Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 16
Svikabrigsl hatursfylkinga Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ VAR hluti áróðursherferðar aðildarandstæðinga að halda því fram að þeir stæðu frammi fyrir geysiöflugri breiðfylkingu að- ildarsinna sem hefði undirtökin, málflutningur sem átti ekki við rök að styðjast,“ segir Frank Rossavik, yfir- upplýsingafulltrúi já-hliðarinnar fyr- ir atkvæðagreiðsluna um ESB-aðild í Noregi 1994, aðspurður hvort reynt hefði verið að draga hlutlægni fjöl- miðla í efa. „Þótt rök hafi verið færð fyrir inn- göngu í sambandið í leiðurum flestra dagblaðanna myndi ég ekki segja að annarri hliðinni hefði verið hampað umfram hina í almennum fréttaflutn- ingi.“ – Á Íslandi hefur verið gripið til orðsins svikari í umræðum um aðild- arumsóknina. Bar á sambærilegri orðræðu þegar tekist var á um aðild í Noregi á síðasta áratug? „Þessi lýsing þín hljómar mjög kunnuglega í norska samhenginu, sérstaklega ef rifjuð er upp umræðan á 10. áratugnum. Ég er of ungur til að muna eftir umræðunum á 8. ára- tugnum en mér er tjáð að hún hafi meira og minna verið eins þá. Á síð- asta áratug heyrðust frá báðum hlið- um ásakanir sem voru hvorki á kurteisislegum né vinsamlegum nót- um. Þeir sem vændu andstæðinga sína um svik voru þó í minnihluta. Annað og þessu óskylt er að marg- ir sem tóku þátt í síðustu aðildar- umræðu taka alla jafna ekki þátt í umræðum um stjórnmál og það var mjög jákvætt. Þátttaka í þjóðar- atkvæðagreiðslunni var einnig góð (88,6%) og meiri en við eigum að venjast í þingkosningum.“ Beittu tilfinningarökum – Einkenndist málflutningur þessa hóps af tilfinningasemi? „Það skyldi ekki gera lítið úr eða gagnrýna notkun tilfinningaraka í stjórnmálaumræðum. Margir stilltu upp röksemdum sínum eftir tilfinn- ingalegum línum. Nefna má að ófáir á já-hliðinni héldu því fram að ekki væri hægt að búa við að bændur færu með völdin og að nauðsyn krefði að við yrðum nútímalegt ríki sem ætti aðild að sambandinu. Þetta voru sumpart tilfinningarök og því ekki aðeins nei-hliðin sem beitti þeim. Þá ber að hafa í huga að Noregur er ungt lýðræðisríki. Við fengum sjálfstæði frá Svíum 1905 og það ber því jafnan ríkulegan ávöxt að höfða til þjóðerniskenndarinnar í rökræð- um.“ – Var í aðildardeilunum að finna víti til að varast fyrir Íslendinga? „Það verður erfitt að komast hjá þeim á Íslandi vegna þess að ég held að andrúmsloftið sé sambærilegt og í Noregi, að margir líti svo á að landið sé í senn á jaðrinum og viðkvæmt fyrir hættum heimsins. Eflaust munu margir Íslendingar óttast aðild. Ég er svartsýnn á möguleika Ís- lendinga að komast hjá slíkri um- ræðu, einkum í ljósi aðdragandans að umsókninni, fjármálahrunsins. Ég óttast að þetta leiði til þess að íslenska aðildarumræðan verði jafn- vel enn harðvítugri en í Noregi. Von mín er hins vegar sú að um- ræðan á Íslandi verði siðaðri. Útfrá því litla sem ég veit um íslensku um- ræðuna er ég hins vegar ekki alltof vongóður um það.“ Ekki lengur svo viss Inntur að lokum eftir afstöðu sinni til aðildar kveðst Rossavik að svo komnu máli ekki sannfærður um að hagsmunum Noregs sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess, né heldur að hagur sambands- ins væri meiri með landið innan- borðs. „Ég gæti talið upp fjölmargar ástæður en læt nægja að nefna lofts- lagsmálin. Noregur er mikið olíu- vinnsluríki og ég held að sambandið hefði ekki getað viðhaft sömu fram- sækni í loftslagsmálum ef landið hefði verið aðili að því frá 1995.“ Morgunblaðið/Baldur Arnarson Frá Tromsø Norðmenn hafa tvívegis fellt ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Upplýsingafulltrúi já-hliðarinnar þegar Noregur felldi ESB-aðild 1994 varar við klofningi á Íslandi  Andstæðingar inngöngu sökuðu fjölmiðla um hlutdrægni  Ásakanirnar hluti áróðursherferðar Í HNOTSKURN »Rossavik telur að áhrifinaf inngöngu Íslands í ESB yrðu óveruleg í Noregi. »Það hafi t.a.m. ekki haftúrslitaáhrif að Svíar, sem standi þeim mun nær, skyldu hafa gengið í sambandið. »Hann segir mikinn viljafyrir því í Noregi og hjá ESB að viðhalda EES- samningnum. Frank Rossavik 16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Inntur eftir því hvaða áhrif umsókn Íslendinga hafi haft í Noregi segir Rossavik að nú sé meira rætt um ESB og EES-samninginn. „Það verður gengið til þingkosn- inga í haust og eflaust munu ein- hverjir flokkar víkja að aðildar- spurningunni. Ég tel ekki að þeir hefðu gert það ef ekki hefði komið til aðildarumsóknar Íslendinga. Það er skoðun mín að Hægri- flokkurinn, sem er hlynntur aðild, og Miðflokkurinn, sem er henni andvígur, myndu fagna tækifærinu til að geta gert aðildarspurninguna að kosningamáli enda eru þeir lík- legir til að njóta góðs af því.“ Aðspurður hvaða áhrif umsóknin hafi haft á Evrópustefnu norskra jafnaðarmanna segir Rossevik áhrifin lítil. Flokkurinn sé klofinn í afstöðunni til aðildar sem skýri hvers vegna leiðtogar hans hafi ávallt lagt meiri áherslu á að halda honum saman og vera við völdin en að ganga í sambandið. Hann segir flesta stjórnmála- menn hafa forðast að endurvekja aðildarumræðuna og bendir á að raunhæf stjórnarmynstur til hægri og vinstri feli í sér stóran jáflokk og tvo smærri neiflokka. Gefur tilefni til aðildarumræðu Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU eru 20 matvöruverslanir og sex bensínstöðvar opnar allan sólar- hringinn. Í nokkrum tilfellum eru aðeins nokkur hundruð metrar á milli verslananna. Stórtækastir í sólarhringsopnun eru eigendur 10-11 en alls eru 18 verslanir keðjunnar á höfuðborg- arsvæðinu opnar allan sólarhring- inn. Fyrir nokkru ákváðu stjórn- endur Hagkaupa, sem rekin eru undir hatti Haga, rétt eins og 10- 11, að hafa tvær verslanir opnar allan sólarhringinn; í Skeifunni og í Garðabæ. Kjötborðum í flestum Hagkaupaverslunum hefur hins vegar verið lokað og nú eru aðeins kjötborð í Hagkaupum í Garðabæ og í Kringlunni. Fjórar bens- ínstöðvar Skeljungs eru opnar all- an sólarhringinn og tvær bens- ínstöðvar N1. Á stöðvunum eru reknar litlar matvöruverslanir. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 200.000 manns og eru því um 7.700 manns, vakandi og sofandi, um hverja sólarhringsbúð. VR hefur ekki skoðun á afgreiðslutíma Sólarhringsafgreiðsla krefst vaktavinnu en margar rannsóknir hafa sýnt fram á neikvæða fylgi- fiska hennar, s.s. auknar líkur á svefnleysi, félagslega einangrun vegna óreglulegs vinnutíma og að samverustundum með fjölskyld- unni fækkar. Á hinn bóginn hefur verið bent á að vaktavinna hentar sumum ágætlega og virðist ekki hafa neikvæð áhrif á þá. Á sínum tíma barðist Versl- unarmannafélag Reykjavíkur gegn því að afgreiðslutími verslana yrði gefinn frjáls en nú hefur VR enga sérstaka skoðun á sólarhringsaf- greiðslu. Kristinn Örn Jóhannesson, for- maður VR, er gamall vakta- vinnumaður og hann segir að vaktavinna hafi bæði kosti og galla. Næturvinna geri engum gott en hægt sé að draga úr göll- unum með góðu vaktavinnukerfi. „En ég sé nú ekki að það þurfi svona gríðarlegt þjónustustig í allri borginni,“ bætti hann við. Kostnaðinum væri líklega velt út í verðlagið. „Á hinn bóginn hlýtur þetta að teljast jákvætt því langur afgreiðslutími er atvinnuskap- andi.“ 26 verslanir eru opnar allan sólarhringinn        !             "#"$%& '%( )*+'& !, -               "  ICELANDAIR hóf í gær beint áætl- unarflug milli Íslands og Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Af því tilefni klippti Birkir Hólm Guðnason, forstjóri félagsins, á borða í Leifs- stöð í gærmorgun. Síðar um daginn flugu Boeing-þotur Icelandair, sem voru að koma frá Evrópu, hringflug yfir höfuðborgarsvæðið af sama til- efni og með í för slóst Þristurinn, eða „gamli“ Páll Sveinsson. Samkvæmt upplýsingum frá Ice- landair fer svo fram kynningardag- skrá í Seattle í dag, í samstarfi við al- þjóðaflugvöllinn í Seattle og ferðamálaráð borgarinnar. Bókanir í flugið til Seattle og frá eru sagðar fara vel af stað. Þannig hafi sala á ferðum frá Seattle-svæðinu til Ís- lands verið meiri en gert var ráð fyr- ir. Flogið verður fjórum sinnum í viku í vetur: frá Íslandi á mánudög- um, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum kl. 17 og frá Seattle á þriðjudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum. bjb@mbl.is Ljósmynd/Ellert Grétarsson Beint flug til Seattle TVEIR karlar á fertugsaldri voru handteknir í Reykjavík í fyrradag eftir að í fórum þeirra fundust munir sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Málin eru óskyld en annar mannanna hefur nú játað innbrot í miðborginni. Karl um þrítugt var einnig handtekinn í Reykjavík eftir að hann freist- aði þess að komast með vörur úr stórmarkaði án þess að greiða fyrir þær. Snemma í gærmorgun voru síðan karl og kona á þrítugsaldri handtekin í Garðabæ eftir að í bíl þeirra fundust munir sem talið er að séu illa fengnir. Nokkur innbrot voru einnig tilkynnt. Brotist var inn í tvo bíla í Elliðaár- dal og einn í Hafnarfirði. Mikið um þjófnaði í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.