Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 ✝ Sigurbjörn Sig-tryggsson fæddist 16.2. 1948, hann lést 9.7. síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Ólafs- dóttir frá Hvassafelli í Borgarfirði syðri, f. 28.10. 1905, d. 21.8. 1979, og Páll Sig- tryggur Björnsson frá Gilsárteigi í Fljótsdalshéraði, f. 22.5. 1902, d. 11.12. 1991. Systkini Sig- urbjörns eru Guðborg Björk, f. 28.7. 1931, maki Gísli Sigurðsson, f. 26.6. 1926, d. 14.7. 1991, þau eiga 8 börn. Klemens Baldvin, f. 12.3. 1935, maki Sigríður Björg- vinsdóttir, f. 12.9. 1940, þau eiga 5 börn. Björn Jón, f. 5.5. 1937, maki Guð- rún B. Þórisdóttir, f. 28.11. 1934, þau eiga 6 börn. Drengur and- vana, f. 4.5. 1942. Kristinn Reynir, f. 13.4. 1943, maki Sig- rún Guðmundsdóttir, þau eiga 7 börn og Arndís Sveinlaug, f. 28.4. 1945, maki Poul Chr. Christensen, f. 26.4. 1947, þau eiga 4 börn. Sigurbjörn verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn 23. júlí, og hefst at- höfnin kl. 14. Æskuminningar okkar voru allt- af Alli, afi og Putti. Aldrei grunaði okkur að Alli myndi fyrstur kveðja af móðursystkinum okkar. Við héldum að hann yrði allra manna elstur og hann myndi minna okkur reglulega á það eins og afi að hann væri nú að verða allra manna elst- ur í bænum. Það var sárt að horfa upp á MND heltaka Alla, erfitt fyr- ir hann og alla í kringum hann. Það er langt síðan við áttum jafn góðar samverustundir með honum og þessar síðustu vikur, fyrir það verðum við ávallt þakklátar. Alli var sá harðasti í Sissa-þrjóskunni eins og við kölluðum það, þrjósku sem átti það til að spilla fyrir sam- skiptum. Það var gott að finna að allt slíkt var lagt til hliðar þessa síðustu mánuði. Við Alli áttum góða stund á Oddagötu stuttu áður en hann fór suður í vor og gátum rætt þetta í rólegheitum. Strax frá þeirri stundu fundum við bara hlýju, þakklæti og ástúð og glaðar að fá að veita honum slíkt hið sama. Alli verður tengdur minningum um afa, um heyskap, smala- mennsku, að sitja á heyvagninum eða á traktornum. Alli átti ótal mikið af músík og myndefni á VHS-spólum. Trúlega áttu fáir jafn gott safn af íslensku efni, tónleik- um og skemmtiefni og hann, að minnsta kosti ekki jafn vel skipu- lagt og skráð eins og hjá honum. Þannig var hans háttur á, allt í röð og reglu. Síðustu vikurnar var greinileg ást hans á tónlist og hann notaði tónlistina til að lyfta sér upp og gefa sér kraft, eins og hann orð- aði það. Það var gaman að sitja hjá honum þar sem hann leyfði Stee- leye Span að hljóma um allan spít- alann, dillaði sér í takt og brosti út að eyrum. Hann gróf líka upp gamla kassettu með hljómsveitinni Baby sem spilaði lag sem honum fannst aldeilis eiga við tíðarandann í dag, lagið „where have all the mo- ney gone?“ Hann glotti út í annað, sagði manni að bíða eftir viðlaginu, raulaði með og hristi hausinn þeg- ar við ræddum um bankakreppuna. Alli var duglegur þessar síðustu vikur, duglegur að fara út og koma að heimsækja okkur, sem hann hafði ekki gert mikið af sl. ár, sat hjá okkur ekki alls fyrir löngu í sólinni á pallinum hjá Guðrúnu og naut þess að skoða gamlar myndir, enda ávallt mikill ljósmyndaáhugi hjá honum. Naut þess að sjá litlu pjakkana hennar Guðrúnar og veitti þeim mikla athygli. Það eru ótal margar minningar í huga okkar eftir öll árin með Alla, ótrúlegt að ekki verði þær fleiri, ótrúlegt að Oddagata 1 sé hljóð og tóm. Eftir situr hjá okkur ánægja með að hafa átt góðar vikur með honum undir það síðasta, en svo stuttar. Við vonum að Alli hafi líka fundið sömu væntumþykju og við kveðjum hann með hlýhug og þakklæti. Við systkinin sendum systkinum hans, öðrum ættingjum og vinum samúðarkveðjur okkar. Guðrún og Sigurveig Gísladætur. Elsku Alli frændi, þá er þessu tímabili lokið og annað tekið við á öðrum stað, stað þar sem ég trúi að þér muni líða betur á. Undanfarna daga hafa liðið í gegnum huga minn myndir úr lífi okkar líkt og þegar þú varst að sýna mér myndir í gömlu sýning- arvélinni forðum daga. Þú varst nú alltaf dálítið eins og stóri bróðir minn og gengum við saman í gegn- um ýmislegt súrt og sætt í gegnum tíðina. Þegar unglingsárin gengu í garð var nú ekki ónýtt að eiga frænda í næsta húsi sem átti plötu- spilara, margar stundirnar áttum við saman við að hlusta á Kings- ton-tríó, Savannatríó, Peter Poul og Mary og fleiri og fleiri, þú kenndir mér að hlusta á þjóðlaga- tónlist. Svo fékkstu bílpróf og svo kom Moskovitsinn, upp frá því áttirðu alltaf bíl og oftar en ekki fékk ég þig til að skutla mér. Það var nú heldur betur margt brallað á síð- kvöldum á Bjólfsgötunni eða Odda- götunni og stutt að hlaupa á milli húsa. Einnig var það í þínum verkahring að flytja mig á milli húsa, með búslóðina á traktornum og traktorskerrunni, seinna þegar ég flutti heim í fjörðinn að loknu námi. Og svo kom Stalín, þá var nú fjör í firðinum. Svo fórum við að hlusta á Ringó í Atlavík og þú fórst með mig leynileiðina þína til þess að við kæmumst hjá því að borga okkur inn í Víkina. Í seinni tíð varð samband okkar minna, ég flutt í burtu og oft á tíð- um frekar langt í burtu en þú varst alltaf á Seyðisfirði. Elsku Alli, ég er svo þakklát fyr- ir tímann sem ég fékk með þér þegar þú varst hér fyrir sunnan í vor, þá var nú spjallað og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá þér og við rifjuðum upp ýmislegt gamalt og skemmtilegt. Það var líka ánægjulegt að fá þig í afmæl- iskaffið til mín og gömlu slides- myndirnar rúlluðu. Þessar síðustu minningar eiga eftir að ylja mér því ég fann svo vel væntumþykju þína, ekki hvað síst í faðmlagi þínu. Takk fyrir allt, Alli minn, ég veit að pabbi, amma og afi hafa tekið á móti þér og það er nú ekki leið- inlegur félagsskapur. Þín frænka, Ingibjörg. Sigurbjörn Sigtryggsson Júlía Ólafsdóttir ✝ Júlía Ólafsdóttir fæddist 20. júlí1924 á Álftarhóli í Austur- Landeyjum. Hún lést 7. júlí síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Hún var 9. í röð 12 systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urbjörg Árnadóttir húsmóðir, f. 27.8. 1885, frá Miðmörk, Vestur-Eyjafjöllum, d. 28.10. 1975, og Ólafur Halldórsson bóndi, f. 16.8. 1874, frá Rauðafelli, Austur- Eyjafjöllum, d. 5.7. 1963. Systkini Júl- íu eru; Óskar, f. 1911, d. 1989, Jónína Geirlaug, f. 1913, Engilbert Maríus, f. 1914, d. 1989, Laufey, f. 1915, d. 1999, Björgvin Árni, f. 1917, Unnur, f. 1919, Katrín, f. 1921, d. 1994, Rósa, f. 1922, Ólafía Sigurbjörg, f. 1927, d. 2008, Kristín, f. 1928 og Ágúst, f. 1930. Fósturforeldrar Júlíu voru Mar- grét Þórðardóttir, húsmóðir, f. 14.3. 1872, d. 12.1. 1947, og Ólafur Jóns- son, bóndi, f. 7.11. 1872, d. 20.7. 1955 sem bjuggu á Leirum, Austur- Eyjafjöllum. Uppeldissystkini Júlíu eru; Guðrún María, f. 1908, d. 2000, Guðmundur, f. 1903, d. 1989, Jón, f. 1910, Kjartan Þórarinn, f. 1913, d. 1990, og Halldór Jón Guðmundsson, f. 1900, d. 1976. Eiginmaður Júlíu var Hjörleifur Már Erlendsson, f. 13.10. 1927, frá Reykjum í Vest- mannaeyjum, d. 3.12. 1999. Foreldrar hans voru Erlendur Erlendsson veit- ingamaður, f. 1905, frá Giljum í Hvolshreppi, d. 1958 og Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 1897 frá Eystri-Skógum, Eystri- Eyja- fjallahreppi, d. 1977. Bræður Hjörleifs sammæðra; Páll, Óli Markús, Karl og Þórir Rafn. Systkini samfeðra; Sigríð- ur Alda, Valgerður, Gísli, Erla, Jó- hanna og Ingibjörg. Börn Júlíu og Hjörleifs eru; 1) Ómar, f. 16.7. 1947, 2) Hulda, f. 10.9. 1948, maki Owe Berlin búsett í Svíþjóð . Börn Huldu eru; Björn og býr hann í Svíþjóð, börn hans eru Emelie og Daníel og Júlía Árdís, maki hennar er Hörður, sonur hennar er Hallur. 3) Guðbjörg Alma, f. 26.12. 1949, maki Albert Er- lingur Pálmason. Börn þeirra eru; Pálmi, Júlía Kristín, synir hennar eru Erlingur Bergmann og Gunnar Rík- harður, Þór og Elsa, dóttir hennar er Rakel Eir. Þau Júlía og Hjörleifur slitu samvistir. Júlía vann mestan hluta starfsaldurs síns hjá Flugfélagi Ís- lands, ásamt fatasaumi og ýmsum hannyrðum. Júlía var ljóðelsk og sanntrúuð kona, m.a. voru hennar uppáhaldsskáld Einar Ben. og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Júlía bjó yfir 50 ár ævi sinnar á Kleppsvegi 4, ásamt syni sínum. Útför Júlíu fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk frá Fossvogskapellu hinn 17. júlí 2009, jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Bragi Skúlason jarðsöng. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og mágur, JÓN SIGURÐSSON JÓNSSON tónskáld, Bandaríkjunum, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. júlí kl. 11.00. Þórey Ragna Jónsdóttir, Barry Goldstein, Gunnar Jónsson, Sheryl Jonsson, Runólfur Viðar Ragnarsson, Margrét Jóna Jónsdóttir, David Evangelista, Einar Vilberg Jónsson, Gunnar Dyrset, Sylvia Garðarsdóttir, barnabörn og systkini. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA MAGNÚSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 16. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 11.00. Magnús Garðarsson, Ingibjörg P. Guðmundsdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Þormóður Jónsson, Ólafur Halldór Garðarsson, Garðar Garðarsson, Guðrún Hulda Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Króki 2, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi sunnudaginn 19. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Ólína Louise Lúðvíksdóttir, Ásdís Jóna Lúðvíksdóttir, Helgi Leifsson, Hólmfríður Lúðvíksdóttir, Björn Gísli Bragason, Kjartan Jón Lúðvíksson, Anna Helga Sigurgeirsdóttir, Óli Pétur Lúðvíksson, Sólveig Ingibergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ARNAR EINARSSON fv. skólastjóri á Húnavöllum og Þórshöfn, lést í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 21. júlí. Útför hans verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum mánudaginn 27. júlí kl. 15.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Margrét Jóhannsdóttir, Jóhann Gunnar Arnarsson, Kristín Ólafsdóttir, Erna Margrét Arnarsdóttir, Ólafur Gylfason, Elísa Kristín Arnarsdóttir, Arnviður Ævarr Björnsson og barnabörn. ✝ Elsku sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, stjúpfaðir, uppeldisfaðir, afi og langafi, SVAVAR OTTESEN prentari og fyrrverandi bókaútgefandi, Gránufélagsgötu 16, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Jakobssjóð hjá KA. Sóley Halldórsdóttir, Sölvi H. Matthíasson, Ásta Ottesen, Páll H. Jónsson, Gunnlaug Ottesen, Friðrik Diego, Þórhallur Ottesen, Margrét Jóhannsdóttir, Kristín Ottesen, Sigmundur Ásgeirsson, Vilhelm Ottesen, Jón Vilberg Harðarson, Angkhana Sribang, Rannveig Harðardóttir, Guðbjörn Guðjónsson, Ottó Hörður Guðmundsson, Birna Jónsdóttir, Sóley Magnúsdóttir, Sævar Örn Þorsteinsson, Halldór Magnússon, Ása Huldrún Magnúsdóttir, Gunnar Arason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.