Morgunblaðið - 23.07.2009, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.07.2009, Qupperneq 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 HAFDÍS Pálsdóttir píanóleik- ari leikur á tónleikunum Sum- ar í Hömrum á Ísafirði í kvöld kl. 20. Hafdís, sem er Ísfirð- ingur, lauk B. Mus.-prófi frá Listaháskóla Íslands í vor. Áð- ur stundaði Hafdís nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar og lærði þá á píanó hjá Beötu Joó og á selló hjá Janusz Frach. Haustið 2003 komst hún í úrslit EPTA-píanó- keppninnar á Íslandi. Í Listaháskólanum var Pet- er Maté aðalkennari Hafdísar, en skólaárið 2007- 2008 var hún skiptinemi við Tónlistarháskólann í Kristiansand í Noregi. Á efnisskránni verða verk eftir Dussek, Pärt, Rachmaninoff og Grieg. Að- gangur ókeypis. Tónlist Dussek, Pärt og Grieg í Hömrum Ísafjörður FJÓRÐU tónleikarnir í röð há- degistónleika í Dómkirkjunni í sumar verða í dag. Þá koma fram þær Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju, og Svafa Þórhallsdóttir söng- kona. Með þeim leikur einnig Jón Hafsteinn Guðmundsson trompetleikari. Guðný spilar fyrst fjölbreytt og lítríkt verk, Annum per annum, eftir eist- neska tónskáldið Arvo Pärt. Þá mun Svafa syngja nokkur íslensk þjóðlög, rómantískar söngperlur eftir César Franck, Verdi og Lloyd Webber, og hið sívinsæla lag „Ave María“ eftir Sigvalda Kaldalóns. Skemmtileg og aðgengileg tónlist- arstund sem hefst kl. 12.15. Tónlist Hádegistónar í Dómkirkjunni Guðný Einarsdóttir HIPPABALL fyrir 45 ára og eldri verður haldið á Ketilási í grennd við Siglufjörð á laugardaginn. Þar kemur fram hljóm- sveitin Stormar og leikur tónlist frá gull- aldarárum hippakyn- slóðarinnar. Gleðin hefst kl. 22 með gjörningi á túninu við Ketilás. Ballið var fyrst haldið í fyrra. Einnig verður haldinn sveitamarkaður frá kl. 14 til 17 þar sem seldur verður ýmiss konar varningur, s.s. hippamussur, harðfiskur og hákarl. Skráning á markaðinn er í síma 618-9295 eða margret.tr- @simnet.is. Þá verður einnig málverkauppboð til styrktar Þuríði Hörpu frá Sauðárkróki. Tónlist Hippaball á Ket- ilási á laugardag Hjómsveitin Stormar. Við höfum bara þurft að vinna enn meira í því en áður að kreista hvern einasta eyri út úr öllum … 38 » ÞJÓÐARLISTASAFNIÐ breska, National Gallery í London, und- irbýr nú sérstaka sýningu sem opn- uð verður á næsta ári. Þar verða sýnd fölsuð málverk og verk sem hafa verið eignuð öðrum en þeim sem málaði. Með sýningunni er ætl- unin að varpa ljósi á það hvernig vísindin hafa verið nýtt til að koma upp um mistök, svik og pretti. Fjöldi málverka, sem annaðhvort hafa verið vísvitandi fölsuð eða ranglega eignuð þekktum mál- urum, hefur verið rannsakaður af vísindamönnum sem hafa getað ljóstrað upp sannleikanum um upp- runa þeirra. Aldursgreining þeirra efna sem notuð eru í málverkinu skiptir þar höfuðmáli. En stundum horfa málin öðruvísi við. Eitt verkanna sem sýnt verður á sýningunni er Madonnan með drottningarblómið. Málverkið var talið fölsun á verki eftir Rem- brandt, en við nánari skoðun vís- indamanna kom í ljós að verkið var eftir hann. Madonna Verkið er eftir Rem- brandt, en var lengi talið falsað. Vísindin afhjúpa Sýna falsanir og rangfeðruð verk Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „FYRIRTÆKIÐ sem á núna lóð- irnar við Laugaveg og Frakkastíg, Vatn og land, vill halda samvinnunni áfram sem lagt var af stað með, og byggja Listaháskólann þar,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands. Allt frá því að hrunið varð í haust, hafa málefni húsbyggingar Listahá- skólans verið í biðstöðu, en Hjálmar er vongóður um að nú fari að rofa til og það takist að fjármagna verkið. „Vatn og land hefur verið að kynna verkefnið fyrir lífeyrissjóð- unum, sem hafa sýnt áhuga á því að fjármagna það. Þetta er góð fjár- mögnun, ef ríkið stendur við sitt.“ Niðurstöðu skipulagsráðs beðið Listaháskólinn samdi við mennta- málaráðuneytið á sínum tíma um ár- leg framlög til hússins, og segir Hjálmar það næstu skref að fá það staðfest að samningurinn við ríkið haldi, þar sem nú sé nýtt fólk við völd. Þá eigi eftir að afgreiða málið frá skipulagsráði Reykjavíkur. „Við höfum fengið fyrirheit frá borgar- stjóra og forystumönnum í skipu- lagsráði um að breytingar sem gerð- ar voru á teikningum hússins verði til þess að styðja verkið.“ Hjálmar segir að í breytingunum felist að nú verði tveimur húsum af þremur við Laugaveg hlíft og að Frakkastígsmegin verði húsið minna en til stóð. Listaháskólinn gerði á sínum tíma samning við Samson Properties um skipti á lóðum, SP fengi lóð sem skólinn hafði vilyrði fyrir í Vatns- mýrinni, en Listaháskólinn lóðirnar á horni Laugavegar og Frakkastígs. SP hugðist byggja húsið, eiga, og leigja Listaháskólanum, en samn- ingurinn við ríkið átti að duga fyrir húsaleigunni. „Vatn og land á nú þennan samning og tengslin við Björgólfsfeðga hafa verið rofin. Sveinn Björnsson, forstjóri Novator Properties, sem á Vatn og land, hef- ur rætt við borgarstjóra og gert honum grein fyrir nýju eignarhaldi fyrirtækisins,“ segir Hjálmar. „Listaháskólinn hélt sig til baka meðan ekki var ljóst hvað um samn- inginn yrði, og auðvitað hafa hug- myndir um aðra staðsetningu verið ræddar. Skólinn lét á sínum tíma kanna möguleikann á byggingu við tónlistarhúsið við Austurhöfn, og sú rannsókn leiddi í ljós að bygging þar myndi ekki henta skólanum. Upp- haflegu áformin um byggingu skól- ans við Laugaveg standa.“ Áform um byggingu Listaháskóla Íslands við Laugaveg og Frakkastíg ganga eftir Morgunblaðið/Sverrir Listaháskólinn Starfar á þremur stöðum, meðal annars við Sölvhólsgötu. Í HNOTSKURN » Þrotabú Samson eign-arhaldsfélags á hlut í Novator Properties. Unnið er að endurskipulagningu NP. Félagið Samson Proper- ties, í eigu NP, samdi við Listaháskólann um lóða- skiptin og bygginguna. Með endurskipulagningu NP heit- ir Samson Properties Vatn og land. Lífeyrissjóðir sýna fjármögnun áhuga Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „GUNNAR var brautryðjandi í því að koma gítarleik á legg á Íslandi og starf hans hefur verið ómetanlegt,“ segir Arnaldur Arnarson gítarleik- ari, en hann og Kristinn H. Árnason gítarleikari halda tónleika í Kaup- angskirkju í Eyjafjarðarsveit á laug- ardag kl. 17 til að heiðra Gunnar H. Jónsson gítarkennara sinn, sem varð áttræður fyrr á árinu. „Gunnar lærði á fiðlu á sínum tíma og seinna líka á gítar og heillaðist af honum. Hann kynnti sér klassíska gítarinn vel sem var óþekktur á Ís- landi í þá daga. Gítarleikarinn frægi Andrés Segovia kom til Íslands á vegum Tónlistarfélagsins 1958 og það var Gunnari mikil hvatning að geta sagt: „Sjáiði bara!“ Byggði upp sterka gítardeild Gunnar varð einn af stofnkenn- urum Tónskóla Sigursveins 1964 og byggði þar upp sterka gítardeild og mikinn áhuga á gítarleik. Þegar hann sá áhuga hjá nemendum sínum ræktaði hann áhugann af mikilli natni. Gítardeildin hans fékk á sig þann stimpil að vera aðalgítardeildin í Reykjavík, því það var ekki kennt á gítar annars staðar þar til Eyþór Þorláksson kom heim og fór að kenna. Það skapaðist mikil stemning kringum Gunnar og gítardeildina. Hann fylgdist vel með því sem gerð- ist úti í heimi og varð sér úti um upp- tökur sem hann sýndi okkur.“ Gunnar fluttist síðar til Akureyrar og hélt áfram kennslu við Tónlistar- skólann á Akureyri til starfsloka. Arnaldur og Kristinn ætla að spila dúetta frá Englandi, Kúbu og Spáni, en flestum verkunum kynntust þeir einmitt í tímum hjá Gunnari. Arnaldur Arnarson og Kristinn H. Árnason spila gítardúetta Heiðra kennara sinn Gunnar H. Jónsson Ljósmynd/Hallgrímur Arnarson Gítarleikarar Arnaldur Arnarson og Kristinn H. Árnason lærðu báðir hjá Gunnari og heiðra hann með tónleikunum í Kaupangskirkju á laugardag. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TÓNLISTARHELGIN í Skálholti hefst í kvöld kl. 20, með tónleikum þýsk-íslenska hópsins Adapter. Hópinn skipa nú Kristjana Helga- dóttir flautuleikari, Gunnhildur Ein- arsdóttir hörpuleikari og Matthias Engler slagverksleikari, en með þeim í föruneyti verður U3 bar- rokktríóið frá Berlín. Efnisskrá tónleikanna er sérstök, því þótt verkin séu öll ný, þá tengj- ast þau öll tónskáldinu ítalska Giro- lamo Frescobaldi, sem uppi var á fyrri hluta 17. aldar, og tónleikana kalla þau Al fresco. Gunnhildur Ein- arsdóttir er talsmaður hópsins. Gömul hljóðfæri með nýjum „Adapter vinnur náið með félagi ungra tónskálda í Berlín og við höld- um með þeim ferna tónleika á ári þar. Við höfum oft haft þema, og þar sem við vildum fá barrokktríóið U3 til liðs við okkur og blanda saman nýjum hljóðfærum og barrokkhljóð- færum, þá datt okkur í hug að nota tónlist Frescobaldis. Hún er ómstríð og krassandi og tónskáldunum fannst gaman að glíma við hana.“ Tónskáldin fjögur fengu al- gjörlega frjálsar hendur um það hvernig þau nýttu tónlist Fresco- baldis í eigin verkum. „Nýju verkin fjögur eru skemmtileg, mjög ólík, og mér finnst þau öll skapa skemmti- legan hljóðheim. Þessi óvenjulega hljóðfærasamsetning býður líka upp á mikla liti og fjölbreytileika.“ Tónleikarnir verða endurteknir kl. 15 á laugardag, en kl. 17 á laug- ardag leikur U3 tríóið eitt. Á sunnu- dag kl. 15 leikur Long Island Youth Orchestra í Skálholti. Góð blanda af gömlu og nýju Flytja ný verk sem öll tengjast ítalska endurreisnartónskáldinu Frescobaldi Adapter Al fresco í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.