Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 1971 • 2009 ÁTTU SUMARBÚSTAÐ? ER SJÓNVARPIÐ ÓSKÝRT? Stafrænar sjónvarpsútsendingar eru nú komnar í gang víða um land. Með þeim og stafrænum DVBT móttakara má ná fulkomnum myndgæðum. Þar sem áður var snjór og truflanir í mynd verða kristaltær myndgæði. Auk þess nást útsendingar frá Stöð 2 og Skjá 1 víða þar sem þær gerðu illa áður. Dantax DVBT510 • Stafrænn DVB-T MÓTTAKARI • Fyrir UHF/Digital útsendingasvæði • Samhæft við PAL sjónvarpstæki • EPG dagskrávísir • Hljóðstillingar • 2 Scart tengi • Sjálfvirk leit • Textavarp • Fjarstýring VERÐ 12.990 FRÁBÆRT VERÐ Ummæli Maximes Verhagens, ut-anríkisráðherra Hollands, sem sagði í þarlendum fjölmiðlum að það gæti seinkað aðild Íslands að Evrópusambandinu ef Alþingi sam- þykkir ekki Icesave-samninginn, hafa skiljanlega vakið reiði og and- úð ráðamanna hér á landi.     Steingrímur J. Sigfússon segir íMorg- unblaðinu í dag að þetta séu „loftfimleikar til heimabrúks“ og segir engin tengsl á milli þessara tveggja mála.     Össur Skarp-héðinsson ut- anríkisráðherra andmælti sömu- leiðis og sagði ummæli ráðherrans óheppileg.     Ögmundur Jónasson heilbrigð-isráðherra skrifaði í gær pistil á heimasíðu sína og segir þar um ummæli Össurar: „Undir það vil ég taka og bæta því við að tilraun til að tengja ríkisábyrgð vegna Icesave við aðildarumsókn Íslands að ESB er ósvífin og hlýtur að hringja var- úðarbjöllum meðal Íslendinga.“     Um það bil sólarhring áður skrif-aði Ögmundur hins vegar á sömu heimasíðu: „Ef við ekki göng- um í einum grænum frá Icesave er okkur sagt að aðildarumsókn til Evrópusambandsins sé í uppnámi! Skyldi öllu fórnandi fyrir það?“     Var ekki ráðherrann þarna ein-mitt að tengja saman afgreiðsl- una á Icesave og ESB-aðild, bara með öfugum formerkjum? Ög- mundi þykir væntanlega ekkert verra að eitthvað gerist, sem kem- ur í veg fyrir aðild Íslands að ESB.     Eða var þessi tenging hans baratil heimabrúks? Ögmundur Jónasson Tengingar til heimabrúks Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 18 skýjað Lúxemborg 27 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Bolungarvík 13 skýjað Brussel 27 léttskýjað Madríd 33 heiðskírt Akureyri 11 léttskýjað Dublin 16 skúrir Barcelona 27 heiðskírt Egilsstaðir 9 léttskýjað Glasgow 19 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 13 skýjað London 21 léttskýjað Róm 32 heiðskírt Nuuk 12 heiðskírt París 28 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 23 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Ósló 14 skúrir Hamborg 22 skýjað Montreal 19 alskýjað Kaupmannahöfn 19 skúrir Berlín 23 skýjað New York 26 heiðskírt Stokkhólmur 22 léttskýjað Vín 31 léttskýjað Chicago 23 alskýjað Helsinki 18 heiðskírt Moskva 19 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 23. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.04 0,1 7.08 3,9 13.14 0,1 19.26 4,4 4:08 23:02 ÍSAFJÖRÐUR 3.14 0,1 9.09 2,2 15.20 0,1 21.20 2,6 3:43 23:36 SIGLUFJÖRÐUR 5.32 0,0 11.52 1,4 17.33 0,2 23.55 1,5 3:25 23:20 DJÚPIVOGUR 4.11 2,1 10.20 0,1 16.43 2,5 22.58 0,3 3:30 22:39 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Norðan 8-13 m/s vestantil, annars hægari. Rigning N-lands og slydda til fjalla, en skúrir syðra. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast syðst. Á laugardag Breytileg átt og víða rigning eða skúrir. Hiti 5 til 13 stig, mildast A-lands. Á sunnudag og mánudag Austanátt og rigning, einkum S- og A-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðvestan til. Á þriðjudag Austlæg átt og fremur hlýtt. Dálítil væta við suður- og aust- urströndina, annars úrkomulít- ið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KLUKKAN 12 Í DAG Norðan og norðvestan 8-15 metrar á sekúndu, þó hægari suðaustan- og austanlands. Rigning norðantil og slydda eða snjókoma til fjalla, en skýjað og dálítil væta um tíma annars staðar. Hiti 3 til 12 stig á morg- un, mildast sunnanlands. GREIÐSLUMARK mjólkur verður 155 milljónir lítra yfir 16 mánaða tímabil en verðlagsárið hefur verið lengt, þar sem framvegis verður mið- að við almanaksárið líkt og fjárlög, í stað 1. september áður. Greiðslumarkið nemur um 116 milljónum á ársgrundvelli, sem er um 2% lækkun frá þessu verðlags- ári, þar sem greiðslumark er 119 milljónir lítra. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir ástæðu lækkunar vera þá að neysla á mjólk hafi dreg- ist aðeins saman í efnahagshruninu í haust. Því þurfi að eyða birgðum til að stilla stöðuna af. Reyndar hafi neysla á mjólk aftur farið að ná sér á strik í sumar en á tímabili hafi litið út fyrir að skerða þyrfti mjólkur- kvótann meira. Við úthlutun greiðslumarks er því skipt í sömu hlutföllum milli greiðslumarkshafa og á yfirstand- andi verðlagsári. Þannig fær bú, sem hefur 200 þúsund lítra greiðslumark á þessu ári, 260.504 lítra greiðslu- mark á því næsta. Beingreiðslur á mjólk nema nú tæpum 40 kr. á lítra, segir Baldur. Bændur hafi tekið á sig skerðingu sem nemi um 700 milljónum á ár- unum 2009-2011 en á móti hafi bú- vörusamningar verið framlengdir um tvö ár. sigrunrosa@mbl.is Greiðslumark mjólkur lækkar lítillega Var gert vegna minnkandi neyslu en mjólk er farin að seljast betur núna Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.