, allt frá því að setjast upp í rúminu til flóknari athafna eins og að gera hreint eða að aka bíl. Erfitt er að vekja einstaklinga í þessu leiðslu-ástandi og séu þeir vakt- ir eru þeir oft ringlaðir og sér ómeðvitandi um það sem gerðist.“ Scientific American Mind, 31. janúar 2008. Spurningin: „Er mögulegt að aka bíl þegar maður er sofandi,“ var send breskum vef um svefnleysi í desember 2008. Í svarinu sagði m.a. að fyrirspyrjandi virtist líða af þeirri gerð svefngöngu sem kölluð er somnambulism. „Þetta ástand er býsna algengt og birtist á mjög mis- munandi hátt hjá fólki, eins og allt frá því að breyta einfaldlega um svefnstellingu til þess að stunda mjög hættulegt athæfi á borð við að aka bíl.“ www.insomniacs.co.uk Flókið athæfi í svefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.