Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 ✝ Gréta Jóhann-esdóttir fæddist á Siglufirði 22. maí 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudag- inn 15. júlí 2009. Foreldrar hennar voru Geirrún Ívars- dóttir og Jóhannes Þorsteinsson og voru þau lengst af búsett í Ásum í Hveragerði. Systur Grétu eru Steinunn, Kristín, Þórunn, Louíse og Anna. Eftirlifandi eiginmaður Grétu er Magnús Halldórsson. Gréta og Magnús eignuðust fjögur börn: 1) Helga Björk, hennar börn eru Magnús Grétar Árnason og Fáfnir Árnason. 2) Jenný Lind, sambýlis- maður hennar er Kristinn Björnsson, þeirra börn eru: Arna Björk, Gréta María og Kristinn Þór. 3) Hall- dór Rúnar, eiginkona hans er Sigríður Kar- ítas Kristjönudóttir, börn þeirra eru: Kristjón Rúnar, Kar- ítas Sif og Sveinbjörn Franklín. 4) Ívar Steinn, sambýliskona hans er Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, eiga þau dótturina Unni Ösp. Útför Grétu fer fram frá Ás- kirkju í dag, fimmtudaginn 23. júlí, og hefst athöfnin kl. 15. Það er sunnudagsmorgunn. Gréta er komin á fætur og söngur hennar ómar um allt. Eftir skamma stund berst kaffiilmurinn inn í hvert her- bergi. Það er allt komið á fulla ferð í eldhúsinu. Mogganum er flett í snatri. Þvottavélin fer í gang og stuttu síðar svífur ryksugan um öll gólf, rekst stundum í einstakar svefnherbergishurðir. Ferskt loft tekur völdin í húsinu, Gréta er búin að opna glugga og dyr og er að lofta út, enga lognmollu hér, takk fyrir. Það heyrist mannamál og dillandi hlátur, það er verið að spjalla við ná- granna eða bara einhvern sem átti leið hjá. Saumavélin malar ljúflega góða stund, síðan opnast og lokast skápar og dyr. Eftir það stendur hún fyrir framan trönurnar og mál- ar, hún er að vinna við mynd. Það er farin að finnast indælis steikarlykt, það glamrar í ílátum, það eru snör handtök hér og þar. Skyndilega skellist útidyrahurðin í lás og allt dettur í dúnalogn. Gréta er farin út, í göngutúr og sund. Eftir hádegi fer Gréta svo annaðhvort á skíði eða í fjallgöngu. Elsku Gréta mín, mig langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Fjallgöngurnar. Ég og dóttir þín erum þér þakklát fyrir ræktarsemina við börnin okk- ar. Þú ert í þeim, strákurinn minn þrammar um öll fjöll, ein dóttir mín rembist við að sauma á sig föt og síð- ast þegar ég hringdi í hina dóttur mína var hún úti að hlaupa. Ég á eftir að sakna þín. Ég var loksins orðinn „uppáhalds“ tengda- sonur þinn. Nú er engin formaður lengur í aðdáendaklúbbi mínum. Bændasamtökin voru að missa helsta talsmann sinn í mjög erfiðri baráttu sem framundar er. Engar eitraðar athugasemdir sem skildu fólk eftir þrumu lostið. Engin kersk- inn skellihlátur. Ekkert spjall yfir kaffibolla. Engar stórar eða smáar veislur. Það angrar mig nú að geta ekki gert meira fyrir þig. Þú lifðir hratt undir lokin. Þú ætlaðir ekki að missa af neinu. Það bjó einnig innra með þér beygur. Tilveran getur verið hverful. Þú ofdekraðir mig, takk fyrir það. Látum fjöllin lúta höfði. Tengdaföður mínum, börnum hans og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Björnsson. Elsku besta amma mín. Ég sakna þín svo mikið. Tárin streyma fram, ég veit ekki hvernig ég á að byrja þessi minningarorð um þig. Ég trúi varla að jafn kraftmikil manneskja og þú varst skuli vera farin. Ég sit hér og hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo opin og góð. Ég kom oft með vinkonur mínar heim til þín og afa og þú tókst þeim opnum örmum. Alltaf þegar ég kom til þín úr mínum reglubundnu verslunar- leiðöngrum vildirðu fá að sjá það sem ég hafði keypt og oft fórum við saman í búðir. Þú varst alltaf svo sæt og fín, elsku amma. Alltaf úti í náttúrunni, að klífa fjöll, leggja göngustíga, synda, á skíðum, hjóla eða í utanlandsreisum. Ég á ófáar minningar af okkur tveimur að ræða um snyrtidót, saumaskap og tísku. Elsku afi minn og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina og missinn. Elsku besta amma mín, nú er komið að kveðjustund. Þú lifir í hjarta okkar að eilífu. Elska þig. Þín Gréta María. Ég hitti þig fyrst fyrir þremur árum þegar hann sonur þinn dró mig í Austurbrúnina til að finna á mig gönguskó þar sem við vorum á leiðinni í fjallgöngu á Botnssúlur og ég skólaus. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá þig fyrst, ég hélt að þú værir systir hans Ívars, þar sem þú heilsaðir mér í nýtískuútivistarfatn- aði, sólbrún og skælbrosandi. Þú barst aldurinn heldur betur vel. Ekki nóg með það að þú lánaðir mér gönguskó heldur fékk ég líka lánaðan göngubol sem þú hafðir ný- verið keypt, göngustafi og bakpoka. Þú áttir sko allar græjur. Ég man að þú horfðir á mig kankvís og spurðir mig spjörunum úr. Sérstak- lega varstu hrifin af því að ég væri að læra umhverfisfræði, enda varstu mikill náttúru- og umhverf- issinni. Það hefur ýmislegt gerst á þeim tíma sem liðið hefur frá þessum degi. Við komum ósjaldan í Austur- brúnina, yfirleitt bara til að kíkja aðeins en stundum líka í læri og rauðvín. Þá sagðirðu okkur lifandi býsnina alla af sögum af allskonar fólki sem þú hafðir kynnst í gegnum tíðina, hlóst mikið og hentir inn ein- staka athugasemdum um hitt og þetta. Þú þekktir margt fólk og hafðir gert margt og ég átti alltaf fullt í fangi með að fylgjast með öllu því sem þú hafðir frá að segja. Það er örugglega ekki til sá staður á Ís- landi sem þú þekktir ekki eða hafðir ekki labbað um. Ég er alveg viss um að þú ert núna einhvers staðar uppi á fjalli að dást að stórbrotnu útsýni. Gréta mín, ég vil bara segja takk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig á þessum annars stutta tíma. Þér fannst gaman að koma hingað í heimsókn og kíkja á hvernig okkur gekk að koma okkur fyrir. Ósjaldan komstu með einhverja gjöf handa okkur í búið og alltaf hittirðu á eitt- hvað flott sem passaði vel inn í hjá okkur, enda sagðirðu alltaf að þú nenntir ekki að gefa mér eitthvað sem mér fyndist ljótt. Mér fannst það góður frasi. Ég og litla ömmustelpan þín biðj- um að heilsa þér. Birna og Unnur Ösp. Gréta, mín besta vinkona, er látin. Við vorum skólasystur árin 1947- 1949 í Miðskóla í Hveragerði ásamt Halldóru Andrésdóttur frá Fagra- dal í Vopnafirði. Foreldrar Grétu voru Jóhannes, oddviti, og Geirrún, sem var aðaldriffjöður í leikfélaginu. Heimilið á Ásum í Hveragerði var opið fyrir gesti og gangandi, Krist- mann Guðmundsson rithöfundur var þar heimagangur og eitt sinn sýndi hann okkur Grétu blómagarðinn sinn. Gréta var í miðið af fimm systr- um. Gréta hafði fallega sópranrödd og oft tóku þær systur lagið. Gréta var ræðin og ákveðin í skoðunum, hress og skemmtileg. Uppáhalds- greinar Grétu í skólanum voru teikning, leiklist, íþróttir, þ.m.t. sund, leikfimi, dans og söngur. Hjörtur J. kenndi okkur íþróttir og lét hann Grétu og Ásdísi Ólafsdóttur (hjúkrunarfr. sem er látin) vera fyr- irliða í æfingunum og gengu þær alltaf fremstar og fylgdumst við all- ar hinar með og reyndum að gera eins. Leikfimin var kennd í Hótel Hveragerði hjá Eiríki frá Bóli, því ekki var íþróttahús, við fórum líka í sund. Svo lærðum við þjóðdansa. Hróðmar Sigurðsson stjórnaði skólakórnum, hann var mikill mús- íkmaður enda giftur Ingunni Bjarnadóttur tónskáldi. Þá var farið í skíða- og gönguferðir. Skroppið til Reykjavíkur í leikhús. Svo á vorin voru skólaskemmtanir. Helgi Geirs- son skólastjóri reyndi að fá sem flesta nemendur til þátttöku. Gréta kom í heimsókn til mín í Sogamýrina og hafði tapað peninga- buddunni. Þá sagði mamma Grétu að fara strax með næsta strætó nið- ur í bæ, ganga svo sömu leið og hún gekk um morguninn. Gréta gerði þetta og um leið og hún kom inn í lóðina hjá húsinu við Bergstaða- stræti þar sem hún hafði ætlað að borga húsaleiguna og gekk upp trjá- göngin liggur þá ekki buddan þar í heimtröðinni! Gréta var mikill fjallagarpur og gekk til liðs við Útivist og vann í sjálfboðavinnu út um allt, bæði hér- lendis sem erlendis, við gangstíga- gerð og hleðslu. Gréta gekk m.a. „Jakobsveginn“ sem liggur um Frakkland og Spán. Gréta fór á fjölda námskeiða í sambandi við teiknun og málun og málaði bæði vatnslita- og olíumálverk. Við Gréta fórum stundum saman á söfn og í leikhús en hún fór á hvert einasta leikrit sem var sýnt hér. Við áttum börn á líkum aldri og oft fyrir jólin bauð hún mér að sníða jólafötin á börnin mín þegar hún var búin að sníða á sín börn, því hægt var að nota sömu sniðin. Eitt sinn er við Gréta vorum að borða í Næpunni hjá Náttúrulækningafélaginu og ég var aðeins á undan henni í röðinni og settist hjá einum fjallmyndarlegum manni kemur Gréta og sest hjá okk- ur. Það var engu líkara en það hefði myndast neisti á milli þeirra sem aldrei hefur slitnað því upp úr því urðu þau par og hafa haldið saman gegnum súrt og sætt síðan. Það var gaman að sjá hjá Grétu og Magnúsi alla væntumþykju þeirra og virðingu hvort fyrir öðru eftir öll þessi ár. Við Karl Árnason vottum Magnúsi Halldórssyni og börnum þeirra: Helgu Björk, Jenný Lind, Halldóri og Ívari og stjúp- börnum, Grétu, Kristínu og Róbert, og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Ólöf P. Hraunfjörð. „Líneik veit ég langt af öðrum bera, létta hryssu í flokki staðra mera“ (H.K.L.) Skammastu þín, Nína, finnst þér þetta passa í minningargrein, heyri ég Grétu segja … og síðan ískrandi hlátur. Með varalitinn í annarri og áttavitann í hinni sé ég hana nú fyrir mér þar sem hún sópar skýjaslæð- um kringum sig brunandi á hjólinu inn í himnaríki. Gréta fór ekki bakdyramegin að hlutunum, snögg upp á lagið, hlát- urmild og ögrandi, sæt og skemmti- leg og fín. Sem vinkona Helgu Bjarkar dóttur hennar var ég heimagangur hjá þeim Magga og Grétu á Hrísateigi 47. Það var líflegt og skemmtilegt að koma á heimilið og oft mátti heyra rokurnar út á pall frá Grétu þegar hún tók söngæfing- ar með undirleik uppvasksins. Hún var í kirkjukór Laugarneskirkju og maður hafði einhvernveginn á til- finningunni að það væri hinn mesti stuðkór, Gréta var svo mikil stemnings- manneskja. Hún var uppalin í músik af Geirrúnu móður sinni sem kenndi á orgel inni á heimilinu umvafin söngglöðum systrahópi sem tók lag- ið við hvert tækifæri þegar þær hitt- ust og svo hlógu þær mikið; sann- kallaðar blómarósir úr Hveragerði. Gréta gaf sér tíma til að spjalla við vini barnanna sinna og hafði gaman af alls konar uppátækjum, uppreisn og stælum sem fylgdu sumum okkar og tók stundum þátt eins og að vera berbrjósta í sólbaði í sundi á þeim tíma þegar það var bannað. Hún sinnti húsmóður- og uppeld- isstörfum af miklum myndarskap og starfaði sem póstur í hverfinu eftir að börnin uxu úr grasi. Reyndar fjölgaði þá heilmikið á heimilinu þegar kærastar dætranna fluttu inn svo ástin blómstraði sem aldrei fyrr en það hafði þau áhrif að örverpið laumaði sér í systkinahópinn þegar Gréta var á miðjum aldri. Hún var var mikil útivistar- og íþróttakona; á yngri árum sund- drottning og með þeim fyrstu sem kepptu í langsundi auk þess sem hún stundaði sjósund. Hún var fastagestur í Laugardalslauginni fram í andlátið og henni þótti ekki taka því að skreppa í sund fyrir minna en að synda 1 kílómetra. Hún gekk á fjöll og fór á skíði og lét ekk- ert aftra sér frá því að stunda hreyf- ingu. Hún og Maggi voru líka dug- leg að fara með krakkana á skauta á Hafravatni og í allskonar útivist. Listasaumakona var hún og ég man hvað ég dáðist að fallegu kjól- unum sem hún saumaði á stelpurnar sínar og gulu útvíðu buxnadragtinni sem töfraði alla upp úr skónum í Þorlákshöfn á táningsárunum. Gréta var greiðvikin og virtist hafa mikið starfsþrek. Seinna, þegar ég bað hana um uppskrift að ferming- artertu bakaði hún hana fyrir mig og kom með hana tilbúna á borðið. Baráttukonan Gréta var aldrei langt undan. Hún tók þátt í göngu- stígagerð á vegum sjálfboðaliðasam- taka um náttúruvernd og var vak- andi í réttindamálum. Síðast þegar ég hitti hana leiddi hún hjólið þar sem hún tók hún þátt í mótmæl- unum á Austurvelli ásamt Helgu Björku. Ég bið Guð að geyma hana Grétu og þakka henni vináttu og svo margar góðar samverustundir. Nærvera hennar er sterk og minn- ingin lifir. Hjartans samúðarkveðjur til þín, Maggi, og fjölskyldunnar allrar. Guð styrki ykkur og leiði. Jónína Óskarsdóttir. Gréta Jóhannesdóttir ✝ Gunnar JúlíusÞorvaldsson fæddist á Skerðings- stöðum í Grundarfirði 19.6. 1918. Hann lést á Landspítalanum 19. júlí sl. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þórð- arson og Kristín Jak- obsdóttir. Systkini hans voru Þórður, Ragnhildur, Jakob, Jón og Þor- valdur. Hálfbræður voru Elberg og Guð- mundur Guðmundssynir, uppeld- issystur hans var Kristín. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Rita Þorvaldsson, eignuðust þau synina Stefán og Þorvald. Rita átti fyrir soninn Ivan sem Gunnar ól upp sem sinn eigin son, hann er látinn. Útför Gunnars Júl- íusar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 23. júlí og hefst at- höfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Hinn 19. júlí lést móðurbróðir minn og góður vinur eftir stutta sjúkrahúslegu 91 árs að aldri. Hann var yngstur systkinanna sem öll eru látin. Nú að leiðarlokum þakka ég árin góðu. Það er svo margs að minnast sem ég mun geyma í huga mínum. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi fjölskyldu þína. Kristín K. Stefánsdóttir og fjölskylda. Gunnar Júlíus Þorvaldsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVAVA HANSDÓTTIR, Hjallavegi 2, Suðureyri, Súgandafirði, andaðist aðfaranótt laugardagsins 18. júlí á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Útförin fer fram frá Suðureyrarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 14.00. Valgeir Hallbjörnsson, Þóra Þórðardóttir, Gísli Hallbjörnsson, Málfríður Skúladóttir, Róbert Hallbjörnsson, Ósk Bára Bjarnadóttir, Valgerður Hallbjörnsdóttir, Grétar Schmidt, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BIRNA HARÐARDÓTTIR, Rúna í Lambadal, Lambadal, Dýrafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 15. júlí. Hún verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju laugar- daginn 25. júlí kl. 13.00. Guðmundur Steinþórsson, María K. Valsdóttir, Ísleifur B. Aðalsteinsson, I. Steinþór Guðmundsson, María Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, Sæmundur B. Guðmundsson, Lilja Debora Ólafsdóttir, Þórdís G. Guðmundsdóttir, Bjarki Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.