Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 37
Menning 37FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Fólk „ÉG var staddur á bakpokaferðalagi í Chicago þegar hrunið varð og hafði hvorki efni á banana- samloku né sokkapari. Ég seldi gítarinn minn til að kaupa mér tösku. En að lokum var ég svo lán- samur að kynnast kúbverska listamanninum Nacho sem gaf mér nýjan gítar. Með honum snapaði ég svo far á skipi til Kúbu. Þar tókst mikið vinfengi með okkur og saman sömdum við fjölmörg lög sem við fluttum hér og þar ásamt eiginkonuna Nachosar, Maríu, sem leikur á eins konar blikkdollu, og syngur að auki eins og eng- ill.“ Svo lýsir Sverrir Norland, ljóðskáld og tón- listarmaður, tilurð lagsins „Þótt þú trúir ekki“ sem er kreppubálkur. Reyndar er Sverrir að skrökva þessu, lagið samdi hann eftir leikhúsferð á Söngvaseið og tók upp í Stúdíó Sýrlandi. Í texta lagsins segir m.a: „Hvað gerist næst verður hver að eiga við sig / Þótt þú trúir ekki á djöfulinn þá trúir hann samt á þig.“ Sverrir hefur verið iðinn við laga- og texta- smíðar allt frá því hann gaf út plötuna Sverrir Norland um síðustu jól, segist eiga efni í 2-3 plöt- ur og sendi jafnvel frá sér eitt stykki á næstunni. Góðærislistamenn þurfa kreppu „Það er dálítið spes,“ svarar Sverrir, spurður að því hvernig hinn hamingjuþrungni Söngva- seiður hafi orðið honum innblástur að kreppu- bálki. Sverrir segist hafa fagnað kreppunni sem listamaður, listamenn þurfi að lenda í öðru en góðæri. Þeir sem vilja kynna sér list Sverris geta kíkt á Facebook-síðuna hans eða á myspace.com- /sverrirnorlandband. helgisnaer@mbl.is „Þótt þú trúir ekki á djöfulinn þá trúir hann samt á þig“ Sverrir Ógnar saklausum gróðrinum með gítar.  Enn halda Agent Fresco áfram að skora rokkstig. Í nýjasta hefti breska rokktímaritsins Kerrrang fær þröngskífa þeirra Lightbulb Universe fjórar stjörnur (eða fjögur K) af fimm mögulegum. Í stuttum dómnum er talað um af- bragðs tónleika sveitarinnar á síð- ustu Iceland Airwaves-hátíð og er sveitinni líkt við Faith no More og System of a Down. Sérstaklega er talað um söngv- arann Arnór Dan Arnarson sem leynivopn sveitarinnar. Þar er eig- inleika hans að hoppa frá raul-söng yfir í hávaðasöm öskur sérstaklega hampað. Platan er gefin út á vegum Kima Records í Evrópu og er talað um það í dómnum að nú þegar hafi skapast töluverður áhugi fyrir plötunni. Agent Fresco fagnaði nýverið eins árs starfsafmæli sínu en sveitin var sett sérstaklega saman fyrir Mús- íktilraunir í fyrra sem hún svo sigr- aði örugglega. Nú er bara spurning um hvort til- raunakennt djassrokk sveitarinnar höfðar jafn vel til rokkunnenda Evr- ópu. En miðað við þá staðreynd að hingað til hefur allt sem sveitin hef- ur snert orðið að gulli er víst að margir fylgjast með gangi mála. Agent Fresco fær fjögur K í Kerrrang!  Tónlistarhátíðin Bræðslan hefur smám saman verið að festa sig í sessi sem fastur liður í fjölbreyttri sumardagskrá á landsbyggðinni. Hátíðin fer fram á Borgarfirði eystri að vanda, nú um helgina. Miðasala mun vera komin vel á veg og voru einungis um 200 aðgöngu- miðar óseldir í gær. Þursaflokk- urinn, Páll Óskar og Monika, B. Sig og Jónas Sig og Bróðir Svartúlfs koma fram á hátíðinni í ár. Að sögn skipuleggjenda hátíð- arinnar sækja að jafnaði um þúsund manns Borgafjörðinn heim þessa helgi, sem hlýtur að teljast talsverð viðbót við 150 manna samfélagið sem annars er þar. Bræðslan á Borgarfirði eystri um helgina Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is HÚN segist alsæl yfir því að vera komin aftur til Íslands og ætlar að eyða dvölinni að mestu hjá ömmu sinni og afa á Flúðum og í sundlaug- unum, þar sem hún hyggst æfa sig fyrir næsta hlutverk sitt á hvíta tjaldinu. Leikkonan Noomi Rapace kom þó fyrst og fremst hingað til lands til að vera viðstödd forsýningu mynd- arinnar Karlar sem hata konur, en hún fer þar með hlutverk Lisbet Sal- ander. Noomi segist þó ekki ætla að horfa á myndina. „Ég hef séð hana tvisvar og það er alveg nóg. Mér finnst mjög óþægi- legt að horfa á sjálfa mig leika,“ seg- ir leikkonan. Hrædd um að vera of stelpuleg Noomi hafði, líkt og flestir Svíar, lesið bækur Stiegs Larssons og þekkti vel til Lisbet Salander þegar umboðsmaður hennar boðaði hana í viðtal hjá þeim sem völdu í hlutverk myndarinnar. „Ég var hrædd um að þeim þætti ég of stelpuleg og því ekki passa í hlutverkið. Þegar ég hitti leikstjór- ann fyrst sagði ég við hann að ég skyldi leggja á mig hvaða breytingar sem er fengi ég hlutverkið.“ Og það gerði hún sannarlega. Um hálfu ári áður en tökur hófust byrj- aði Noomi að stunda sparkbox og aðrar bardagaíþróttir, auk þess að tileinka sér sérstakt mataræði, til að verða jafn tággrönn og strákaleg í vexti og Salander. „Ég lét líka klippa og lita á mér hárið og gata á mér andlit og eyru,“ segir Noomi en bæt- ir við að húðflúrið hafi ekki verið ekta. En gervið virkaði vel og Noomi hefur hlotið mikið lof fyrir frammi- stöðu sína í fyrstu myndinni. Alls verða þær þrjár talsins og þær voru allar teknar í einum rykk. Noomi segist ekki eiga eftir að sakna Lis- betar, eftir að hafa eytt rúmu ári ævi sinnar í hennar gervi. Noomi segist viss um að Lisbet Salander eigi stóran þátt í vinsæld- um bóka Stiegs Larssons, sem og myndarinnar. „Hlutverk kvenna í kvikmyndum og bókum eru oft svo stöðluð, en Lis- bet er allt öðruvísi. Hún er flottur femínisti, sem þrátt fyrir mikið mót- læti neitar að gefast upp.“ Spennandi tímar framundan Og hana langar til að leika í ís- lenskum kvikmyndum. „Ég held að fjármálahrunið eigi eftir að hafa góð áhrif á kvikmyndir og aðrar listir, það eiga eftir að spretta upp spennandi verkefni úr þessu öllu saman og það væri gaman að taka þátt í því,“ segir Noomi á næstum lýtalausri íslensku og bætir við að hún fylgist grannt með ís- lenskum kvikmyndagerðarmönnum og verkum þeirra. Lisbet er flottur femínisti  Noomi Rapace fer með hlutverk Lisbet Salander í Karlar sem hata konur  Fékk leiklistarbakteríuna á Íslandi og langar að leika hér í framtíðinni Morgunblaðið/Eggert Leikkonan Noomi tók ástfóstri við Ísland þegar hún bjó hér sem barn og reiddist foreldrum sínum þegar þau fluttu með hana aftur til Svíþjóðar. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is Á STARFSTÍÐ sinni hefur Q-bar nánast orðið að menningarmiðstöð fyrir samkynhneigða. Staðurinn hef- ur þó aldrei einskorðað sig við sam- kynhneigð heldur verið auglýstur sem hliðhollur henni (oft kallað Straight-friendly) og lagt áherslu á að hommar, lesbíur og allir þeir sem mjöðmum geta hnykkt dansi saman í einni einingu við lífsglaða tóna. Nú stefnir allt í að síðasta helgi Q-bars verði komandi helgi því að sögn Arn- ars Þórs Gíslasonar, eiganda stað- arins, eru áform uppi um að loka staðnum eftir helgi og opna í hús- næðinu danska krá. „Ástæðan fyrir því að við erum að breyta þessu er sú að nýta alla daga vikunnar. Til þess að fá meiri rekst- ur inn í húsið á þeim tíma sem hefur kannski ekki verið líf,“ útskýrir Arn- ar Þór en tekur ekki fyrir að Q-bar verði opnaður í nýju húsnæði seinna. „Í stað þess að halda áfram að gera nákvæmlega það sama viljum við hafa sérstöðu. Þá sérstöðu sem Q- bar var með hafa allir staðir í dag.“ Arnar Þór segir að allt verði gert til þess að fanga afslappaða og „lige- glad“ stemningu á dönsku kránni sem frændur okkar eru þekktir fyr- ir. Staðurinn sé opnaður fyrr á dag- inn og honum lokað að öllum lík- indum fyrr á kvöldin um helgar. Danskri tónlist verði gert hátt undir höfði og karókíkvöld verði haldin. „Húmorinn á að ráða ríkjum þarna. Það verður jafnvel eitthvert brauð- meti. Franskbrauð með hrúgu af majonesi og einni rækju kannski. Ef efnahagsástandið fer að lagast fjölg- um við rækjunum.“ Skemmtistaðurinn Q-bar víkur fyrir danskri krá Morgunblaðið/Kristinn Menning á Q-bar Það hefur verið litrík starfsemi í kringum Q-bar. „Menningarmiðstöð“ samkynhneigðra söltuð um sinn Noomi Rapace fluttist hingað til lands með móður sinni og ís- lenskum stjúpföður þegar hún var fimm ára gömul. „Ég elskaði Ísland strax og langaði að verða Íslendingur. Ég varð öskuvond út í foreldra mína þegar við fluttum aftur til Svíþjóðar nokkrum árum síðar,“ segir leikkonan á ótrúlega góðri íslensku. Segja má að grunnurinn að leiklistarferli Noomi hafi verið lagður hér á landi þegar hún fór með lítið hlutverk í Í skugga hrafnsins í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar. „Eftir þessa reynslu vissi ég að ég vildi verða leikkona. Það varð ekki aftur snúið,“ segir Noomi. Noomi okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.