Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 18
Hverjir búa í N-Súdan? Flestir íbúar í norðurhluta Súdans eru múslímar og þar eru arabar í meirihluta. Þar er höfuðborgin Kart- úm en þar hefur verið mikill efna- hagslegur uppgangur vegna tekna af olíusölu, einkum til Kína. En í suðurhlutanum? Í suðurhlutanum eru flestir íbúarnir blökkumenn eins og í hinu umdeilda Darfur í vestri, annaðhvort kristnir eða fólk sem heldur tryggð við eldri trúarbrögð. Miklar olíulindir eru í suðurhlutanum. S&S 18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Í ÁÐUR leyni- legum, sov- éskum skýrslum er sagt að geim- verur og aðrar dularfullar ver- ur komi sér gjarnan fyrir í hafdjúpunum. Liðsmenn flot- ans eru nú að fara yfir fjölda skýrslna um frásagnir kafbáts- manna af undarlegum fyrirbærum í sjónum. Jyllandsposten vitnar í Vladímír Asjasja, fyrrverandi sjóliðsfor- ingja og áhugamann um Fljúgandi furðuhluti, sem segir könnunina geta orðið afar gagnlega. „Um 50% af frásögnum af Fljúgandi furðuhlutum tengjast hafinu og 15% að auki vötnum,“ segir hann. Yfirmaður kjarnorkukafbáts á vakki á Kyrrahafinu sá eitt sinn sex óþekkt fyrirbæri neðansjávar. Hann sigldi upp á yfirborðið og sá þá hlutina stíga upp úr sjónum og hverfa upp í loftið. kjon@mbl.is Geimverur á hafsbotni Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TEKIST hefur með aðstoð Al- þjóðlega gerðardómstólsins í Haag að afstýra nýrri styrjöld milli Norð- ur-Súdans og suðurhéraðanna. Dómstóllinn úrskurðaði í gær að breyta skyldi landamærum olíu- auðugs svæðis, Abyei, á mörkum norðurs og suðurs. Það er nú undir bráðabirgðastjórn ríkisstjórnar- innar í Kartúm. Báðir deiluaðilar segjast una úrskurðinum en svæði norðanmanna stækkar við hann. Friðarsamningar náðust árið 2005 eftir tveggja áratuga, blóðuga styrj- öld og var mynduð samsteypustjórn til bráðabirgða. Leiðtogi helstu fylk- ingar sunnanmanna, Frelsishreyf- ingar Súdans, Deng Alor, var áður liðsmaður uppreisnarherjanna í suðri en er nú utanríkisráðherra í samsteypustjórn Omars al-Bashirs forseta. En friðurinn er ótryggur og í fyrra kom til harkalegra átaka og mannfalls í suðri milli sunnanmanna og stjórnarhermanna. Nokkrir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru sendir til Abyei áður en dómstóllinn í Haag kvað upp úrskurð sinn. Ætlunin er að efna til þjóðar- atkvæðis í suðri árið 2011 um það hvort landshlutinn fái sjálfsstjórn innan Súdans en sumir vilja ganga enn lengra og fá fullt sjálfstæði. Sama ár munu íbúar Abyei einnig ákveða hvort þeir vilji að svæðið til- heyri norður- eða suðurhlutanum. Í suðri þykir mönnum arabarnir í norðri, sem ráða mestu í Súdan, sýna öðrum landshlutum mikinn yf- irgang. En athygli umheimsins hef- ur síðustu árin beinst meira að Darf- úr í vestri. Þar eru ráðamenn í Kartúm sakaðir um að stuðla að þjóðarmorði á svörtum íbúum. Nýju stríði afstýrt í Súdan Gerðardómur úrskurðaði í deilu um landsvæði á mörkum norðurs og suðurs Reuters Stutt, takk! Karlmaður fær klippingu í Nasir í suðaustanverðu Súdan. Kristnir eru í meirihluta í Suður-Súdan en múslímar í norðurhlutanum. NÝ skoðanakönnun bendir til þess að fylgi Silvios Berlusconis, for- sætisráðherra Ítalíu, hafi aldrei verið minna frá því að hann tók við embættinu í apríl í fyrra. Eru minnkandi vinsældir Berlusconis meðal annars raktar til frétta um kvennamál hans. Stjórnarand- staðan hefur óskað eftir umræðu á þinginu um hvort hneykslismálin hafi valdið landinu álitshnekki og grafið undan ríkisstjórninni. Nýjasta hneykslismálið snýst um meint samband Berlusconis við vændiskonu eftir að fjölmiðlar birtu leynilegar upptökur kon- unnar á beðmálum hennar og for- sætisráðherrans. Berlusconi hefur ekki neitað því að hafa verið í tygj- um við konuna en kveðst ekki hafa vitað að hún sé vændiskona. Í nýrri viðhorfskönnun kvaðst helmingur aðspurðra bera lítið eða ekkert traust til forsætisráð- herrans en 49% sögðust treysta honum. Um 53% sögðust treysta Berlusconi í samskonar könnun fyr- ir mánuði og um 60% í september síðastliðnum. Ítalska dagblaðið La Repubblica sagði að góð frammistaða Berlus- conis á leiðtogafundi G8-landanna á Ítalíu í síðasta mánuði kynni að hafa komið í veg fyrir enn meira fylgistap. Ítalski stjórnmálaskýr- andinn Marc Lazar sagði að farið væri að þykkna í kjósendum vegna hneykslismálanna, „einkum kirkju- ræknum kaþólikkum, sveitafólki og öldruðum“. Reuters Umdeildur Berlusconi er ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Kvenna- mál veikja Berlusconi Minnkandi fylgi rak- ið til hneykslismála KARLMAÐUR í milljónaborginni Yangon, öðru nafni Rangoon, í Búrma sýnir snáka sína í gær. Hann selur olíu sem unnin er úr fitu dýranna en hún er sögð geta verið verkjastillandi. Nátt- úrulyf unnin úr eitursnákum hafa víða um heim verið talin gagnleg þótt oft hafi svindlarar notað tækifærið til að selja svikna vöru. Og deilt er um gagnsemi snákaolíu. Í ensku hefur hugtakið snákaolíusali fengið merkinguna svikahrappur. Margt er hægt að kaupa á götum Yangon Reuters Er snákaolía góð gegn verkjum? HILLARY Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í gær hafa miklar áhyggjur af hernaðarlegri samvinnu stjórnvalda í Norð- ur-Kóreu og Búrma, meðal annars af vísbendingum um að Norður-Kóreumenn væru að aðstoða herforingjastjórnina í Búrma við að þróa kjarnavopn. Clinton sagði að hernaðar- legt samstarf Norður-Kóreu og Búrma myndi grafa undan friði í Suðaustur-Asíu. „Þetta væri bein ógn við grannríki Búrma,“ sagði Clinton í Bangkok þar sem hún ræddi við utanríkisráð- herra aðildarríkja ASEAN, samtaka ríkja í Suð- austur-Asíu. Clinton sagði einnig á fundinum að Bandaríkja- menn væru tilbúnir til að efla varnir grannríkja Írans við Persaflóa ef Íranar kæmu sér upp kjarnavopnum. Hún áréttaði að Bandaríkjastjórn léði enn máls á samningaviðræðum við Írana en refsiaðgerðir kæmu einnig til greina. Clinton sagði að ef Bandaríkjamenn efldu varn- ir grannríkjanna væri ólíklegt að kjarnavopn myndu efla Írana eins og þeir héldu. Dan Meri- dor, sem fer með leyniþjónustumál í stjórn Ísr- aels, gagnrýndi ummælin og sagði þau benda til þess að Bandaríkjastjórn sætti sig við þann mögu- leika að Íranar eignuðust kjarnavopn. bogi@mbl.is Óttast að Búrma þrói kjarna- vopn með hjálp Norður-Kóreu Hillary Clinton segir Bandaríkjastjórn tilbúna til að efla varnir grannríkja Írans Í HNOTSKURN » Sérfræðingar segja að engin sönnun séfyrir því að herforingjastjórnin í Búrma sé að reyna að þróa kjarnavopn með hjálp Norður-Kóreumanna en fram hafi komið vísbendingar um að svo sé. » Búrmaher hefur átt viðskipti við norð-ur-kóreskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í kjarnorkutækni og er talið hafa aðstoðað við smíði kjarnakljúfs í Sýrlandi sem Ísr- aelar eyðilögðu í loftárás árið 2007. Hillary Clinton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.