Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ástandið ílöggæslu-málum á höfuðborgarsvæð- inu er graf- alvarlegt. Hlut- verk lögreglunnar er að gæta öryggis borgaranna. Vegna fá- mennis og fjárskorts á hún erfiðara og erfiðara með að gegna því. Í Morgunblaðinu í gær er greint frá bréfi ónafngreinds lögreglumanns, sem lýsir ófremdarástandi hjá lögregl- unni. Þar segir að dæmi séu um að rannsóknarlögreglu- menn hafi um hundrað mál til rannsóknar og algengt að menn hafi nokkra tugi til rann- sóknar og þeim fjölgi jafnt og þétt. Álagið er slíkt að rann- sókn mála situr á hakanum, snýst um að „safna upplýs- ingum í blaðabunka sem kem- ur í flestum tilfellum til með að rykfalla í skjalageymslum“, svo vitnað sé til orða bréfrit- arans. Fjallað var um vandamál lögreglunnar í fréttaskýringu eftir Halldóru Þórsdóttur blaðamann í Morgunblaðinu 5. júlí. Þar kom fram hvað kraft- ar lögreglunnar eru dreifðir og var nefnt sem dæmi að á næturvöktum á virkum dögum gæti fjöldi vaktmanna farið niður í tíu manns, sem þýði að þegar umferðardeildin sé farin heim sjái fjórir til fimm bílar um allt svæðið á milli Hval- fjarðar og Voga á Vatnsleysuströnd. „Lögreglumenn upplifa óöryggi enda getur maður hæglega lent í þeim aðstæðum að þurfa liðs- auka en vita að það er langt í næsta bíl,“ segir einn viðmæl- andi í fréttaskýringunni. Nú þarf að spara í samfélag- inu, en sparnaðurinn má ekki vera út í bláinn. Flatur nið- urskurður getur haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Á Íslandi má ekki skapast það ástand að lögbrjótar hugsi sér gott til glóðarinnar vegna þunnskipaðrar lögregluvakt- ar. Í frétt Andra Karls blaða- manns í Morgunblaðinu í gær áréttar Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæð- isins, að embættinu sé gert að skera niður líkt og öðrum og það auki auðsjáanlega álag, Alþingi taki ákvarðanir um framlög, lögreglunnar sé að sinna sínu starfi eftir bestu getu hverju sinni. Augljóst er að áður en ráðist er í niðurskurð þarf að skil- greina verkefni lögreglunnar. Hverju á lögreglan að sinna og hvað þarf hún mikinn mannafla þannig að hún geti gert það? Sparnaður í lög- gæslu á ekki að verða til þess að grafa undan öryggi borg- aranna. Um það getur ekki verið ágreiningur. Álagið eykst og öryggi borgaranna minnkar} Lögregla í svelti Auðlindumfylgir ekki alltaf gæfa. Það hafa mörg ríki Afr- íku sannreynt með afdrifaríkum hætti. Samtökin Global Wit- ness birtu á þriðjudag skýrslu þar sem því er haldið fram að vestræn fyrirtæki hafi í raun fjármagnað stríðsreksturinn í Austur-Kongó þar sem geisað hafa einhver blóðugustu átök seinni tíma. Í Austur-Kongó er að finna hráefni á borð við coltan og cassiterite, sem notuð eru í flókin rafeindatæki. Höfundar skýrslunnar leituðu til þekktra alþjóðlegra framleiðenda slíkra tækja og fengu þau svör að vitaskuld gerðu þeir harðar kröfur um uppruna hráefnisins í framleiðslu þeirra, en á milli þeirra og upprunalega seljand- ans í Afríku eru margir millilið- ir. Mótsögnin er sú að stóru vestrænu fyrirtækin segjast ekki hafa bolmagn til að fylgja kröfum um uppruna niður alla framleiðslukeðjuna. Viðskipti með blóðdemanta frá Afríku hafa verið fordæmd og tilraun gerð til þess að stöðva þau. Þessi viðskipti eru af sama toga eins og fram kom í frétt í Morg- unblaðinu í gær. Seljendur hráefnisins ýta undir átök þar sem efnin er að finna, dæla fé í vígahópa og skapa sér svigrúm til að græða á námuvinnslunni án afskipta umheimsins. Vest- rænu fyrirtækin vilji hins veg- ar ekki vita hvar hráefnin eigi uppruna sinn og leggi sig fram um að komast ekki að því. Í niðurlagi skýrslunnar segir að í Austur-Kongó séu skæru- liðaforingjar, sem halda muni ótrauðir áfram ofbeldisverkum á meðan þeir geta hagnast á að nema hráefnin og vinna með ólöglegum hætti. Það er hlut- verk alþjóðasamfélagsins að stöðva þessa viðskiptahætti. Þar dugar ekki að lýsa yfir áhyggjum, grípa þarf til raun- verulegra aðgerða. Þar til það verður gert mun blóðið halda áfram að renna í stríðum straumum í Austur-Kongó. Vestræn fyrirtæki eiga ekki að hagnast á arðráni í Afríku} Auðlindir og ógæfa F átt gleður þann er þetta ritar meira en þegar hann verður vitni að því að fólk skipti um skoðun. Þrosk- aður andi skilur óhikað við fyrri skoðanir sínar telji hann sannfær- andi rök benda til þess að þær séu að einhverju leyti óupplýstar eða einfaldlega rangar. Hann neitar að gerast þræll skoðana sinna og vill að þær þróist og breytist með honum eftir því sem reynsla hans eykst og hugur hans leitar á nýjar brautir. Og hann lítur sjálfan sig og skoðanir sínar gagnrýnum augum því hann gerir sér grein fyrir ákaflega takmarkaðri þekkingu sinni á veruleikanum og rökleysunni sem felst í því að telja eigin skoðanir á einhvern hátt eilífar. Þó er það tilhneiging manna að ríghalda í eig- in skoðanir og berjast við að renna frekari stoð- um undir þær fremur en að leita að hnökrum þeirra og röksemdum gegn þeim. Hin rétta og æskilega leið að því að styrkja eigin skoðanir er sú að leitast við að hrekja þær enda eykst gildi skoðana því betur sem þær standast gagnrýni. Markmiðið á þó aldrei að vera að styrkja skoðun heldur að þróa hugsun sína með sjálfs- gagnrýni. Slíkt getur hins vegar leitt til þess að trú á ákveðna skoðun styrkist. Stjórnmál snúast á yfirborðinu um skoðanir en á þeim vettvangi virðist einstaklega lítið rými til þess að fá að skipta um skoðun. Alþingismenn sem skipta um skoðun eru litnir hornauga, ekki síst af þeim sem kusu þá vegna þess að þeir voru á ákveðinni skoðun. Við getum hins vegar ekki gert þá kröfu til fólks að það megi ekki skipta um skoðun – það hafi verið kosið til ákveðinnar skoðunar. Við kjósum tiltekna þingmenn vegna þess að við treystum (eða er- um öllu heldur tilneydd til þess að treysta) dómgreind þeirra en ekki vegna þess að þeir hafa ákveðna og bjargfasta skoðun sem þeir mega ekki breyta. Skoðanir á ekki að klappa í stein, þær skulu vera frjálsar og lifandi. Það er svo önnur saga hvort það er eitthvað til sem heitir að skipta um skoðun í stjórnmálum eða hvort það sé aðeins breytt einstaklingsbundið hagsmunamat. Þeg- ar þingmenn þurfa að verja slík sinnaskipti grípa þeir yfirleitt til viðteknu klisjunnar um að hafa fylgt sannfæringu sinni. Sá er þetta ritar hefur verið svo heppinn að hafa fengið örlitla innsýn í starf pólitískra ung- liðahreyfinga. Það er óhætt að halda því fram að gagnrýnin hugsun gagnvart eigin skoðunum og hugmyndum þrífst illa í slíku umhverfi enda snýst starfið að mestu um að inn- ræta fólki viðteknar flokkshugmyndir – hugsun hjarðdýrs- ins – fremur en að rækta anda þess og þroska. (Þetta er ekki síst einkennilegt þegar kemur að flokkum sem út á við kenna sig við einstaklingshyggju.) Áhrifin leyna sér ekki. Ungir holdgervingar Jónasar frá Hriflu, Miltons Friedman og Che Guevara vaða uppi og þylja upp einsleitar skoðanir sínar hvarvetna í kór; í fjölmiðlum, á Facebook og í Fjarð- arkaupum. En það eina sem eftir situr er ómurinn frá bergmálinu. haa@mbl.is Halldór Armand Ásgeirsson Pistill Skiptar skoðanir Banaslys útlendinga oft af svipuðum meiði FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is M argt er líkt með alvar- legum umferðar- slysum hér á landi þar sem útlendingar eiga í hlut en þeim fjölgar jafnan í júlí og ágúst þegar ferða- mannastraumur er mestur. Í mörgum tilfellanna er um að ræða útafakstur og bílveltur sem rekja má til reynsluleysis í akstri við íslenskar aðstæður. Þá er bílbeltaleysi áberandi í banaslysum út- lendinga og er í þeim tilfellum iðulega álitið að beltin hefðu bjargað lífi við- komandi. Andlát erlendrar konu í fyrradag þegar bíll sem hún var farþegi í valt of- an í fjöru í Álftafirði er annað banaslys- ið í umferðinni á þessu ári þar sem út- lendingar eiga í hlut en í hinu tilfellinu var ekið á gangandi vegfaranda. Að sögn Önundar Jónssonar, yfirlög- regluþjóns á Vestfjörðum, er breiður, malbikaður vegur á staðnum þar sem bíllinn fór út af og er ekki vitað hvað olli slysinu. Sigurður Helgason hjá Umferðar- stofu segir tvennt skera sig úr er varðar banaslys útlendinga. „Það er nokkuð ljóst að stærsta vandamálið er belta- leysi en langflest þessara slysa eru útaf- akstrar.“ Algengt sé að slík slys verði þar sem malbik endar og malarvegur tekur við, en þá athugi margir ekki að draga þurfi úr hraðanum þegar á möl- ina er komið. Áhersla á upplýsingar Sé litið á tölfræðina kemur í ljós að frá árinu 2000 létust 20 útlendingar í 18 umferðarslysum hér á landi. Flestir þeirra voru ferðamenn en í einhverjum tilfellum var þó um að ræða fólk sem var búsett hérlendis. Í tólf tilfella var um að ræða útafakstur, sennilega af malarvegi eða vegna lausamalar í átta þeirra. Ekki er til sundurliðun á beltanotkun fyrir allan tímann en skv. skýrslu Rannsóknanefndar umferðarslysa frá 2005 notuðu aðeins tveir af þeim sjö útlendingum sem létust í banaslysum hér á landi á árunum 2000–2004 bíl- belti. Í mörgum slysanna er talið að belti hefðu bjargað lífi viðkomandi. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikla áherslu lagða á öryggismál í tengslum við akstur ferðamanna hér- lendis. „Þegar útlendingur fær bíla- leigubíl afhentan er stórt og mikið skilti á stýrinu með upplýsingum um hvernig er að keyra á Íslandi. Þar er sérstaklega varað við malarvegum sem og sauðfé og öðru því sem þykir hættulegt hér á vegum og útlendingar eru ekki vanir.“ Þessum upplýsingum sé einnig komið á framfæri við þá út- lendinga sem hingað koma á eigin bíl- um með Norrænu, m.a. með því að af- henda þeim bæklinga. Hvað varðar merkingar á vegunum sjálfum segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, að yfirleitt séu skiltin alþjóðleg og ekki með miklum texta. „Við höfum verið mjög íhaldssamir með að taka upp tví- tyngt vegamerkingakerfi.“ Undan- tekningin sé þó merkingar þar sem farið er inn á malarveg af bundnu slit- lagi, en þar hafi á mörgum stöðum verið gerð tilraun með stærri skilti á ensku, m.a. vegna þess að umrædd merking er séríslensk. Því þekki er- lendir ökumenn þau ekki heiman frá sér. Morgunblaðið/Einar Falur Ferðahugur Ísland heillar marga ferðamenn en getur verið varasamt. Tuttugu útlendingar hafa látið lífið í umferðinni hér á landi frá árinu 2000. Í mörgum tilfellum koma íslensku malarvegirnir við sögu sem þó var ekki raunin í banaslysinu í fyrradag. NOKKUR banaslys útlendinga hér á landi undanfarin ár urðu þar sem framkvæmdir við vegabætur stóðu yfir. Í einu tilfelli voru vega- vinnuskilti á íslensku auk eins há- markshraðamerkis. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, tek- ur undir að merkingum vegna vegaframkvæmda hafi verið ábóta- vant, en það standi til bóta. „Við er- um nýbúnir að taka í notkun nýjar reglur um vinnustaðamerkingar þar sem merkin eru stærri og fleiri auk þess sem eftirlit með þeim verður meira en hingað til.“ M.a. er sú nýbreytni tekin upp að nota neongræn ljós þar sem hraðinn hef- ur verið tekinn niður og segir Pétur vonir standa til að það skili góðum árangri. Þá verði þegar í útboðum gert ráð fyrir merkingum og í stærri verkum þurfi að setja merk- ingar inn á verkteikningar. BÆTT MERKI ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.