Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Bónus Gildir 23.-26. júlí verð nú áður mælie. verð Myllu heimilisbrauð, 375 g ......... 98 139 261 kr. kg GV ferskar grísakótilettur ............ 698 898 698 kr. kg GV ferskt grísagúllas .................. 798 898 798 kr. kg GV ferskt grísasnitsel .................. 798 898 798 kr. kg GV ferskt grísahakk .................... 498 598 498 kr. kg Fanta appelsín, 2 ltr. .................. 129 198 65 kr. kg Maarud snakk, 350 g................. 298 398 851 kr. kg Bónus ferskar kjúklingabringur .... 1.498 1.798 1.498 kr. kg Bónus ferskt kjúklingafillet .......... 1.598 1.798 1.598 kr. kg Saltað hrossakjöt, 3 kg í fötu ...... 698 0 233 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 23.-25. júlí verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði.......... 898 1.398 898 kr. kg Nautabuff piparsteik úr kjötborði. 1.498 1.998 1.498 kr. kg Hamborgarar 80 g, 4 stk. ........... 456 548 114 kr. stk. FK kjúklingabringur .................... 1.665 2.220 1.665 kr. kg Móa 1/1 ferskur kjúklingur ......... 649 998 649 kr. kg SS hunts BBQ grísakótilettur....... 1.430 1.788 1.430 kr. kg Fjallalambs fjallalæri.................. 1.583 2.473 1.583 kr. kg Ali úrb. svínakótilettur ................ 1.924 2.565 1.924 kr. kg FK grill svínakótilettur ................. 1.198 2.098 1.198 kr. kg Hagkaup Gildir 23.-26. júlí verð nú áður mælie. verð Svínakótelettur, hunangslegnar ... 1.019 1.698 1.019 kr. kg Holta kjúklingalundir .................. 1797 2.899 1.797 kr. kg Ferskur kjúklingur, heill............... 649 998 649 kr. kg Kryddlegnar lambalærisneiðar .... 1.598 1.998 1.598 kr. kg SS piparlegið nauta-ribeye ......... 2.039 2.718 2.039 kr. kg Hvítlaukskryddleginn silungur ..... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Steinbakað baguette ................. 249 429 249 kr. stk. Völu kókosbollur, 4 stk ............... 299 328 299 kr. pk. Vilko vöfflumix, 500 g................. 499 593 499 kr. pk. Myllu skúffukökur, 3 tegundir ...... 379 448 379 kr. stk. Krónan Gildir 23.-26. júlí verð nú áður mælie. verð Lambalæri ................................ 1.069 1.698 1.069 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1.259 2.098 1.259 kr. kg Grísahnakkasn., úrb. kryddaðar .. 849 1.798 849 kr. kg Grísakótilettur, lúxus beinlausar .. 1.199 1.998 1.199 kr. kg Ungnautasnitsel ........................ 1.498 2.298 1.498 kr. kg Ungnautagúllas ......................... 1.498 2.198 1.498 kr. kg Grillborgarar með brauði, 4 stk.... 598 598 598 kr. pk. Móa kjúklingalæri, magnpakk. .... 498 949 498 kr. kg Goða grísahnakkar, pipar og bbq 1.598 1.998 1.598 kr. kg Ferskjur, öskjur .......................... 215 429 215 kr. pk. Nóatún Gildir 23.-26. júlí verð nú áður mælie. verð Lambalæri, kryddað................... 1.198 1.898 1.198 kr. kg Lambahryggur ........................... 1.399 1.998 1.399 kr. kg Lamba ribeye með hvítlauk/ rósmarín ................................... 2.998 3.998 2.998 kr. kg Grísakótilettur............................ 839 1398 839 kr. kg Ungnautaborgari, 90 g ............... 99 159 99 kr. stk. Ungnauta piparsteik .................. 1.998 3.498 1.998 kr. kg Laxaflök, krydduð ...................... 1.480 1.798 1.480 kr. kg Laxasneiðar .............................. 1.075 1.398 1.075 kr. kg Ísl. kjúklingabringur, skinnlausar . 1.699 2.698 1.699 kr. kg Móa krydduð læri ...................... 599 865 599 kr. kg helgartilboðin Kjúklingur og kótilettur Morgunblaðið/Golli Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Hugrún Ívarsdóttir opnaði ádögunum laufabrauðsset-ur við Strandgötuna á Ak- ureyri. Hugrún, sem er menntað- ur hönnuður, vakti athygli fyrir nokkrum árum fyrir servíettur með laufabrauðsmynstri, og fleiri vörur hafa nú bæst í þá „línu“ – dúkar, svuntur, viskustykki og jólagersemar, auk bæklinga með mynstri. Staðsetning setursins er heppi- leg; Hugrún býr í sama húsi og hefur þar vinnustofu og auk þess leggjast skemmtiferðaskip, sem koma til bæjarins, að bryggju steinsnar frá. Og ætlunin er auð- vitað að ná til hinna erlendu gesta. „Það þarf að kynna útlendingum þennan sérstaka þátt menningar okkar, sem á sér hvergi hliðstæðu. Ég áttaði mig varla á því, hve laufabrauðið er merkilegt, fyrr en ég hafði búið í útlöndum,“ segir Hugrún í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Laufabrauðssetrið þróaðist út frá vinnu minni síðustu ár, en það sem varð til þess að ég steig þetta skref núna var að ég fékk mynd- arlegan styrk, sem iðnaðarráðu- neytið veitir til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir hún. Hugrún er menntuð í útstill- ingahönnun frá Dupont, Dek- oratørfagskole í Kaupamannahöfn og starfar sjálfstætt, jöfnum hönd- um við útstillingar og eigin verk- efni. „Hugmyndin með stofnun laufa- brauðssetursins er að skapa meiri atvinnu. Ég geri mér ekki grein fyrir því hve stórt þetta verður. Ég opnaði fyrir nokkrum dögum, hingað kemur töluvert af fólki og viðbrögðin eru góð. Útlendingum finnst skemmtileg upplifun að koma hingað,“ segir Hugrún Ív- arsdóttir. Laufabrauðið á sér hvergi hliðstæðu Hugrún Ívars- dóttir opnar laufabrauðssetur á Akureyri Setur Laufabrauðssetrið er í gömlu húsi í eigu fjölskyldu Hugrúnar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Án hliðstæðu Hugrún heldur á dúk með laufabrauðsmynstri sem hún hefur hannað og selur í laufabrauðssetri sínu á Akureyri. Alvöru? Útskorið laufabrauð er til sýnis í glerskáp á veggnum hjá Hug- rúnu. „Er þetta alvöru brauð? Brauð til þess að borða?“ spurði erlend kona sem kíkti inn á meðan blaðamaður rabbaði við hönnuðinn. Það náðist á mynd er PállImsland fékk koss frá hestinum sínum og varð honum að orði: Fækkað hefur hárunum harla mjög með árunum og gerast gráir vangar, fæ þó koss á kjammann minn kærleiksríkan, ósvikinn óðar ef mig langar. Sigrún Haraldsdóttir orti að bragði um þessa „undurfallegu mynd“: Imsland þarna ör og dreyminn ungri hryssu vangann bauð, og litla rauðka, læddi feimin léttum kossi á stóra rauð. Jón Ingvar Jónsson setur saman nokkrar „Ísbjargarlínur“: Hnípinn í buddu hundrað kall hímir og eftir gengisfall vart er að verðleik metinn; af honum greiddi ég eitt sinn skatt, ávöxt hann bar og fékk mig glatt; hirðir hann bráðum Bretinn. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af kossi og Bretanum SILFRAÐ og seiðandi skart var til sýnis á tískusýningu í Beirút í Líbanon í vikunni. Meðal þeirra sem þar sýndu var skartgripahönnuðurinn Christian Bonja. Þótt skartið hans sé kannski ekki á færi almennings að kaupa þá má hafa það til hliðsjónar um hvaða tónn ráði ríkjum í tískunni. Reuters Konunglegt skart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.