Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Atli, ég er oft búinn að velta því fyrir mér í þessum veikindum þínum hvað mikið var lagt á þig sem ein- stakling og fjölskyldu þína. Það er eins ósanngjarnt og hugsast getur. Þú lifðir fyrir sport og hreyfingu. Þetta var allt tekið frá þér hægt og rólega þangað til líkaminn gafst upp. Ég hugsaði svo oft hvað öll vandamál, sem maður veltir sér upp úr og vorkennir sér yfir, eru létt- væg miðað við þitt. Þú gast engu breytt þrátt fyrir sterkan vilja. Það er leitun að flugmanni sem hafði eins gaman að flugi eins og þú. Flugið var ekki bara atvinna í þín- um huga, heldur líka sport. Þú varst allt í öllu og engin sýndarmennska í kringum þig. Atli, þú varst orginal. Ég kom í heimsókn til þín upp á sjúkrahús daginn sem þú varst lagð- ur inn í síðasta skiptið. Ég kom að þér sofandi. Það var værð yfir þér, ég settist og beið eftir að þú vakn- aðir. Það var fallegur dagur með norðan andvara. Það heyrðist í lítilli flugvél í fjarlægð og hljóðið magn- aðist. Þú vaknaðir við hljóðið og leist út um gluggann. Ég sagði: „Já, auðvitað, þú mátt náttúrlega ekki missa af þessari“. Þú brostir, við horfðumst í augu og það þurfti ekki að segja meira. Ég sá hvað þú sakn- aðir flugsins. Ég veit að þú ert í hlutverki flug- kennara á nýja staðnum. Það er ein- hver nemandi að fljúga sitt fyrsta sólóflug og þú situr fyrir aftan hann og hvíslar að honum „Aðeins meiri rudder til að rétt’ana af og halla vængnum örlítið meira.“ Atli, þú hættir aldrei að fljúga. Elsku Ásta, kletturinn, þú gerðir Atla lífið svo miklu léttara. Elsku Andrea og Júlíana, hjartað mitt er hjá ykkur, það grætur svo sárt. Atli, ég sakna þín. Ólafur Bragason. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni, vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni, svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Guð geymi elsku Ástu, dætur, foreldra og fjölskyldu. Minning um ljúfan dreng lifir. Jenna Lilja Jónsdóttir, Ragnheiður Guðjóns- dóttir, Sigrún Björg Ingvadóttir, Stefanía Bergmann Magnúsdóttir. Í dag þegar við kveðjum fyrrum félaga okkar Atla er margt sem kemur upp í hugann. Atli vildi lifa lífinu og taka virkan þátt í því sem áhuginn leitaði til. Hann starfaði sem flugmaður og flugstjóri hjá Atli Thoroddsen ✝ Atli Thoroddsenflugstjóri fæddist 29. maí 1970. Hann lést á 11E, krabba- meinslækningadeild Landspítalans, að morgni 7. júlí sl. Útför Atla fór fram í Dómkirkjunni 16. júlí síðastliðinn. Flugleiðum og Ice- landair. Hann tók þátt í einkaflugi með fé- lögum sýnum í flug- klúbbnum Súlunni, sem átti eina flugvél, Stinson Voyager, sem síðar varð Flugfélagið Frímann. Atli átti mörg áhugamál, var áhugasamur og hvatti aðra með sér. Hann átti gamlan Land Ro- ver sem fór honum vel, hjólaði, var á mót- orhjóli, skíðum, ferð- aðist um landið, akandi eða fljúg- andi. Atli ásamt félögum Flugfélagsins Frímanns gekk í flugklúbbinn Þyt og þar var augljóst að hann ætlaði að njóta sín. Áður en hann gekk í Þyt þá var vitað um veikindi hans en vongóður og fullur bjartsýni vildi hann vera með. En það kom að því að hann gat ekki flogið vegna heilsu sinnar. Atla verður aldrei minnst á annan veg en sem áhugasams og hvatvíss vinar sem við komum til með að sakna. Hvíl í friði og megi guð vera með fjölskyldu þinni. Kveðja frá Þyt. Freysteinn G. Jónsson. Það ríkti mikil gleði meðal nokk- urra ungra manna vorið 1995 er þeir voru ráðnir sem atvinnuflug- menn til Flugleiða hf. Þar með rætt- ust draumar og vonir um drauma- starf þessara glæsilegu ungu manna. Einn þessara glæsilegu ungu manna sem fögnuðu á þessum tímamótum var Atli Thoroddsen er við kveðjum hinstu kveðju í dag. Það er sárt að sjá á bak ungum glæsilegum manni í blóma lífsins með glæsta framtíð fyrir höndum en að því er ekki spurt, vegir Drottins eru órannsakanlegir og sláttumað- urinn slyngi eirir engu. Hetjuleg barátta Atla við illvígan sjúkdóm var með ólíkindum og mikið var lagt á hans ungu fjölskyldu. Kynni mín af Atla hófust þegar hann réðst til starfa í hlaðdeild Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli og sá ég strax að þar fór afar hógvær og prúður piltur gæddur miklum mannkostum með skýrar framtíð- aráætlanir um að gera flugið að ævi- starfi sínu. Ég þakka Atla góð kynni og votta Ástu og dætrum þeirra, foreldrum, tengdaforeldrum og ást- vinum öllum mína dýpstu samúð. Veri hann að eilífu Guði falinn. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Það var haustið 1976 sem leiðir okkar Atla lágu fyrst saman, við skólasetningu í 6 ára bekk í Lækjar- skóla. Við vorum einu guttarnir í ár- ganginum sem bjuggu í Setbergs- hverfinu og með okkur tókst strax góður og náinn vinskapur. Grunnskólaárunum eyddum við saman og reyndum þá og prófuðum ýmislegt misgáfulegt eins og strák- ar á þeim aldri gera. Minningarnar eru ótalmargar, þetta voru skemmtileg ár og hverfið góður staður til að taka öll þessi skref. Þar smíðuðum við til dæmis kassabílinn Silfureldinguna sem við hentumst á um hverfið enda á milli á ógnar- hraða. Löngum stundum eyddum við við veiðar í læknum og er þol- inmæðin þvarr reyndum við að stífla hann eða jafnvel að sigla niður hann á gúmmíbát. Sjaldnast komum við þurrir heim úr þeim æfingum. Minnisstætt er þegar við ásamt fleiri strákum í hverfinu stofnuðum knattspyrnufélagið Þrykkir og ruddum heimavöll fyrir það á toppi Þórsbergshamarsins, þegar við gerðum tilraunir með að festa flug- elda á mótel eða reyndum að slá heimsmet í skíðastökki út í kálgarð- inn á Ásbergi. Á vetrum voru það skíði og skautar sem stjórnuðu æv- intýrunum og þar hafði Atli með- fædda hæfileika sem nýttust í mörg- um undarlegum tilraunum. Í minningunni er sem okkur Atla hafi aldrei leiðst, alltaf fundum við upp á einhverju að gera og þar var Atli ávallt hugmyndaríkur og skemmtilegur. Fyrsta alvöru starfið okkar Atla var þegar við tókum að okkur að bera út Morgunblaðið í Setbergshverfið, og úr því við vor- um vaknaðir og komnir af stað tók- um við líka að okkur að bera þar út Alþýðublaðið, Þjóðviljann og Tím- ann enda húsin svo fá í hverfinu að við fengum greiddan sérstakan dreifbýlisstyrk á útburðinn. Eftir Lækjarskóla tók Flensborg við okkur en er sú skólaganga var hálfnuð söðlaði Atli um og fór í FG. Tognaði þá á línunni á milli okkar og héldum við hvor sína leið út í líf- ið. Í hvert sinn er við hittumst á fullorðinsárum duttum við í að rifja upp gamla og góða tíma, æskuárin og atburði tengda þeim. Þá var jafn- an mikið hlegið. Í dag kveð ég góðan vin, vand- aðan dreng sem í svo mörg ár var svo stór hluti af mínu lífi. Ég er full- ur þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast Atla og fyrir að hafa átt hann að sem vin öll þessi ár. Ég mun ylja mér við minningarnar um ókomna tíð, þær munu lifa, minning Atla verður ávallt varðveitt. Ég bið góðan guð um að varðveita Atla og sendi fjölskyldu hans og ættingjum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Björn Pétursson. Nú í dag kveðjum við Ármenn- ingar okkar kæra vin, Atla Thor- oddsen. Atli var einn af traustu hlekkjunum í Skíðadeild Ármanns. Allt frá því að Atli og Ásta komu í deildina með dætur sínar, tók hann að sér hin ýmsu verkefni. Þau fólu t.d. í sér að skipuleggja æfinga- og keppnisferðir, jafnt innanlands og utan, vera virkur tengiliður stjórnar með aldurshóp elstu dóttur hans. Atli var sérstaklega bóngóður, fljótur að setja sig inn í aðstæður, fylginn sér og leysti verkefnin far- sællega af hendi, sem við öll í Skíða- deildinni nutum góðs af. Með bjart- sýni og jákvæðni allt fram á síðasta dag studdi hann stelpurnar sínar, Andreu og Júlíönu, til dáða í íþrótt sinni og fylgdi hann þeim eftir í öll- um æfinga- og keppnisferðum, hvert á land sem var. Við skíðafélagarnir dáðumst öll að kjarki hans, dugnaði og ósérhlífni í öllu hans starfi innan deildarinnar, sem endurspeglaðist síðan í krafti hans og baráttuvilja í veikindum hans. Elsku Ásta, Andrea og Júlíana. Við í Skíðadeild Ármanns sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Hann verður áfram ávallt með okkur í huga og hjarta í fjöllunum. Fyrir hönd Skíðadeildar Ár- manns, Sigurður Þ. Sigurðsson og Steinunn Sæmundsdóttir. „Cool“. Þannig verður mín minn- ing um hann Atla minn. Það er svo sárt að hann sé farinn en ég þakka fyrir að fá að kynnast honum og stelpunum hans sem ég fæ að hafa áfram. Ég poppaði inn í líf Atla og fjölskyldu fyrir 3 árum eða á sama tíma og hann greindist með krabba- meinið. Það var sameiginlegt áhuga- mál okkar, motocrossið, sem kom þessari vináttu af stað. Andrea eldri dóttir hans var nýbúin að eignast torfæruhjól og við fjölskyldan vor- um svo heppin að hún fór að stunda sportið mikið með okkur. Yndisleg og vönduð stelpa sem okkur þykir afskaplega vænt um. Atli lét þó ekki veikindin stoppa sig í mótorhjólunum, haltrandi klöngraðist hann upp á torfæruhjól- ið sitt og spændi af stað. Þegar það var orðið of erfitt fyrir hann að vera á því þá fékk hann sér einfaldlega bara fjórhjól. Við fórum nokkrar há- lendisferðir á hjólunum með honum síðasta sumar og það var ekki að sjá að þar væri alvarlega veikur maður á ferð sem gengi við hækjur, svo mikill var krafturinn í honum. Magnaður maður, mikill nagli! Atli var í hljómsveitinni Belju, skipaðri flugmönnum. Ég var svo heppin að fá hann í vetur til að syngja í fertugsafmælinu mínu með hljómsveitinni. Það er mér ógleym- anlegt, hann var svo flottur. Tók nokkur töff lög og endaði svo á að taka lag með Rammstein, bara af því hann vissi hve mikið ég hélt upp á þá hljómsveit. Ógleymanlegt po- wer! Ég þakka fyrir allar stundirnar síðustu 3 árin með Atla, þar á ferð var góður maður og óborganlegur húmoristi, skemmtilegri manni hef ég ekki kynnst. Elsku „Húlíana“ litla vinkona, „Drésínan“ okkar og Ásta drottn- ingin fallega! Söknuðurinn ykkar er svo mikill, en fallegar minningar lifa. Takk fyrir allt. Ég ætla að enda þetta á orðum sem oft féllu í sam- skiptum okkar við elsku Atla. „Love you 2 pieces“ … hjól spól. Berglind Þráins og félagar. Kveðja frá Flugfreyjufélagi Íslands Elsku Ásta Andrea og Júlíana. Ykkar missir er mikill. Okkar dýpstu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan dreng og samstarfsfélaga með miklum söknuði. F.h. Flugfreyjufélags Íslands, Sigrún Ásta og Þóra. Þegar maður vinnur á stórum vinnustað er óhjákvæmilegt að mað- ur tengist vinnufélögunum á mis- jafnan hátt. Sumir eru bara þannig að þeir ná til manns við fyrstu kynni. Atli, þú varst svo sannarlega einn af þeim sem sköruðu fram úr og þá bæði sem einstaklingur og fagmaður. Skemmtileg blanda af þessum svala gæja sem flaug flug- vélum, keyrði um á mótorhjólum og var í rokkhljómsveit en samt svo mjúkur og gott að tala við þig. Þú varst einn af þessum flugmönnum sem hafa brennandi áhuga á öllu sem viðkemur flugi. En þú varst líka hugsuður og hafðir oft skemmtilega sýn á lífið og tilveruna. Þessir eiginleikar komu vel í ljós þegar Atli byrjaði að blogga eftir að veikindin komu til sögunnar. Við fjölskyldan fylgdumst með veikind- um þínum í gegnum árin og dáð- umst að þeirri ótrúlegu seiglu sem þú og fjölskyldan þín sýnduð. Þið eruð sannkallaðar hetjur. Nú ertu farinn í þína hinstu flug- ferð, Atli minn. Himininn skartaði sínu fegursta í háloftunum daginn sem þú kvaddir. Minning þín mun lifa meðal okkar sem kynntumst þér um ókomin ár. Við sendum Ástu, Andreu, Júlíönu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur. Linda og Gunnlaugur. Það hefur oft verið sagt um hlað- deild Flugleiða á Reykjavíkurflug- velli að hún hafi verið ein helsta út- ungunarstöð flugmanna á landinu. Það má með sanni segja að sú hafi verið raunin þegar hópur ungra manna byrjaði í hlaðdeildinni undir lok níunda áratugarins. Þeir áttu það helst sameiginlegt að hafa geysilega mikinn áhuga á flugi og stóra drauma um að starfa sem at- vinnuflugmenn. Þessum hópi mætti þægilegt viðmót yfirmanna hlað- deildarinnar – Dalla og félaga – þegar ungu mennirnir fengu að sinna flugáhuganum með því að hoppa í stutta flugtúra á milli hlað- starfa, ýmist með því að fá að fylgj- ast með reyndari mönnum á Fok- ker-vélum félagsins, eða með því að skjótast sjálfir í loftið á minni vél- um. Það sást strax á Atla Thoroddsen að þar var hæfileikaríkur, hógvær og skemmtilegur strákur á ferð, með óendanlegan áhuga á flugi og öllu sem því tengdist og þeim áhuga deildi hann með föður sínum. Hlað- deildin var okkar staður nokkur sumur og var flugáhuginn beislaður með stofnun flugklúbbsins Súlunn- ar, sem vel að merkja var kenndur við flugvél og samnefndan fugl. Það varð síðan okkar hlutskipti að fylgja Atla í lífi og starfi, en nær allur hóp- urinn var ráðinn til Flugleiða árið 1995. Atli fékk þannig tækifæri til að láta draum sinn rætast, sem og við hinir sem allir höfum starfað við flug síðan. Eftir því sem árin liðu þróaðist félagsskapurinn innan Súlunnar úr flugtúrum á litlum vélum, yfir í sumarbústaðaferðir með kærust- urnar og síðar í fjölskylduferðir með eiginkonum og börnum, þar sem flugið var sjaldnast langt undan. Var Atli oftar en ekki forsprakkinn að slíkum ferðum, enda maðurinn drífandi með afbrigðum en við hinir gerðum ekki annað en að draga mörkin, –sem við drógum við að fljúga naktir. Drifkraftinn fékk hann væntanlega með móðurmjólk- inni, en Atli talaði alltaf sérstaklega vel um móður sína, hana Tótu, og af mikilli virðingu og stolti. Drifkraft- urinn skilaði okkur víða, m.a. á tón- leika erlendis og í skíða-, veiði- og „menningarferðir“ innanlands. Atli var sérstaklega aðlaðandi og skemmtilegur strákur, mikill húm- oristi og orðheppinn, og hikaði ekki við að segja skemmtisögur af eigin óhöppum. Hann var maður sem kunni að lifa lífinu lifandi og það er gott til þess að hugsa, að hann fékk a.m.k. mikið út úr lífinu þann allt of stutta tíma sem hann var með okk- ur. Hann hafði gaman af öllum tækjum og tólum, hvort sem það voru bílar, mótorhjól eða snjósleðar, og að sjálfsögðu flugvélar. Þá var hann mikill skíðamaður og deildi þeim áhuga með stelpunum sínum. Atli var einstaklega lánsamur að kynnast henni Ástu sinni og eiga með henni stelpurnar, sem bera mikinn svip af föður sínum. Kraftur þeirra og æðruleysi hefur gefið okk- ur hinum styrk til að horfa fram á við. Elsku Ásta, Andrea, Júlíana og fjölskyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og treystum því að nú sé Atli kominn á betri stað þar sem verkir og þjáningar eru víðs fjarri og húmorinn allsráðandi. Elsku Atli, þar til við hittumst næst, ciao! Flugklúbburinn Súlan, Arnar, Gunnar, Jó- hann Kristos, Pétur Rúnar, Steinarr. Við fráfall Atla og eftir að hafa fylgst með þrotlausri baráttu hans þá hrannast upp minningar um þennan góða dreng. Ég kynntist Atla þegar hann byrjaði sem flug- maður hjá Flugleiðum árið 1995. Ég tók strax eftir að þarna var á ferð- inni drengur sem hafði flugið í blóð- inu, enda ekki langt að sækja það. Hann elskaði flugið og stundaði það bæði að atvinnu og til dægradvalar. Hann var uppfullur af græskulausri kímni og þægilegt viðmótið laðaði fólk að honum. Atli var fær flugmaður sem vann ætíð af mikilli fagmennsku og hafði einstaklega góða samstarfshæfileika til að bera sem er öllum flugmönn- um svo mikilvægur. Gamansamur og umfram allt ljúfur og góður drengur sem við samstarfsmenn hans munum sakna mikið. Atli lét aldrei sitt eftir liggja og eftir að hann veiktist lét hann ekki deigan síga, en ásamt því að berjast fyrir lífi sínu og velferð fjölskyldunnar barðist hann fyrir lífi annarra. Hann reyndi að hafa áhrif á kerfið, vekja máls á því sem mátti bæta til að koma í veg fyrir að aðrir þyrftu að ganga í gegnum það sama og hann. Þannig var hann baráttumaður í einu og öllu. Baráttuandinn var alls staðar og hefur styrkur og alúð fjöl- skyldu hans og vina skinið í gegnum veikindin og er ekki hallað á neinn þegar sagt er að Ásta hefur verið hans klettur og ástin milli þeirra verið fölskvalaus og falleg. Þessi barátta, sem við öll vildum trúa að myndi vinnast, hefur kennt okkur öllum hvað skiptir máli í lífinu og verður hugvekja Atla á síðustu að- ventu í Fríkirkjunni mér minnistæð um ókomna tíð. Elsku Ásta, Andrea, Júlíana og fjölskylda, hugur okkar allra er hjá ykkur á þessum tímum og megi guð og dýrmætar minningar sem þið eigið um einstakan baráttumann vera ykkur styrkur. Hilmar B. Baldursson.  Fleiri minningargreinar um AtlaThoroddsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.