Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 ÖSSUR Skarp- héðinsson utan- ríkisráðherra hélt í gær til Sví- þjóðar þar sem hann mun eiga fund með Carl Bildt, utanrík- isráðherra lands- ins. Svíþjóð fer nú með for- mennsku í ráð- herraráði Evrópusambandsins og mun Össur ræða við Bildt um aðild- arumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Þá munu þeir ræða næstu skref í umsóknarferlinu. Össur til Svíþjóðar til að ræða um ESB Össur Skarphéðinsson DAGANA 22.-26. júlí verður gönguhátíðin „Svartfuglinn“ hald- inn á sunnanverðum Vestfjörðum. Tilgangurinn með hátíðinni er að gefa fólki kost á að kynnast þeim frábæru gönguleiðum sem eru á svæðinu. Boðið er upp á bæði þung- ar og léttar göngur með leiðsögn sem kryddaðar eru með ýmsum uppákomum. Ókeypis er í göng- urnar en greiða þarf fyrir báts- ferðir. Svartfuglinn FÉLAG fagfólks í frítímaþjónustu skorar á sveitarstjórnir að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga. „Innlendar og erlendar rann- sóknir sýna að þátttaka í skipu- lögðu félags- og tómstundastarfi undir handleiðslu hæfra leiðbein- enda dregur úr líkum á hvers kyns áhættuhegðun, s.s. áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi,“ segir m.a. í ályktun. Frístundaþjónusta verði ekki skert STUTT SVAVAR Ottesen, prentari og fyrr- verandi bókaútgefandi, er látinn. Hann fæddist 21. september 1932 á Akureyri og bjó þar alla tíð. Foreldrar Svavars voru Þorkell V. Ottesen, prentari, og Jónína Jóns- dóttir. Svavar hóf nám í prentiðn hjá POB 15 ára og starfaði hjá fyrirtæk- inu allt til ársins 1967. Þá tók hann við annan mann á leigu Prentsmiðju Björns Jónssonar og þeir keyptu síð- an fyrirtækið þremur árum síðar. Þá stofnuðu þeir bókaútgáfuna Skjald- borg sem Svavar starfaði við árum saman. Árið 1988 söðlaði hann um og hóf störf hjá Degi og vann þar þang- að til hann settist í helgan stein. Svavar sinnti ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Framsóknarflokkinn í gegnum árin og einnig fyrir Knatt- spyrnufélag Akureyrar. Svavar kvæntist Önnu Maríu Þór- hallsdóttur árið 1953. Þau eignuðust sex börn og eru fimm á lífi. Svavar og Anna María slitu samvistir en sam- býliskona hans frá 1977 var Sóley Halldórsdóttir. Útför Svavars verður frá Akur- eyrarkirkju á morgun, föstudaginn 24. júlí, kl. 13.30. Andlát Svavar Ottesen www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Hörfatnaður 30% afsláttur Str. S - XXL Allar gerðir og stærðir Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer Póstsendum Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Ný sending Skór & töskur www.gabor.is Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, Sími: 562 2862 ÚTSALA - 40% Frábært úrval af sundfatnaði Hæðasmára 4 • 201 Kópavogur Sími 553 7355 • www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Glæsilegt úrval af sparilegum sumardressum á ÚTSÖLUNNI Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir á SMS „MEÐ þessum samningi og viljayfir- lýsingu er verið að tryggja í sessi stöðu garðyrkjubænda,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, en hann undirrit- aði í gær breytingar á gildandi aðlög- unarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá mars 2002. Við sama tækifæri kynnti hann nýja reglugerð sem tekur gildi 1. september nk. þar sem kveðið er á um að merkja skuli matjurtir með upprunalandi. Sagðist Jón sann- færður um að upprunamerking myndi styrkja stöðu íslenskrar fram- leiðslu enn frekar í sessi. Aðlögunarsamningurinn er sam- bærilegur breytingum sem gerðar voru á búvörusamningnum í apríl sl. varðandi framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Þannig eru samningsað- ilar, þ.e. ríkið, Bændasamtök Íslands og Samband garðyrkjubænda, sam- mála um að framlengja samninginn um tvö ár eða til ársloka 2013 og verður hann vísitölubundinn frá þeim tíma. Allar nánari upplýsingar um samninginn má finna á vef land- búnaðarráðuneytisins (www.sjavar- utvegsraduneyti.is). Samhliða samningnum var undir- rituð viljayfirlýsing um ásetning að- ila um að auka hagkvæmni íslenskr- ar ylræktar og auka möguleika greinarinnar á komandi árum. Við undirritunina minnti Þórhall- ur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda, á að garðyrkju- bændur væru enn óánægðir með hátt raforkuverð til garðyrkju- bænda. Sagðist hann fagna reglu- gerðinni um merkingu upprunalands enda hefði það verið baráttumál garðyrkjubænda sl. ár. „Samningar við bændur eru mikilvægari en menn hafa áður gert sér grein fyrir,“ sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Sagði hann nýlega samantekt BÍ sýna að ís- lenskur landbúnaður framleiði um 50% allra þeirra matvæla sem neytt er hérlendis. silja@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Undir berum himni Haraldur Benediktsson og Steingrímur J. Sigfússon rituðu undir samninginn ásamt Jóni Bjarnasyni og Þórhalli Bjarnasyni. Matjurtir merktar upprunalandi sínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.