Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 202. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF ÍLENTIST Á ÍSLANDI OG HEFUR ALDREI IÐRAST «MENNINGARLÍF Á AUSTFJÖRÐUM Spurningar Bigga urðu tilefni rifrilda Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Andersen Erfitt hefði verið að koma í veg fyrir hrunið. GUNNAR Andersen, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segist í viðtali við Morgunblaðið vilja koma á stofn sér- stakri réttarreikningsskiladeild, sem kafa muni ofan í reikninga og bækur fyrirtækja, mörg ár aftur í tímann. „Markmiðið væri að deildin ynni gögn beint upp í hendurnar á dómara. Mér finnst svona deild vanta í eftirlitið núna og þar sem við munum vera að vinna í mörgum slík- um málum næstu árin er nauðsyn- legt að koma á slíkri deild.“ Segir hann að vöxtur bankakerfis- ins hafi verið svo mikill og hraður undanfarin ár að mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, hafi verið að koma í veg fyrir hrunið sem varð síðasta haust. Telur hann rétt að lögfesta takmörk á því hve mikið bankar megi vaxa á ári hverju og nefnir að slíkt sé gert í Bandaríkjunum. | 11 Forstjóri FME vill koma á stofn réttarreikningsskiladeild Vöxturinn var of hraður Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÁÆTLAÐ er að skera niður framlög til þróunarsamvinnu um fjórðung á næsta ári, eða um tæpan milljarð króna, skv. upplýsingum frá utanrík- isráðuneytinu. Þar með lækkar hlut- fall vergra þjóðartekna (VÞT) sem fer til þróunarmála niður í 0,23% en við- mið Evrópusambandsins er 0,35%. Í vikunni tilkynnti Þróunarsam- vinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) að í lok næsta árs hætti hún 20 ára samstarfi í Namibíu vegna samdráttar í þróun- araðstoð en stofnunin fer með hluta þróunarsamvinnu Íslendinga. Að auki hafa framlög Íslands farið til stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabank- ans, verkefna á sviði friðaruppbygg- ingar og neyðaraðstoðar. Alls námu framlög til málaflokks- ins 4,272 milljörðum í fyrra en í ár lækka þau í 4,2 milljarða. Á næsta ári er áætlað að framlög lækki um tæpan milljarð til viðbótar. Vegna veikingar íslensku krónunnar þýðir þetta þó töluvert meiri samdrátt. Á hinn bóg- inn ollu minnkandi þjóðartekjur því að framlögin námu hærra hlutfalli af VÞT en áætlað var, eða 0,43%. Á yf- irstandandi ári er gert ráð fyrir að það verði 0,32% en á því næsta 0,23%. Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri ÞSSÍ, á ekki von á að samdrátturinn vari lengi. Ísland hafi sótt um aðild að ESB, sem geri kröfu um að aðildarríki sín veiti 0,35% af VÞT til þróunarmála. „Þá kröfu þurfa þau ríki, sem eru að gerast aðilar að Evrópusambandinu, að uppfylla, jafn- vel þótt þau séu fátækari en Ísland.“ Þróunarframlög skorin niður um milljarð króna  Framlög sem hlutfall af vergum þjóð- artekjum langt fyrir neðan viðmið ESB  Fátæk lönd | 14 Í ÞANN mund sem ljósmyndara bar að garði kom skýfall á Þorkelshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Hestarnir virtust finna á sér veðrabrigðin, tóku á rás og hlupu undan rigningunni áður en himnarnir opnuðust. Ætli hestar hafi sjötta skilningarvitið eins og menn eða finni á sér veðurbreytingar? VISSU AF RIGNINGUNNI ÁÐUR EN HÚN KOM Morgunblaðið/Eggert  HUNDRUÐ milljóna króna sitja föst í erlendum bönkum sem neita að láta þau af hendi. Stærstur hluti upphæðarinnar situr hjá Fortis- banka í Belgíu sem segist vera í fullum rétti til að halda peningun- um eftir vegna skulda gömlu ís- lensku bankanna. »6 Fastir hjá Fortis  RAGNAR H. Hall hæstaréttar- lögmaður færir rök að því í grein í Morgunblaðinu í dag að ákvæði Icesave-samn- ingsins, sem eins og segir í frum- varpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, „áréttar að [ís- lensku, bresku og hollensku] sjóð- irnir muni njóta jafnræðis þegar kemur að úthlutun úr búi Lands- bankans, þ.e. fá upp í kröfur sínar í jöfnum hlutföllum“, standist hvorki lög og reglur á Íslandi né í Dan- mörku, á Írlandi eða í Bretlandi. Hefði verið farið eftir reglum í þessum löndum hefði niðurstaðan orðið sú að íslenski tryggingar- sjóðurinn fengi greiðslu á undan hinum erlendu tryggingarsjóðum er kæmi að uppgjöri hverrar inn- stæðu úr búi Landsbankans. Um sé að ræða „hagsmuni á bilinu 100 til 250 milljarðar íslenskra kr., hvorki meira né minna“. »15 Hagsmunir upp á 100 til 250 milljarða Ragnar H. Hall FH er með 13 stiga forystu í úrvals- deild karla í fótbolta eftir sigur á Breiðabliki í gærkvöldi. ÍBV komst úr fallsæti deildarinnar með því að sigra Stjörnuna. ÍÞRÓTTIR FH með þrettán stiga forystu Jakob Jóhann Sveinsson byrjaði vel á heimsmeistaramótinu í sundi í Róm í gær og sló þriggja ára gam- alt Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi. Jakob sló Íslands- metið á HM í Róm NÝ skrifstofa undir hatti umboðs- manns Alþingis, svokölluð Lýðræð- isstofa, mun að öllum líkindum fá það verkefni að sjá um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Ís- lands að ESB. Mun hún ákveða kjördaginn og sjá um kynningu málsins. Þá mun hún taka við kær- um vegna kosninganna og hafa vald til að ógilda þær ef alvarlegir gallar á framkvæmdinni hafa áhrif á niðurstöðuna. | 2 Með vald til að ógilda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.