Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Iðandi mannlíf á Ingólfstorgi Engum þarf að leiðast á meðan hann dvelst í miðbænum og á Ingólfstorgi má dvelja við ýmsa iðju. Sumir hjóla, aðrir spjalla og enn aðrir gæða sér á ljúffengum ís. Eggert UNDIRRITAÐUR var kallaður á fund efnahags- og skatta- nefndar Alþingis í síð- ustu viku til þess að ræða greiðslugetu Ís- lands samkvæmt Ice- save-samningnum. Daginn áður hafði Seðlabanki Íslands birt minnisblað um greiðslu- byrði landsins af er- lendum lánum þar sem meginnið- urstaðan er skýr: „Þjóðarbúið verður fyllilega fært um að standa undir Icesave-samningunum.“ Þeg- ar rýnt er í forsendurnar sem bank- inn gefur sér fyrir þessari nið- urstöðu kemur í ljós að þar ríkir svo mikil bjartsýni að undrum sætir. Ótrúverðugar forsendur Lykilforsendur í minnisblaði Seðlabankans eru eftirfarandi. 1. Gengi krónunnar: Seðlabankinn miðar við að gengi íslensku krón- unnar verði 14% sterkara en það er í dag. Helsta röksemdin virðist vera trú bankans á eigin peningamála- stjórnun sem hlýtur að þýða að bankinn ætli sér að halda vöxtum háum í langan tíma. Í minnisblaðinu er einnig birt svokölluð „lakari spá“ bankans (nokkurs konar „worst case scenario“) þar sem gert er ráð fyrir að gengið gagnvart sterlingspundi veikist, en þó ekki meir en svo að það taki 7 ár að ná því stigi sem það er í dag. Þetta er sýnt á mynd 1. Í lakari spánni er ekki minnst á gengi krónunnar gagnvart evru og virðist sem það eigi að haldast áfram sterkt allan þennan tíma. Í hagfræðigrein- ingum af þessu tagi er vanalegt að miða við a.m.k. eitt staðalfrávik frá sögulegu gengi krónunnar. Þetta er gert á mynd 1 og þá sést hversu létt- væg „lakari spá“ bankans er í raun. 2. Viðskiptajöfnuður: Seðlabank- inn gerir ráð fyrir að afgangur af viðskiptum við útlönd verði marg- feldi af því sem best hefur verið í sögu landsins. Þetta sést á mynd 2. Af helstu forsendum bankans má nefna að gert er ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík, að nýtt álver rísi í Helguvík og sala á danska FIH-bankanum gangi eftir á ágætu verði. Ekki er ljóst hvort stækkunin í Straumsvík er sú sem Hafnfirð- ingar höfnuðu árið 2007 en sé svo virðist Seðlabankinn vera að taka pólitíska afstöðu til málsins. Raf- orkuframleiðsla fyrir álverið í Helguvík er í uppnámi eftir að Evr- ópski fjárfesting- arbankinn hætti við að afgreiða lán til Orkuveitu Reykja- víkur. Jafnvel þótt ál- versspár Seðlabank- ans gangi eftir er viðskiptajöfnuðurinn sem miðað er við ótrúlega hagstæður: Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun var um 130 milljarðar króna en Seðlabank- inn gerir ráð fyrir a.m.k. 130 millj- arða króna afgangi á hverju ári í 10 ár. Þess má geta að viðskiptajöfn- uðurinn var reyndar neikvæður flest árin sem Kárahnjúkar voru í byggingu. Þá er hlutabréfaverð FIH-bankans háð mikilli óvissu enda hefur sú stofnun nýlega þegið aðstoð frá danska ríkinu og láns- hæfiseinkunnin verið lækkuð. 3. Hagvöxtur: Spá Seðlabankans um hagvöxt hlýtur að teljast mjög óraunhæf. Mynd 3 sýnir spána í samanburði við spá breska fjár- málaráðuneytisins um hagvöxt í Bretlandi. Samkvæmt þessu mun samdráttarskeiðið á Íslandi vera svipað og í Bretlandi næstu 2 ár og síðan mun hagvöxturinn hér verða 30% meiri er í Bretlandi á næstu 7 árum. Þó Bretar búi við erfitt efna- hagsástand hafa þeir ekki orðið fyr- ir kerfishruni líkt og gerst hefur á Íslandi. Þess ber að geta að breska ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir óhóflega bjartsýni í spá sinni. Niðurstaða greiningar Seðla- bankans er sú að sterkt gengi og mikill vöxtur landsframleiðslu geri skuldir íslenska ríkisins sem nú eru fjallháar að smáræði að 7 árum liðn- um. Þetta gengur svo langt að það skiptir nánast engu hverjar end- urheimtur verða af eignum Lands- bankans: Mynd 4 sem er úr minn- isblaði Seðlabankans sýnir að munurinn á 10% og 75% end- urheimtum er nánast enginn! Þegar 500 milljarðar (þriðjungur af núver- andi landsframleiðslu) til eða frá eru hættir að skipta máli er augljóst hverjum sem vill sjá að þessi grein- ing er á villigötum. Hún er svo úr takti við raunveruleikann að hún hlýtur að hafa verið samin til að styðja málstað sem bankinn hafði valið sér fyrirfram. Vinnubrögð af þessu tagi gefa ekkert tilefni til þess að tilkynna að Ísland geti „fyllilega staðið undir Icesave-samning- unum“. Um það ríkir enn mikil óvissa. „Þetta reddast“ Það vottar í auknum mæli fyrir þreytu almennings og alþingis- manna vegna Icesave-samningsins og margir virðast tilbúnir til að sam- þykkja hann á þeim forsendum að „þetta reddist“ og aðrar þjóðir Evr- ópu hljóti að fyrirgefa okkur Ice- save-skuldirnar ef við getum ekki borgað. Miðað við framkomu Hol- lendinga og þó sérstaklega Breta undanfarna mánuði virðist það hald- lítil von. Þegar þörf okkar Íslend- inga hefur verið mest hafa þessi ríki gengið fram af óbilgirni í að vernda eigin hagsmuni á okkar kostnað. Afstaða Evrópusambandsins til Íslands kom berlega í ljós í síðustu viku. Á meðan Alþingi var að sam- þykkja að hefja aðildarviðræður að sambandinu og Icesave-frumvarpið bíður afgreiðslu þá hætti Evrópski fjárfestingabankinn við að lána Orkuveitu Reykjavíkur 170 milljónir evra. Þessi banki er í eigu Evrópu- sambandsins og ekki rekinn með hagnaði að markmiði heldur á að lána samkvæmt markmiðum sam- bandsins. Þar er endurnýtanleg orka efst á blaði. Bankinn er einn af aðallánveitendum OR vegna Hellis- heiðarvirkjunar og er því vel kunn- ugur rekstri fyrirtækisins. Ákvörð- un bankans hlýtur að vera áfall fyrir íslensk stjórnvöld. Samningnum verður að breyta Sú staða sem núverandi ríkis- stjórn Íslands tók í arf og þarf að vinna úr er hörmuleg. Um það er ekki deilt. Hins vegar verður að vanda til verks eins og kostur er og það á ekki síst við um Icesave- samninginn sem er eitt stærsta mál Íslandssögunnar. Því miður hafa slík mistök verið gerð við núverandi samning að hann er ekki hægt að samþykkja. Greining Seðlabankans á greiðslubyrði Íslands er fjar- stæðukennd og grefur verulega und- an trúverðugleika bankans. Hún virðist hafa að markmiði að styðja fyrirfram ákveðna niðurstöðu án þess að greina heiðarlega frá óvissu- þáttum og hylma þar með yfir þau mistök sem hafa átt sér stað. Það er fráleitt að Alþingi geti samþykkt Icesave-samninginn í óbreyttri mynd. Ítarlegar tilvísanir í heimildir og aðrar upplýsingar ásamt útreikn- ingum er hægt að nálgast á vefsíð- unni risk.lse.ac.uk/icesave Eftir Kára Sigurðsson » Greining Seðlabank- ans á greiðslubyrði Íslands vegna Icesave- samningsins er fjar- stæðukennd og grefur verulega undan trúverð- ugleika bankans. Kári Sigurðsson Hvað vakir fyrir Seðlabankanum?  1. Gengi krónu gagnvart sterlingspundi. 100 150 200 250 300 350 '98 '00 '02 '04 '06 '08 '10 '12 '14 '16 '18 kr./GBP Söguleg gengisþróun "Lakari spá" Seðlabankans Núverandi gengi Óvissubil  2. Viðskiptajöfnuður Íslands. -250 -200 -150 -100 -50 0 50 100 150 200 250 90 '92 '94 '96 '98 '00 '02 '04 '06 '08 '10 '12 '14 '16 '18 ma kr. Sögulegt Spá Seðlabankans Besta ár Íslands- sögunnar: 23 ma kr árið 1994 Versta árið í spá Seðlabanka: 134 ma kr árið 2017  3. Samanburður á hagvaxtaspám Ís- lands og Bretlands. 90 100 110 120 130 140 150 160 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 VLF Íslands skv. spá Seðlabanka Íslands VLF Bretlands skv. spá breska fjármálaráðuneytisins Verg landsframleiðsla (VLF), 2008=100  4. Spá Seðlabanka um er- lendar skuldir þjóðarbúsins í hlutfalli af VLF m.v. mismun- andi endurheimtur eigna Landsbankans. Munur á 10% og 75% endurheimtum er hverfandi Mynd 4 Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.