Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 9 5 4 3 6 5 2 6 7 8 7 6 1 5 4 1 1 9 3 6 5 2 4 7 1 2 1 8 9 5 6 1 8 1 6 9 5 7 8 4 6 6 9 7 3 1 8 7 3 4 7 6 3 8 2 6 5 1 9 9 7 8 3 6 8 1 5 8 4 7 2 7 9 3 8 2 5 4 1 6 8 6 2 9 1 4 5 7 3 4 5 1 3 7 6 9 2 8 5 3 7 4 8 1 6 9 2 9 1 6 5 3 2 8 4 7 2 8 4 6 9 7 1 3 5 3 2 9 1 5 8 7 6 4 1 4 8 7 6 3 2 5 9 6 7 5 2 4 9 3 8 1 9 4 7 5 6 1 8 2 3 1 6 2 7 8 3 4 5 9 8 5 3 2 9 4 1 6 7 2 1 4 6 5 7 3 9 8 5 7 8 3 1 9 6 4 2 3 9 6 4 2 8 7 1 5 7 2 5 8 4 6 9 3 1 4 8 1 9 3 2 5 7 6 6 3 9 1 7 5 2 8 4 8 9 5 4 2 7 3 1 6 4 7 3 6 8 1 5 2 9 6 1 2 5 3 9 4 7 8 3 6 7 1 5 2 8 9 4 9 4 1 3 7 8 6 5 2 2 5 8 9 6 4 7 3 1 7 2 4 8 9 3 1 6 5 5 8 9 7 1 6 2 4 3 1 3 6 2 4 5 9 8 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 23. júlí, 204. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Ef einhvern ykkar brest- ur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og hon- um mun gefast. (Jak. 1, 5.) Víkverji er hraustur maður oghefur ekki lagst í rúmið vegna veikinda í ein þrettán ár. Víkverji getur þó ekki neitað því að kvef- drulla læddist í nef hans í sum- arfríinu og komst alla leið niður í lungu, þó ekki hafi orðið slæm veik- indi af. Undarlegt hlýtur að teljast að akkúrat í algjörri afslöppun skuli kvefið geta náð í gegnum að því er virðist fullkomnar varnir Víkverja. Á sama tíma og Víkverji bögglast með blessað kvefið í nefinu fjölgar svínaflensutilfellum á Íslandi. Ef marka má orð Haraldar Briem sóttvarnalæknis eru þau tilfelli sem greinast einungis toppurinn á ísjak- anum og engin leið að segja til um hversu mörg tilfellin á landinu eru. Svínaflensan virðist þó algjörlega meinlaus og hefur Víkverji það fyr- ir satt frá lækni að tveir ein- staklingar sem greindust hafi hald- ið áfram leik og störfum eins og ekkert hafi ískorist þrátt fyrir að vera smitaðir. Þetta eru góð tíðindi og eins þau að flensan muni fjara út með sumr- inu. x x x Víkverja þykir umræðan umsvínaflensuna vera á nokkrum villigötum. Sí og æ er hamrað á því að flensan geti kannski, mögulega, ef til vill einhvern tímann tekið stökkbreytingu og orðið illvígari. Slíkar vangaveltur eru einungis til þess fallnar að vekja ótta í brjósti þeirra sem veikir eru fyrir og ástæðulaust að „tala veikindin upp“, ef svo má að orði komast. Ef veiran stökkbreytist er auðvitað full ástæða til að bregðast við af fullum þunga – en þangað til er ekki vert að hrópa úlfur úlfur. Slíkt gæti jafnvel valdið andvaraleysi þegar full þörf er á að halda athyglinni. x x x Með kreppunni og svínaflens-unni vantar nú bara eldgos til að setja punktinn yfir íslenska i-ið. Víkverja hefur enda dreymt eldgos þrjár undanfarnar nætur. Skyldi draumurinn rætast fljót- lega? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 heift, 4 drukk- ið, 7 hrópa, 8 smá, 9 veiðarfæri, 11 fífl, 13 lítil grein, 14 söluopið, 15 stór bygging, 17 jarð- ávöxtur, 20 örn, 22 hæn- an, 23 hæð, 24 vitlausa, 25 tálga. Lóðrétt | 1 deigja, 2 blóðsugan, 3 svelgurinn, 4 daunillt, 5 hljóðfærið, 6 haldist, 10 freyðir, 12 vond, 13 elska, 15 hörf- ar, 16 dáin, 18 þjálfun, 19 þátttakanda, 20 geta gert, 21 slæmt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 vanvirðir, 8 skráp, 9 maula, 10 púa, 11 kerra, 13 renna, 15 skúrs, 18 agnar, 21 puð, 22 ólata, 23 atlot, 24 haganlegt. Lóðrétt: 2 aðrar, 3 vappa, 4 rúmar, 5 Iðunn, 6 ósek, 7 mata, 12 rýr, 14 egg, 15 stór, 16 útata, 17 spara, 18 aðall, 19 nýleg, 20 rétt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 Rf6 7. Rc3 Rd7 8. Be3 0–0 9. Dd2 He8 10. Bh6 Bh8 11. h4 e5 12. h5 De7 13. 0–0–0 Rf8 14. hxg6 fxg6 15. Hh4 Bf6 16. Bg5 h5 17. Hdh1 Rh7 18. Bxf6 Dxf6 19. Dh6 Dg7 20. De3 b6 21. Rd2 Hf8 22. f3 Rf6 23. Rc4 He8 24. g4 He6 25. gxh5 Rxh5 26. Hg1 Dh8 27. Dg5 Kf7 Staðan kom upp á opna skoska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Stórmeistarinn og heima- maðurinn Jonathan Rowson (2.591) hafði hvítt gegn Manfred Herbold (2.159) frá Þýskalandi. 28. Rd5! cxd5 29. exd5 Hf6 30. Rxe5+ Ke8 31. Rxg6 Dg7 32. Hxh5 Bf5 33. Hh8+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Lýsing eða leiðsögn? Norður ♠D653 ♥ÁK1086 ♦G7 ♣D9 Vestur Austur ♠Á2 ♠1094 ♥9 ♥7532 ♦ÁK65 ♦832 ♣876532 ♣G104 Suður ♠KG87 ♥DG4 ♦D1094 ♣ÁK Suður spilar 4♠. Spilarar hafa mismunandi skoðanir á því hvort kallspil eigi að vera lýsandi eða leiðbeinandi. Gott dæmi er ásinn út og þrír hundar á móti. Sumir setja allt- af hæsta spilið, hvort sem það er meint sem talning eða frávísun (lýsing), aðrir kjósa að kalla eða vísa frá eftir sam- henginu (leiðsögn). Suður hefur opnað á grandi (15-17) og endar í 4♠ eftir hálitaspurningu í norður. Vestur leggur niður ♦Á. Hvað á austur að gera? Það fer sem sagt eftir stíl. Lýsendur setja sjálfkrafa hæsta spilið (frávísun, þrílitur), en leiðbeinendur myndu kalla með tvistinum. Eina vörnin sem bítur er að vestur spili ♦K og enn tígli. Þeg- ar hann kemst svo inn á ♠Á spilar hann tígli í fjórða sinn og býr til slag á tromp. Hvor aðferðin er betri? Góð spurning. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fjölskyldan er hornsteinninn hvort heldur er í gleði eða sorg. Enginn annar getur, mun eða ætti að segja þér fyrir verkum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Samtöl við móður þína eða ein- hvern þér eldri um fjármál ganga vel í dag. Láttu það ekki hafa of mikil áhrif á þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það hefnir sín alltaf að við- urkenna ekki staðreyndir heldur reyna að þröngva hlutum í gegn sem meirihlut- inn er andvígur. Segðu einni manneskju eitthvað sem enginn annar veit. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér fer betur að vera bara þú sjálfur heldur en að vera að apa eitthvað eftir öðrum. Gefðu kunnáttu þína og hún margfaldast. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Framtíðaráform eru þér ofarlega í huga. Ljáðu viðskiptasamkomulagi fé- lagslega fágun. Erfiðast er að bíða – not- aðu tímann og gerðu eitthvað fyrir sjálfa/n þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hlutirnir kunna oft að virðast flóknari en þeir eru. Gættu þess bara að þú hafir orku til að halda þér á flugi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft ekki að bíða eftir því að aðrir ýti málum úr vör. Kannski væri ráð að heimsækja einhvern sem þú hefur ekki séð lengi eða fara í frí til útlanda. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Viðskipti geta verið varasöm, þegar ekkert tillit er tekið til aðstæðna. Andaðu að þér öllu og öllum af djúpri nautn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Láttu ekki orð og athafnir annarra stjórna þínum. Trú þín á því að niðurstaðan verði góð hleypir í þig krafti og sjálfstrausti. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Til að vera eins góð/ur og þú getur verið þarftu að íhuga nokkrar breytingar. Sýndu bara ró og gakktu óhikað inn á nýjar leiðir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Láttu ekki aðra þurfa að velkjast í vafa um meiningar þínar. Mundu bara að aðstoð er eitt og að taka alla stjórn er annað og það átt þú að varast. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú sért þar sem þig langar til þess að vera. Sýndu þolinmæði og láttu aðra ekki slá þig út af laginu. Stjörnuspá 23. júlí 1950 Fjölmenni var í Borgarvirki í Vestur-Húnavatnssýslu þegar haldin var hátíð í tilefni þess að fornar hleðslur höfðu verið endurreistar. Þetta klettavígi er talið frá landnámsöld. 23. júlí 1951 Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð. Fimmtíu árum síðar voru um þrjú þúsund reglu- bræður í þrettán stúkum. Þetta eru samtök fólks úr öll- um hópum þjóðfélagsins sem hafa mannrækt að markmiði. Stúkur höfðu starfað hér síðan 1919, í tengslum við regluna í Danmörku. 23. júlí 1984 Byrjað var að rífa kvikmynda- sal Fjalakattarins við Aðal- stræti í Reykjavík en þar var fyrsta kvikmyndahús landsins. „Menningarsögulegt slys,“ sögðu samtökin Níu líf sem vildu varðveita húsið. 23. júlí 1993 Á einum sólarhring veiddust 82 laxar á eina stöng í Laxá á Ásum í Austur-Húnavatns- sýslu, sem var met. Fyrra met var 58 laxar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Hinn 24. júlí halda hjónin Frantz Pét- ursson og Sig- urbjörg Krist- insdóttir upp á demantsbrúð- kaup sitt. Munu hjónin taka á móti gestum í Tjarnarborg á Ólafsfirði kl. 17-21 á föstu- dag. Demantsbrúðkaup „Þá er svolítið smart að vera þrjátíu og þriggja,“ segir Guðbjörg Arnardóttir, prestur í Odda á Rangárvöllum og afmælisbarn dagsins. Guðbjörg ætlar að vera heima við á afmæl- isdaginn. „Kannski koma vinir í kaffi til mín í sveitina, skoða litlu kettlingana hérna og fá heimabakað úr eggjum frá hænunum á bæn- um,“ segir Guðbjörg enda væsir ekki um fjöl- skylduna í Odda, en þar býr hún ásamt eig- inmanni sínum, Hreini Óskarssyni, og börnum þeirra Frey, 8 ára, og Ásrúnu, 4 ára. „Við erum ofsalega ánægð í sveitinni, það er frábært að vera frá öllum erlinum og látunum.“ Innt eftir eftirminnilegum afmælisdögum segir Guðbjörg að þrí- tugsafmælið hafi verið ákveðin tímamót, enda tók hún þá við prests- stólnum á Rangárvöllum. En ekkert slái þó út afmælisgjöfina sem hún fékk er hún varð tólf ára. „Þá eignaðist ég litla frænku í afmælisgjöf. Hún heitir Linda Björk og á að sjálfsögðu líka afmæli,“ segir Guðbjörg. Við óskum frænkunum til hamingju með daginn. gudrunhulda@mbl.is Séra Guðbjörg Arnardóttir er 33 ára í dag Frænka í afmælisgjöf Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.