Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Þ ví fylgir nokkuð ein- kennileg tilfinning að spóka sig í íslenskum sumarhita í nýju hverf- unum á höfuðborgar- svæðinu. Lítið virðist hafa breyst frá því blaðamaður heimsótti Úlf- arsfellshverfið í Reykjavík og Leir- vogstungu í Mosfellsbæ fyrir um ári. Það er ró og spekt yfir öllu. Hálfkláruð hús eru á víð og dreif, opnir grunnar blasa við og upp úr þeim standa ógnvænlegir kopar- vírar. Það er lítið sem ekkert líf en í fjarska heyrist suð í háþrýstidælu og ef vel er að gáð má sjá nokkra menn bera poka sem virðast fullir af einhvers konar byggingarefni inn í nýlegan og ómálaðan bílskúr. Andrúmsloftið er svipað í mörgum öðrum nýjum hverfum. Það er þó augljóslega búið í fá- einum húsum í fyrrnefndum hverf- um. Fyrir utan reisulegt og ómálað einbýlishús hékk þvottur á snúru í veðurblíðunni. Það voru hins vegar engar rúður á efri hæð hússins heldur voru gluggarnir einungis varðir með plasti. Í Þingahverfinu í Kópavogi er útlitið öllu skárra. Þar eru mörg falleg og fullkláruð hús í bland við önnur grá og hálfkláruð steypu- og víravirki. Blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins furðuðu sig á því hversu illa hálfkláruð hús og grunnar voru varin, ekki síst með tilliti til að í grenndinni voru börn að leik. Lítið mál er fyrir fólk að komast inn í húsin sem eru sannkallaðar slysagildrur. Ábyrgðin byggingastjóra Að sögn Gísla Norðdahl, bygg- ingafulltrúa í Kópavogi, er það á ábyrgð byggingastjóra og eigenda húsa að sjá til þess að nægilega vel sé gengið frá framkvæmdum. „Við fylgjumst með þessu eins og við getum og hingað til hefur fólk verið samstarfsfúst og farið eftir beiðnum okkar. Í þeim til- vikum sem fólk hefur svo skilað aftur inn lóðum til bæjarins þá höf- um við reynt að sýna gott fordæmi og fylla í grunna og verja járn og slíkt. Það er hættuástandið og ör- yggið sem við horfum fyrst og fremst til.“ Í 56. grein byggingareglugerðar segir að ef byggingavinnustaður liggur við götu eða svo nálægt götu að hætta geti stafað af fyrir veg- farendur skuli girða hann af. Girð- ingar skuli þó ekki hindra umferð fótgangandi um götuna eða aðra umferð utan lóðar. Þá segir í 65. grein sömu reglu- gerðar að lóðarhöfum beri skylda til að hyggja að slysahættu barna þar sem séð er fyrir að börn verði að leik. Ljóst er að þessar skyldur eru vanræktar að einhverju leyti í nýju hverfunum í Reykjavík. „Við höfum verið í átaki og ýtt sérstaklega á eftir fólki frá því síð- asta haust þegar hægja fór á öllu. Við höfum farið reglulega í hverfin og sendum út bréf og hringjum í fólk svo það gangi frá fram- kvæmdum og fjarlægja laust rusl og hættuleg efni,“ segir Kristinn Aðalbjörnsson, verkefnastjóri hjá byggingadeild Mosfellsbæjar. Hann segir mjög misjafnt hversu lengi fólk sé að bregðast við til- mælum frá bænum. „Við höfum miðað við að gefa fólki svona tvær vikur til að bregðast við.“ Bankar nýir eigendur Í einhverjum tilvikum hafa bankar leyst til sín hálfkláraðar eignir frá fólki sem ekki hefur get- að staðið í skilum. Gísli segir að samskipti við þá sem sjá um slíkar eignir fyrir hönd banka hafi gengið vel. „Það hefur eiginlega gengið ótrúlega vel og þeir hafa sinnt skyldum sínum mjög vel.“ Hvað varðar ásýnd Kópavogs- bæjar segir Gísli að höfuðáherslan sé á öryggisatriðin. „Þetta er auð- vitað hörmungarástand og við vilj- um að ásýnd bæjarins sé góð. Hins vegar eru það helst öryggismálin sem við erum upptekin af þessa dagana, þau skipta öllu máli.“ Hálfkláruð og hættuleg  Mikið er um að hálfkláruð hús og steyptir grunnar standi opin í nýju hverfunum á höfuðborgarsvæðinu  Byggingafulltrúar þrýsta á fólk að ganga frá framkvæmdum enda börn oft að leik í nágrenninu Morgunblaðið/Heiddi Hús Algeng sjón í Þingahverfinu í Kópavogi eru hálfkláruð og opin steypuflykki við hlið fallegra einbýlishúsa. Afar auðvelt er að komast inn í húsin. Vírar Leiðin að leikvellinum í Leirvogstungu er þyrnum stráð. Nýbyggð hverfi á höfuðborgarsvæðinu „Þetta hverfi er slysagildra fyrir börnin – það er alveg ljóst,“ segir Halla Ólafs- dóttir. Hún var upptekin við að ferja hluti inn í nýtt hús sitt í Leirvogstungu í Mos- fellsbæ þegar blaðamaður tók hana tali. „Við erum svona að flytja dótið okkar hingað núna og stefnum á að vera flutt inn að fullu áður en skólinn hefst í sept- ember.“ Á hennar heimili eru fimm börn á aldrinum 2-16 ára. Hún bendir á að í ná- grenni við hús hennar sé lít- ill leikvöllur sem krakkar hafi gaman af skemmta sér á. Til þess að komast þangað þurfi krakkarnir hins vegar að leggja leið sína um fram- kvæmdasvæði sem lítur væg- ast sagt ekki gæfulega út. „Börnin sækja mikið í að leika sér á leikvellinum enda geta þau prílað í kastala þarna og svona. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þau þurfa að fara hér yfir grýtta slóð til að komast þangað.“ Í næsta nágrenni við hús hennar er jafnframt mikið um hálfkláruð hús sem standa opin aukinheldur sem víða má sjá steypta grunna þar sem vírar eru óvarðir. „Leirvogstunga er slysagildra fyr- ir börn eins og staðan er núna“ Mæðgin Halla Ómarsdóttir og sonur hennar Ómar Andri Pét- ursson í Leirvogstunguhverfinu. Skammt frá er leikvöllur. „Hér er alveg hreint ynd- islegt að búa þótt auðvitað séu hér ókláruð hús. Hér er enn allt í uppbyggingu og þetta er ákveðin sveit í borg,“ segir Jóna Björg Jónsdóttir, sem býr í Dalaþingi í Kópa- vogi. Hún býr í stóru og fallegu tvíbýlishúsi við merkilegar aðstæður. Í annarri íbúðinni býr sonur Jónu og manns hennar ásamt sinni fjölskyldu og í hinni búa þau hjónin ásamt fjölskyldu dóttur þeirra. Milli íbúðanna er sam- eiginleg stór borðstofa þar sem stórfjölskyldan borðar saman hvert kvöld. „Hér á heimilinu eru 10 börn og við erum yfirleitt fimmtán í mat hér á kvöldin,“ segir Jóna hlæjandi. Börnin eru frá ný- fæddu og upp í 13 ára. Í nágrenni hússins er mikið um malarvegi, hæðir og hóla. Einnig eru hálfkláruð og opin hús nálægt. „Það var ákveðið vandamál hérna fyrst að það voru mörg holræsi sem stóðu opin og sáust illa í myrkri. Við hringdum mikið út af þessu og loks var lokað fyrir þau sem betur fer. Við brýnum fyrir börn- unum að fara ekki að hús- unum hérna í kring.“ Brýna fyrir börnunum að hætta sér ekki nálægt opnum húsum Morgunblaðið/Heiddi Steypa Í nágrenni við hús Jónu eru hálfkláruð og opin hús. 1.150 Tala íbúða sem vinna er hafin við að einhverju leyti í Reykjavík. 500 Tala íbúða sem vinna er hafin við að einhverju leyti í Kópavogi. 400 Tala íbúða sem vinna er hafin við að einhverju leyti í Mosfellsbæ. Úr skýrslu VSÓ Ráðgjafar um framboð húsnæðis í byggingu á höfuðborgarsvæð- inu. Skýrslan var gefin út í júní sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.